Skessuhorn


Skessuhorn - 28.09.2016, Page 24

Skessuhorn - 28.09.2016, Page 24
MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 201624 Í nýrri könnun Samtaka atvinnu- lífsins meðal aðildarfyrirtækja sinna kemur fram að síðustu kjarasamn- ingar hafi haft mikil áhrif á rekst- ur ríflega 80% fyrirtækjanna, óháð því hvort þau starfa á útflutnings- markaði eða heimamarkaði. Af fyr- irtækjunum gripu 43% til almennr- ar hagræðingar í rekstri og 18% sögðu upp fólki vegna áhrifa kjara- samninganna. Algengast var að fækkunin næmi 1-4 starfsmönnum, eða í 77% tilfella, 11% fækkuðu um 5-9 og 12% fyrirtækja fækkuðu um 10-40 starfsmenn. Fyrirtækin voru flokkuð eftir því hvort þau stunda útflutning á vörum eða þjónustu, þ.m.t. ferðaþjónustu, þjónusta heimamarkað í samkeppni við innflutning eða heimamarkað í takmarkaðri samkeppni við inn- flutning. Spurt var um áhrif síðustu kjarasamninga á rekstur fyrirtækj- anna. Heildarniðurstaðan var sú að 82% sögðu kjarasamningana hafa haft mikil áhrif, 8% lítil áhrif og 10% hvorki mikil né lítil. 86% út- flutningsfyrirtækjanna sögðu kjara- samningana hafa haft mikil áhrif, 80% fyrirtækja á heimamarkaði í samkeppni við innflutning og 80% fyrirtækja í takmarkaðri samkeppni við innflutning. mm Kjarasamningarnir höfðu mikil áhrif á rekstur fyrirtækja Hilmar Már Arason skólastjóri Grunnskóla Snæfellsbæjar veitti á síðasta föstudag Friðgeiri Kára Aðalsteinssyni nemanda í 3. bekk GÞ viðurkenningu fyrir þátt- töku í Sumarlestri 2016. Grunn- skóli Snæfellsbæjar í samstarfi við Bókasafn Snæfellsbæjar stóð fyrir sumarlestrinum. Tilgangurinn var að hvetja grunnskólabörn og for- eldra þeirra til lesturs. Sumarlest- urinn hófst 6. júní og stóð til 24. ágúst. Var áhersla lögð á að börn- in læsu sér til ánægju og læsu í leið- inni að sumri til og viðhéldu þann- ig og jafnvel bættu við lestrarkunn- áttu sína. Það sem þurfti til að taka þátt var að koma á bókasafnið og fá að minnsta kosti sex bækur að láni á tímabilinu. Þegar búið var að lesa þurfti að fylla út smá umsögn um hverja bók í lestrarpésanum. þa Fékk viðurkenningu fyrir þátttöku í sumarlestri Veiðisumarið er að enda þetta árið. Það sem einkenndi það um- fram annað var að laxinn gekk snemma í árnar og eins árs fisk- urinn lét víða á sér standa. En það jákvæða er að nú er farið að spá góðu laxveiðisumri á sumri kom- anda, smálaxinn muni skila sér eftir gott vaxtarár seiða. Tíðinda- maður Skessuhorns á árbakkan- um fer hér lauslega yfir laxveið- ina og við skoðum veiðitölurnar og ýmislegt fleira. „Það var rólegt í Búðardalsá en við fengum laxa,“ sagði Karl Óskarsson en hann var að veiða í ánni núna í september en áin endaði í 211 löx- um. Þess má geta að Svisslending- ar hafa keypt þrjár jarðir við Búðar- dalsá og eiga 70% veiðirétt í ánni eftir það. Í Krossá hefur verið mjög rólegt í sumar og síðustu tölur úr henni sýndu innan við 50 laxa. „Það veiddust 76 laxar og 202 bleikjur í Hvolsá og Staðarhólsá í Dölum,“ sagði Sæmundur Krist- jánsson er við spurðum um loka- tölur. Fiskurinn hefur verið mikið niðri í lóninu og það er erfitt að fá hann til að taka en núna hefur fiskur dreift sér um árnar og ennþá hægt að fá veiðileyfi því það er veitt fram að mánaðamótum. „Við fengum bleikjur en laxinn var tregur, settum í allavega tvo en þeir sluppu báðir,“ sagði Ingimundur Bergsson sem var að veiða í Hvolsá og Staðarhólsá í byrjun september. Flekkudalsá gaf í kringum 120 laxa og Krossá 31 lax. ,,Það er mik- ið af seiðum í ánni og veiðin verður örugglega góð næsta sumar,“ sagði Trausti Bjarnason á Á í samtali við Skessuhorn. „Það var gaman í Hraunsfirði og við fengum fína bleikjuveiði. Einn og einn lax hefur auk þess verið að veiðast í sumar,“ sagði Jón R. Ár- sælsson en hann var í firðinum fagra, Hraunsfirði, við annan mann og veiddi vel. „Veiðin hefur verið frábær í Laxá í Dölum,“ sagði Haraldur Eiríksson hjá Hreggnasa en hann var staddur við Laxá Í Dölum. Áin hefur gefið 1.500 laxa og enn eru menn að fá vel í soðið. „Það er frábært að Laxá í Dölum sé öll að koma til,“ sagði Haraldur. ,,Haukadalsá endaði í rétt yfir þúsund laxa, 1003, sem er gott. Veiðin var líka fín í henni í sum- ar,“ sagði Ari Hermóður Jafetsson, er við spurðum um Haukuna. Hún gaf fína veiði oft í sumar. Bæði Laxá og Haukadalsá í Dölum voru fínar. Miðá var einnig góð og skilaði 410 löxum. „Við vorum þarna um miðj- an júlí og fengum 8 laxa og helling af bleikju,“ sagði veiðimaður sem við hittum í Búðardal fyrr í sumar. ,,Miðá er alltaf skemmtileg enda hef ég veitt þarna í fjölda ára,“ sagði veiðimaðurinn ennfremur. Hörðudalsá endaði í kringum 60 löxum og um 110 bleikjum. „Þetta var allt í lagi sumar hjá okkur,“ sagði Niels S Olgeirsson á Seljalandi, er við spurðum um stöðuna í Hörðu- dalsá. Lítið er að frétta af Dunká og Álftá á Mýrum en sami maðurinn er með báðar árnar á leigu og lítið hef- ur víst verið veitt í Álftá sem dæmi, eða í einn og einn dag. „Lokatölur úr Straumfjarðará voru 348 laxar,“ sagði veiðimað- ur sem veiddi í henni undir lok- in. „Lokatölur úr Haffjarðará voru 1.305 laxar og það var í góðu lagi,“ sagði Einar Sigfússon er við spurð- um um ána en hann var ekki eins hress með annað. „Við fengum nokkra regnboga undir lokin og það verður að stoppa það rugl,“ sagði Einar. Regnbogasilungur var víða að koma í ár á svæðinu og skemmti fáum veiðimönnum. „Við vorum þarna í september og fengum nokkra laxa,“ sagði Bjarni Júlíusson er við spurðum um Hítará á Mýrum sem endaði í 779 löxum, sem er góð veiði. ,,Ég var í Langá í september og við fengum nokkra laxa,“ sagði Jogv- an Hansen en hann var uppi á efsta svæðinu og neðsta svæðinu fyrr í sumar. Langá á Mýrum hefur gefiið 1.312 laxa og veiðimenn eru eitthvað að veiða í henni ennþá. „Við endum þetta sumarið í 1.297 löxum,“ sagði Einar Sigfússon er við spurðum um Norðurá, sem hefur oft verið betri. En það kemur sumar eftir þetta sumar. Og Þverá endaði í 1.902 löxum. Norðlingafljót gaf 609 laxa sem er allt í góðu. „Það er gaman að leika sér þarna með fluguna, þegar fiskurinn gefur sig,“ sagði veiðimað- ur sem var í fljótinu undir það síð- asta. Gljúfurá var frekar slöpp í sum- ar og síðustu tölur ú henni sýndu 172 laxa. „Áin er falleg og flottir staðir víða, en það voru ekki margir lax- ar í henni þegar við vorum þar fyrir skömmu,“ sagði Ingi Stefán Ólafsson er við spurðum um ferðir hans við ána fyrir skömmu. ,,Við vorum í Flókadalsá og náð- um nokkrum fiskum,“ sögðu þeir Gunnar og Magnús Gunnarsynir, sem voru í ánni í ágúst. Flókadalsá endaði í 369 löxum. ,,Það er gaman að veiða í Grímsá en áin gaf mér ekki fisk þetta árið,“ sagði Sigurður Guðmundsson. Grímsá er búin að gefa 574 laxa þetta sumarið. Veiðin hefur verið að glæðast í Reykjadalsá í Borgarfirði og holl sem var fyrir skömmu fékk 14 laxa, Karl Lúðvíksson og fleiri. Andakílsá hefur gefið yfir 100 laxa og eitthvað af sil- ungi. Laxarnir hafa verið að togast úr ánni, ekki meira en það. „Það hafa veiðst 420 laxar í Laxá í Leirársveit,“ sagði Ólafur Johnson, þegar Laxá í Leirársveit bar á góma. Veiðimenn voru ennþá að reyna og í Leirá líka, en veiðin var róleg. gb Rennt yfir laxveiðina í nokkrum vestlenskum ám í sumar Geir Thorsteinsson með lax úr Andakílsá, en þar var veiðin fremur dræm í sumar. Sigurgeir Ársælsson með flotta veiði úr Hraunsfirði, bolta bleikjur. Fjör var við Norðurá í Borgarfirði þegar áin var opnuð formlega snemma í sumar. Kristinn Sigmundsson með einn af fyrstu löxunum úr ánni en hjá honum stendur Einar Sigfússon sölustjóri.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.