Skessuhorn


Skessuhorn - 28.09.2016, Side 26

Skessuhorn - 28.09.2016, Side 26
MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 201626 Ný stjórn FEBAN, Félags eldri borgara á Akranesi og nágrenni, tók til starfa í vetrarlok. Farið var að hugleiða hvernig best væri að auka starfið og fá fleiri félagsmenn til að taka þátt en tiltölulega fáir eru virkir þátttakendur, eða u.þ.b. 150 af tæp- lega 700 félögum. Jóhannes Finnur Halldórsson nýr formaður taldi það athugandi að leita til félaga okkar í Tønder og forvitnast hvað þeir gera fyrir sína félaga. Tønder stendur framarlega í þessum málaflokki í Danmörku. Haft var samband við Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra Akraneskaupstaðar og henni kynnt þessi hugmynd. Hún tók strax vel í hana og þá var haft samband við Ældrerådet í Tønder (öldrunaráð- ið). Þeir tóku erindinu mjög vel og buðu okkur að koma til þeirra 15. og 16. september til að kynn- ast starfinu. Ákveðið var að senda sex manna sendinefnd til Tønder. Nefndina skipuðu Regína Ásvalds- dóttir bæjarstjóri, Jóhannes Finn- ur Halldórsson formaður og Júl- íus Már Þórarinsson varaformað- ur FEBAN, Vilborg Þórunn Guð- bjartsdóttir bæjarfulltrúi fyrir vel- ferðar- og mannréttindasvið, Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir hjúkrun- arfræðingur fyrir sjúkrahúsið og Höfða og Ragnheiður Helgadótt- ir hjúkrunarfræðingur fyrir heima- hjúkrun. Nefndin er að vinna að sameiginlegri skýrslu um ferðina sem verður birt í byrjun nóvem- ber. Hér í Skessuhorni birtum við hins vegar stutta ferðalýsingu ásamt ljósmyndum og frásögn af aðbúnaði eldri borgara í Tønder. Skagamenn og í raun Íslendingar allir geta lært sitthvað af frændum vorum Dönum í þessum mikilvæga málaflokki. Heimsóknin Sveitarfélagið Tønder og öldrunar- ráðið höfðu undirbúið móttökuna af miklum metnaði og skipulagt fundi og kynningar af nákvæmni og fag- mennsku. Tønder er byggðakjarni með rúmlega 7.000 íbúa, rétt eins og Akranes, en alls eru 37.916 íbú- ar í sveitarfélaginu öllu. Flatarmál sveitarfélagsins er 1.279 ferkíló- metrar, vegir sveitarfélagsins eru 1.800 km auk 80 km vega ríkisins. Allir vegir sem við fórum um voru rennisléttir og ekki sá ég nokkra holu eða skemmd. Fyrirbyggjandi viðhald er stefna sveitarfélagsins því það er miklu hagkvæmara en við- gerðir á skemmdum vegum. Sveit- arfélagið er eitt af landmestu sveit- arfélögunum í Danmörku, en jafn- framt það dreifbýlasta. Samt tekst íbúum þar að halda uppi hámarks þjónustu. Taka ber það fram að sveitarfélög í Danmörku fá helm- ingi hærri tekjur frá íbúunum og ríki, en sveitarfélög á Íslandi, og er það stór hluti af ástæðunni fyrir góðri þjónustu sveitarfélaga í þess- um málaflokki. Velferðarþjóðfélag Hendrik Frandsen bæjarstjóri sagði að í Danmörku væri velferðarstefna ráðandi stjórnarstefna. Það þýðir að hagur fólksins ræður stefnunni. Ekki hvað er ódýrast hverju sinni, heldur hvað er hagkvæmast fyrir þjóðfélag- ið. Það er því lögð rík áhersla á að vinna forvarnarstarf því það er svo miklu hagkvæmara að halda fólki frísku og virku í daglegu lífi en hafa það á sjúkrastofnun. Sveitarfélagið fær fjármagn frá ríkinu og verð- ur síðan að gæta þess að það nýtist sem best til þeirra þátta sem sveit- arfélaginu ber að sjá um. Framlag sveitarfélagsins til eldri borgara er 19% til 20% af útgjöldum sveitar- félagsins. Það er lögbundið í Dan- mörku að sveitarfélögin veiti öldr- uðum þá þjónustu sem þeir þurfa. Tønder er raunar í fararbroddi í Danmörku er varðar þjónustu við aldraða. Við sáum það greinilega að þeir leggja mikinn metnað í að þessi málaflokkur sé til fyrirmyndar. Öldrunarráðið Öldrunarráðið (Ældrerådet) í Tøn- der Kommune starfar samkvæmt lögum um öldrunarráð. Ráðið er skipað 13 mönnum, tveimur frá Bre- debro, Højer, Løgumkloster, Nørre- Rangstrup, Skærbæk og þrír frá Tønder. Þetta eru sveitarfélögin sem voru sameinuð. Með öldrunarráðinu starfar starfsmaður bæjarfélagsins. Bæjarfélagið leggur ráðinu til fjórar milljónir danskra króna á ári. Öldr- unarráðið starfar óháð fjárveiting- unni til að tryggja að veitt sé sú þjón- usta sem er skylt að veita án tilliti til fjárveitinga. Stefnt er að enginn þurfi að bíða eftir þjónustu lengur en sex vikur. Þetta á við alla sem þurfa að fá aðstoð sveitarfélagsins hvort sem er vegna veikinda, fötlunar eða öldr- unar. Allar ákvarðanir er varða aldr- aða eru bornar undir öldrunarráðið sem getur komið með erindi inn til bæjarstjórnar. Öll mál eru því unn- in í góðri samvinnu og lausn fundin sem öllum líkar. Matarpakkar Eldri borgarar geta fengið mat frá miðlægu eldhúsi. Matarpakkinn er sendur heim einu sinni í viku fyr- ir alla vikuna. Maturinn er í loft- tæmdum umbúðum og er gerður til geymslu í ísskáp og til upphitunar í örbylgjuofni. Pakkinn inniheldur morgunmat, hádegismat, eftirmið- dagskaffi og kvöldmat. Dagskammt- urinn kostar 110 dkr. eða 1.900 ís- lenskar krónur. Uppörvun Mikil áhersla er lögð á að ná til ein- stæðinga, sem sitja óvirkir heima og fá þá til að taka þátt í félagsstarfi. Heimsókn Skagafólks til Tønder Kommune Sendinefndin frá Akranesi fyrir framan ráðhúsið í Tønder. Veröndin við sjúkraskýlið í Skærbæk. Lyftibúnaður í herbergjum sjúkraskýlanna. Borðstofa í sjúkraskýlinu í Skærbæk. Eldhúsið í félagsaðstöðu eldri borgara. Formenn eldriborgara og bæjarstjórarnir. Jóhannes Finnur, Anneliese Bucka, Regína Ásvaldsdóttir og Hendrik Frandsen. Líkamsræktarstöðin í Skærbæk. Tölvustofan í félagsaðstöðu eldri borgara. Heilsugæslan í Skærbæk.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.