Skessuhorn


Skessuhorn - 28.09.2016, Side 28

Skessuhorn - 28.09.2016, Side 28
MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 201628 Vörur og þjónusta Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 LAUSNIN HÖFÐASELI Opnunartími er frá kl. 8:00-16:00 alla virka daga Daglegar ferðir milli Reykjavíkur og Borgarness Tvær ferðir í viku í sveitir Borgarfjarðar Skrifstofan er opin mánudaga – föstudaga kl. 9.00 – 12.00 og 13.00 – 15.30 Sími 437-2030 - v.v@simnet.is DAGLEGAR FERÐIR BORGARNES - REYKJAVÍK www.skessuhorn.is Þjónustuauglýsingar Skessuhorns Auglýsingasími: 433 5500 SPEGLAR Sunneva Dís Freysdóttir og Díana Ósk Víðisdóttir, 9 ára gamlar, héldu nýverið tombólu við Krónuna á Akranesi og söfnuðu 6.980 kr. fyr- ir Rauða krossinn. Rauði krossinn á Akranesi þakkar þeim kærlega fyrir þeirra framlag. -fréttatilk. Héldu tombólu Haustþing Samtaka sveitarfélaga á Vest- urlandi verður hald- ið á Hótel Stykkis- hólmi miðvikudaginn 5. október. Á þingið mæta fulltrúar allra sveitarfélaga á Vest- urlandi og ræða mál- efni komandi vetr- ar. Dagskrá þings- ins verður að mestu með hefðbundnu sniði. Formaður eða fram- kvæmdastjóri Sam- bands íslenskra sveit- arfélaga flytur ávarp og stóra mál- ið á dagskrá er fjárhagsáætlun SSV fyrir komandi ár. Þá má búast við að ráðherra sveitarstjórnarmála og þingmenn kjördæmisins mæti og haldi tölu undir liðnum „ávörp gesta“, eins og venjan er. Sérstakt þema Haustþings SSV 2016 verð- ur ferðaþjónusta en einnig verður lögð áhersla á kynningu og umræð- ur varðandi Samgönguáætlun Vest- urlands. kgk Haustþing SSV í næstu viku Svipmynd frá síðasta Haustþingi SSV sem haldið var á Hótel Glym í Hvalfirði. Fulltrúar Akraneskaupstaðar næst í mynd. Straumur ferðamanna í Snæfellsbæ hefur aukist verulega á undanförnum árum og má búast við að þeir verði um hálf milljón á þessu ári. Til að taka á móti þessum fjölda hefur Snæ- fellsbær reynt að skipuleggja hvernig dreifa megi ferðamönnum um sveit- arfélagið, til að tryggja vernd nátt- úruperla og koma í veg fyrir of mik- inn ágang ferðamanna. Skipulagn- ingarvinnan er liður í vinnu sveitar- félagsins að nýju aðalskipulagi sem taka á gildi næsta vor. „Við höf- um reynt að hugsa fram í tímann og byrjuðum fyrir fjórum árum að skipuleggja hvernig við gætum dreift ferðamönnum í Snæfellsbæ. Við fór- um í það að skoða náttúruperlur sem við töldum mjög áhugaverðar en voru kannski ekki mikið sóttar vegna þess að aðgengi var ekki gott,“ seg- ir Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæ- fellsbæjar í samtali við Skessuhorn. Framkvæmdir við náttúruperlur Kristinn segir að í framhaldinu hafi svæði verið skipulögð. „Við veltum því fyrir okkur hvert við myndum vilja að ferðamenn færu og hvar við vildum ekki fara í framkvæmdir, þ.e. hvar við vildum hafa áfram ósnortna náttúruna. Hvernig eigum við að taka á móti fjölda ferðamanna, og hvert viljum við beina þeim? Í fram- haldi af því skoðuðum við hvernig við gætum best komið því við að taka á móti ferðamönnum á hverjum stað innan sveitarfélagsins.“ Snæfells- bær sótti um styrki til framkvæmda á þessum stöðum og varð eitt af fyrstu sveitarfélögum landsins til að fá fjár- magn í gegnum Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. „Fyrstu staðirn- ir sem við fórum í voru til dæmis út- sýnisplan í Rifi, en þar voru ferða- menn mikið á þjóðveginum, í stór- hættu, með sjónauka og myndavélar að skoða fuglalífið. Síðan fórum við í það að gera bætt aðgengi að Bjarn- arfossi í Staðarsveit, héldum síðan áfram og erum nú að gera nýjan án- ingarstað við Svöðufoss sem er fyrir ofan Rif. Svona getum við lengi tal- ið, það er fullt af góðum hlutum sem við höfum verið að gera til að mæta þessum fjölda ferðamanna,“ útskýr- ir Kristinn. Hann segir að auk þess séu mun fleiri staðir í sveitarfélaginu vinsælir meðal ferðamanna, svo sem Vatnshellir, svo eitthvað sé nefnt. Þá hafi Snæfellsbær einnig byggt upp tjaldsvæðin í Ólafsvík og á Hellis- sandi þar sem hefur verið í kringum 40% aukning milli ára. Bætt aðgengi dreifir ferðamönnum Kristinn segir sveitarfélagið einn- ig vera í góðu samstarfi við þjóð- garðinn. „Það er mikil uppbygging í þjóðgarðinum. Meðal annars hafa þeir verið að laga göngustíga, búa til bílastæði, útsýnispalla og fleira. Reynslan sýnir að þegar við erum búin að búa til gott aðgengi, eins og t.d. góðan göngustíg, þá náum við að dreifa ferðamönnum um svæðið. Með því að búa til góða aðstöðu á þessum svæðum þá fara ferðamenn- irnir á milli þessara staða.“ Hann nefnir Svalþúfu sem dæmi. Þar hafi orðið gjörbreyting eftir að farið var í að útbúa gott bílastæði og góða göngustíga um svæðið. Eins hafi um- ferð við Bjarnarfoss aukist mikið eft- ir að aðgengi að fossinum var bætt. „Við erum mjög meðvituð um hvað við erum að gera. Við beinum fólki á ákveðna staði og leggjum áherslu á að við séum að gera þetta á okkar for- sendum, sem við teljum að sé svæð- inu fyrir bestu. Snæfellsbær vill vera áfram í góðu samstarfi við ferðaþjón- ustuaðila en þjónustan sem sveitar- félagið veitir verður að vera á okkar forsendum en ekki þeirra sem skipu- leggja ferðirnar. Við viljum geta tek- ið á móti sem flestum en það þarf að gera það skipulega. Það sem skiptir mestu máli er að gera hlutina þannig að náttúran sé í forgangi og að fram- kvæmdirnar séu í sátt við íbúa sveit- arfélagsins“ segir hann. „Því ef við eyðileggjum náttúruna, þá verður ekkert til að skoða eftir nokkur ár.“ grþ Ferðaþjónusta skipulögð með náttúrvernd að leiðarljósi Snæfellsbær hefur meðal annars bætt aðgengi að Bjarnarfossi með góðum árangri. Ljósm. wolfgangstrobel.com. Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.