Skessuhorn - 28.09.2016, Side 25
MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2016 25
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK
Jólaferð til Brussel & Brugge
Fararstjóri: Aðalheiður Jónsdóttir
Í Brussel og Brugge ríkir hátíðleg jólastemning á
aðventunni. Báðar borgirnar eru með einstaklega
huggulega jólamarkaði innan um virðulegar gamlar
byggingar og hefur jólamarkaður Brussel verið tilnefndur sá
frumlegasti í Evrópu. Belgískar vöfflur, súkkulaði og annað
góðgæti heimamanna sjá til þess að allir njóti aðventunnar.
Verð: 109.900 kr. á mann í tvíbýli.
Skoðunarferð til Brugge er innifalin!
24. - 27. nóvember
NÝ
FE
RÐ
Íþróttaskólinn Krakkasport í Stykkis-
hólmi er nú vaknaður af sumardvala
og kominn á fullt skrið. Um skólann
sjá þær Sigga og María sem báðar eru
menntaðar íþrótta- og heilsufræð-
ingar frá Háskóla Íslands. Skólinn er
ætlaður börnum á aldrinum 2-5 ára
sem mæta ásamt foreldrum eða for-
ráðamönnum í íþróttahúsið í Stykkis-
hólmi á laugardagsmorgnum þar sem
gleðin tekur völd í um það bil klukku-
stund. Markmið íþróttaskólans er að
bæta hreyfi-, líkams- og félagsþroska
auk mál- og vitsmunaþroska. Börnin
fara í þrautabrautir, taka þátt í leikj-
um, syngja og skemmta sér. Auk
íþróttaskólans bjóða þær Sigga og
María upp á sundtíma fyrir börn á
sama aldri og hafa einnig verið með
ungbarnasund. Mikil aðsókn hefur
verið í sportið hjá þeim stöllum og
foreldrar ekki síður en börn ánægðir
með framtakssemi þeirra.
jse
Krakkasport í Stykkishólmi
María og Sigga í íþróttaskólanum.
Eftir mikil átök er gott að teygja á.
Óþarfi að hanga heima þegar maður
getur hangið í íþróttum.
www.skessuhorn.is
Harmsaga ævi minnar, Strandamanna saga,
Æviskrá Strandamanna, Sléttuhreppur, Kolsvíkurætt,
Ættir Austfirðinga, Jeppabókin, Búvélar og ræktun,
Leyndardómar Parísarborgar, Ritsafnið Löng og lýðir,
Húslestrarbók prentuð á Hólum 1745, Nýja stafrófsverkið
prentað 1909, Fermingargjöfin prentuð 1923,
Barnagaman með mörgum myndum gefin út 1916,
Passíusálmar prentaðir 1834, Bakkaynjurnar, Nonna
bækunar og ýmsar barnabækur, Piltur og stúlka,
Vatnaniður fyrir veiðimenn, bókin um Díönu, Góði dátinn
Svejk, Borgarvirkið, Leikur örlaganna, P. Loti á Ísland-
smiðum, Ritverk Gunnars Gunnarssonar, Ritsafn Jóns
Trausta og Nú er fleytan í naust.
Bækur til sölu
Upplýsingar í síma 557-7957 SKE
SS
U
H
O
R
N
2
01
6
www.lbhi.is/namskeid • endurmenntun@lbhi.is • 433 5000
Betri vellir
Námskeiðsröð í grasvallafræðum
Hvernig er best að viðhalda golf- og
knattspyrnuvöllum svo hámarka
megi gæði og endingu?
Hefst 21. október hjá LbhÍ í Reykjavík
Endurmenntun LbhÍ
C
M
Y
CM
MY
CY
CMY
K
Golf_Skessuhorn_sept2016.pdf 1 26.9.2016 11:18:13
„Vorið 2009
vann Vinstri
h r e y f i n g i n
grænt fram-
boð stórsigur í
Alþingiskosn-
ingum. Á skrif-
stofu flokks-
ins var haft
á orði að þar
hefðu heiðarleiki og stefnufesta skil-
að sér. Nokkrum árum síðar komu
fram upplýsingar sem benda til þess
að forysta flokksins hafi fyrir kosn-
ingar gengist inn á samkomulag við
Samfylkinguna um aðildarumsókn
Íslands að ESB. Þetta gekk þvert á
allar yfirlýsingar flokksins í kosninga-
baráttunni og enginn vafi leikur á því
að stóran hluta af kosningasigri VG
mátti rekja til þess að þjóðin treysti
stefnufestu hins unga flokks.“ Þann-
ig er greint frá í kynningu á nýrri
bók sem bókaútgáfan Sæmundur á
Selfossi hefur sent frá sér og nefnist
„Villikettir og vegferð VG - frá vænt-
ingum til vonbrigða.“
„Eftir að VG hafði þannig hvikað
frá helsta kosningamáli sínu voru ný
strik dregin í sandinn á flokksráðs-
fundum og landsfundum. Þar kom
við sögu aðlögun að stjórnkerfi ESB,
beinir styrkir ESB til Íslands og fleira
sem forystan samþykkti að gera að
úrslitaatriði í stjórnarsamstarfinu. En
hvarf síðan frá þeim loforðum jafn-
harðan. Við sögu komu einnig stór-
mál á borð við olíuleit á Drekasvæði,
málefni sjávarútvegs og hinir marg-
slungnu og einkennilegu Icesave-
samningar. Umskipti VG ollu eðli-
lega ólgu innan þingflokksins og í
hreyfingunni allri. Fimm þingmenn
hurfu úr þingflokkinum á kjörtíma-
bilinu. Þeir og fylgismenn þeirra í
grasrót flokksins fengu þá einkunn
hjá núverandi formanni að vera ein-
strengingslegir einsmálsmenn,“ segir
á bókarkápu. Höfundurinn bókarinn-
ar um Villiketti og vegferð VG er Jón
Torfason skjalavörður en hann hefur
starfað í íslenskri vinstri hreyfingu í
áratugi og var einn af stofnfélögum
VG. mm
Villikettirnir og vegferð VG
Margir eiga nú í frysti mikið af
bláberjum eftir góða berjasprettu
í sumar. Bláberin eru góðgæti ein
og sér, með rjóma og sykri, í hrist-
inga af ýmsu tagi og að sjálfsögðu
í baksturinn. Nýverið birtist upp-
skrift af hjónabandssælu með blá-
berjasultu í Skessuhorni og nú
kemur önnur uppskrift þar sem
bláber koma við sögu. Múffur
með bláberjum eru góðar á morg-
unverðarborðið, með kaffinu og
jafnvel í nestisboxið.
Bláberjamúffur
115 grömm mjúkt smjör eða
smjörlíki
2 dl sykur
2 egg
1 dl mjólk eða möndlumjólk
1 tsk vanilludropar
1 msk lyftiduft
5 dl hveiti
3 - 5 dl bláber (eftir smekk)
Kanilsykur
Aðferð:
Smjöri og sykri er hrært sam-
an og eggjunum bætt út í einu
í einu. Þurrefnum svo blandað
saman við. Því næst er mjólk
og vanilludropum blandað
út í. Að lokum er bláberjun-
um blandað varlega saman við
deigið með sleif. Setjið deig-
ið í múffuform og stráið smá
kanilsykri ofan á. Bakið í 20 -
30 mínútur við 200 gráður.
Klassískar bláberjamúffur
Freisting vikunnar