Skessuhorn


Skessuhorn - 28.09.2016, Side 21

Skessuhorn - 28.09.2016, Side 21
MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2016 21 SK ES SU H O R N 2 01 6 Eftirfarandi starf er laust til umsóknar: Starf félagsráðgjafa í barnavernd Nánari upplýsingar um ofangreind störf og önnur laus störf er að finna á www.akranes.is Laust starf hjá Akraneskaupstað Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is Flísabúðin Gæði og glæsileik i endalaus t úrval af hágæða flísum Finndu okkur á facebook Einfaldur og stílhreinn Vönduð íslensk framleiðsla síðan 1959. Stáliðjan er gamalgróið íslenskt fyrirtæki sem framleiðir vandaða vöru fyrir heimilið og vinnustaðinn. Stáliðjan ehf - Smiðjuvegi 5, 200 Kópavogi - Sími 564 5885 - www.stalidjan.is Verð 27.900 kr. Fjölbreytt litaúrval. Á árinu 2017 er ráðgert að verja um 550 milljónum króna til fram- kvæmda á Grundartangasvæðinu og felst meginverkefnið í gatnagerð og aðgerðum í tengslum við fyrirhug- aða uppbyggingu Silicor. Þetta seg- ir Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxa- flóahafna. „Þær framkvæmdir eru hins vegar háðar því að Silicor ljúki sínum undirbúningi og fjármögn- un verkefnisins. Þá verður unnið að endurbótum á hafnarmannvirkjum en hafnarbakkana þarf að hækka og leggja á þá nýtt slitlag. Loks verður unnið að lóðagerð, en Eimskip hef- ur þegar fengið eina lóð afhenta og fær aðra lóð á næsta ári. Þriðja lóðin verður síðan tilbúin árið 2018,“ segir Gísli í samtali við Skessuhorn. Gísli segir aðgerðirnar vegna Sili- cor í samræmi við samninga. Að þeim fylgi gatnagerð, aðgerðir vegna gámasvæðis á hafnarsvæðinu, við- legumannvirki og frágangur jarð- vegsmana vegna efnis sem kemur upp úr lóð Silicor. Þá segir hann hækkun hafnarbakkanna vera nauðsynlega aðgerð. „Meðal annars vegna þarfar á endurnýjun yfirborðs og í leiðinni til að mæta hækkandi sjávarstöðu, aðstöðu fyrir rafmagn í þekju bryggj- unnar, m.a. vegna þess að nýr hafnar- krani Eimskipa á til framtíðar að nota rafmagn.“ Að sögn Gísla verða flest ofangreind verkefni í vinnslu allt til ársins 2018, enda sé það eðli margra hafnarverkefna að þau spanni nokk- ur ár. „Þannig er einnig með þróun Grundartangahafnar, að næstu ár mun hægt og bítandi sjást ákveðin þróun lóða og mannvirkja þannig að höfnin þjóni sem best starfsem- inni. Að aðstaðan geti tekið á móti auknum umsvifum og að umhverfið á Grundartanga batni enn frekar á næstu árum.“ grþ Miklar framkvæmdir fyrirhugaðar á Grundartanga Framkvæmdir eru fyrirhugaðar á Grundartangasvæðinu, meðal annars endur- bætur á hafnarmannvirkjum. Hér má sjá nýja landfyllingu sem unnið er við sunnan við höfnina á Grundartanga. Foreldrafélagið Leikur afhenti leikskólanum Kríubóli á Hellis- sandi Kastalann Kára síðastlið- inn föstudag og hefur hann ver- ið settur upp á lóð skólans. Við sama tækifæri var Lilja Ólafar- dóttir kvödd en hún hefur setið í stjórn foreldrafélagsins óslitið síð- ustu 12 ár. Kastalinn er höfðingleg gjöf sem tók tíma að safna fyrir. Hann kost- aði tæpar þrjár milljónir króna og safnaði foreldrafélagið fyrir hon- um með styrkjum frá fyrirtækjum, einstaklingum og félagasamtökum í bæjarfélaginu. Einnig var félagið duglegt að halda svokallaða “kaffi- húsadaga” á leikskólanum en þar var systkinum, ömmum, öfum og fleirum boðið í kaffi og með því. Kastalinn hefur slegið í gegn hjá leikskólabörnunum og eru þau mjög ánægð með hann. Það voru mörg fyrirtæki og ein- staklingar sem styrktu þetta verk- efni foreldrafélagsins og vill stjórn félagsins fá að koma á framfæri kæru þakklæti fyrir stuðninginn til eftirtalinna: Apótek Ólafsvíkur ehf, Breiðavík ehf, Brim hf, Fisk- markaður Íslands hf, Guðmundur Kristjánsson, Gunnhildur K. Haf- steinsdóttir, Hafnarsjóður Snæ- fellsbæjar, Hraðfrystihús Hellis- sands, Ingibjörg K. Kristjánsdóttir, Jónas Gunnarsson og Jenný Guð- Færðu Kríubóli Kastalann Kára mundsdóttir, KG fiskverkun ehf, Kristinn J. Friðþjófsson, Kvenfé- lag Ólafsvíkur, Landsbankinn hf, Lionsklúbburinn Rán, Nónvarða ehf, Óskar Skúlason, Snæfellsbær, Steinunn hf, Valafell ehf, Verka- lýðsfélag Snæfellinga. þa Nemendur, starfsfólk og fulltrúar úr foreldrafélaginu. Lilja Ólafardóttir hefur setið í stjórn foreldrafélagsins í tólf ár.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.