Skessuhorn


Skessuhorn - 28.06.2017, Qupperneq 2

Skessuhorn - 28.06.2017, Qupperneq 2
MIÐVIKUDAGUR 28. júNÍ 20172 verkefnastjóri hjá Borgar- byggð, segir ástæðu þess að farið er í þetta til til- raunaverkefni vera að færri unglingar séu í Vinnuskól- anum en verið hefur. „Að- sókn í Vinnuskólann hef- ur minnkað undanfarin ár sökum aukningar í störfum sem tengjast ferðaþjónustu á svæðinu. Það er jákvætt að unglingarnir geti unnið í slíkum störfum en á móti kemur að það bitnar á um- hirðunni í bænum sökum þess að fáliðað er í Vinnuskólanum. Margir íbúar á svæðinu vilja, eðlilega, hafa snyrtilegt í kringum sig og grípa því sjálfir til þess ráðs að snyrta í kringum sig. Það er jákvætt að það sé til svo öflugt og flott fólk og við viljum koma til móts við íbúa með því að út- vega þeim garðáhöld til að snyrta bæinn. Það er eng- in pressa frá okkur að fólk nýti sér þessa þjónustu heldur einungis val hvers og eins,“ segir Hrafnhild- ur. Verkefnið verður með þessum hætti í allt sumar og ef vel tekst til verður framhald- ið skoðað. bþb Mikið líf og fjör verður á Vesturlandi þeg- ar líður á vikuna. Má þar nefna að Fjórð- ungsmót hestamanna hefst í Borgarnesi á morgun og stendur allt til sunnudags. Um helgina verða haldnar bæjarhátíðarnar Írskir dagar á Akranesi og Ólafsvíkurvaka. Á þriðjudaginn heldur Reykhólahrepp- ur upp á þrjátíu ára afmæli sveitarfélags- ins með skemmtidagskrá í Hvanngarða- brekku. Þá má nefna að vestlenskur gítar- leikari mun fara um héröð og kynna flam- ingo tónlist fyrir íbúum. Þetta og sitthvað fleira er á dagskrá eins og lesa má um í Skessuhorni vikunnar. Á morgun verður suðvestanátt, víða 3-8 m/s, smáskúrir og hiti 8 til 18 stig. Á föstu- dag; suðlæg eða breytileg átt 3-8 og skúr- ir, einkum síðdegis. Hiti yfirleitt 10 til 15 stig að deginum. Um helgina má búast við norðaustlægri átt og smáskúrum, hiti 8 til 16 stig. Á mánudag og þriðjudag er spáð suðlægri átt og víða skúrum, hiti 8 til 16 stig. Í síðustu viku var spurt á vef Skessu- horns: „Hversu oft ferðu í sund?” Vestlendingar virðast almennt ekki sækja þær flottu sundlaugar sem í boði eru því 39% sögðust aldrei fara í sund, 29% sögð- ust fara nokkrum sinnum á ári, 17% fara vikulega eða oftar, 9% daglega og 6% mánaðarlega. Í þessari viku er spurt: Ætlar þú að ferðast erlendis í sumar? Starfsmenn og sjálfboðaliðar á Norður- álsmótinu á Akranesi eru Vestlendingar vikunnar. Norðurálsmótið þótti heppn- ast vel í ár þrátt fyrir fremur leiðinlegt veð- ur í upphafi móts. Fjölmargir lögðu mikla vinnu í að gera mótið glæsilegt og gest- gjöfum til sóma. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Hallbera á leið á sitt annað stórmót AKRANES: Freyr Alexand- ersson, landsliðsþjálfari Ís- lands í knattspyrnu, tilkynnti í síðustu viku lokahópinn sem fer á Evrópumót kvenna í sumar. Mótið hefst 16. júlí og fyrsti leikur Íslands er 18. júlí gegn Frakklandi. Leikið verð- ur í Hollandi og er Ísland í sterkum riðli með Austurríki, Sviss auk Frakklands. Þetta er í þriðja sinn í röð sem íslenska kvennalandsliðið kemst á EM. Einn Vestlendingur er í hópn- um en það er Skagamaðurinn Hallbera Guðný Gísladóttir sem nú leikur með Breiðabliki í Pepsideild kvenna. Hallbera er ein af reynslumestu leik- mönnum íslenska landsliðsins með 84 landsleiki en hún spil- aði einnig á EM í Svíþjóð fyrir fjórum árum. -bþb Bláfáninn að nýju AKRANES: Í dag, miðviku- dag klukkan 11, verður Bláf- áninn dreginn að húni fimmta árið í röð við Langasand á Akranesi. Landvernd stendur að úthlutun Bláfánans og mun Sævar Freyr Þráinsson bæjar- stjóri veita honum viðtöku við fánastöngina ofan við sturt- urnar á Langasandi. Bláfáninn er alþjóðlegt umhverfismerki sem hefur þann tilgang að stuðla að verndun umhverfis hafna og baðstranda. Fánann hljóta þeir einir sem leggja sig fram um að bæta gæði og þjónustu stranda og smábáta- hafna og stuðla að verndun umhverfis. Bláfáninn er tákn um að umhverfis-, öryggis- og umhverfisfræðslumál eru í há- vegum höfð og veittur þeim baðströndum sem uppfylla ákveðin skilyrði sem lúta að eftirfarandi þáttum; umhverf- isfræðslu og upplýsingagjöf, vatnsgæðum, umhverfisstjór- nun, öryggi og þjónusta. Öll- um bæjarbúum er boðið að mæta á athöfnina. -bþb Nýtt stöðugildi um barnavernd AKRANES: Í vetur sam- þykkti Akraneskaupstað- ur að veita heimild fyrir nýju 100% stöðugildi á velferðar- og mannréttindasviði. Áhersla starfsins mun vera á vinnslu og meðferð barnaverndar- mála á Akranesi. Alls sóttu níu um starfið en nú hefur Björg- vin Heiðarr Björgvinsson ver- ið ráðinn í starfið. Björgvin er með meistaragráðu í félags- ráðgjöf og hefur undanfarin ár unnið sem félagsráðgjafi við barnavernd og félagsþjónustu. -bþb MÚLAKAFFI Múlakaffi leitar að starfs- manni í mötuneyti Elkem. Um vaktavinnu er að ræða 2-2-3. Vinnutími frá 7:30-18:00. Við leitum að þjónustu- lunduðum jákvæðum einstaklingi með áhuga á matseld. Bílpróf er skilyrði. Umsókn og frekari upplýsingarveitir gudjon@mulakaffi.is. Sveitarfélagið Borgarbyggð hef- ur ákveðið að ráðast í tilrauna- verkefni með íbúum sem felst í því að þeir geta fengið lánuð garðá- höld til að fegra í kringum húsin sín. Fyrirkomulagið er með þeim hætti að hægt er að nálgast og skila garðáhöldunum hjá flokksstjórum Vinnuskólans við UMSB húsið við Skallagrímsgötu 7a í Borgarnesi þrisvar á dag; klukkan 8:00, 12:00 og 15:45. Hrafnhildur Tryggvadóttir, Borgarbyggð lánar íbúum garðáhöld Ýmsir sem leið áttu framhjá Akra- neshöfn í vikunni voru að velta fyrir sér gríðarmörgum rörum sem skip- að var upp á bryggjusporðinn á laug- ardaginn. Um heilan skipsfarm af rörum er að ræða, alls 3,1 kílómetri að lengd. Hér eru á ferðinni rör í væntanlega Urðarfellsvirkjun sem er í byggingu á Húsafelli í Borgar- firði. Skessuhorn greindi síðastliðið vor frá virkjanaáformum þessum, en þeim fylgir m.a. vegagerð og pípu- lögn en lögnin verður lögð í sand og niðurgrafin. Á meðan unnið verð- ur að pípulögn hefst vinna við upp- steypu inntaksmannvirkja og síð- an stöðvarhúss virkjunarinnar, sem verður í Reyðarfellsskógi. Í fram- haldi af því verður virkjunin tengd flutningskerfi Landsnets og sam- kvæmt áætlunum verður virkjunin gangsett fyrir árslok. mm Átján bílfarmar af rörum í nýja virkjun Hótel Bifröst í Borgarfirði fékk í síð- ustu viku gæðaviðurkenningu Vak- ans. Flokkast hótelið nú sem þriggja stjörnu hótel samkvæmt viðurkennd- um gæðaviðmiðum Vakans. Hótel Bifröst er jafnframt fyrst vestlenskra hótela til að ná þessari vottun. Hót- elið hóf umsóknarferlið hjá Vakan- um árið 2015. „Með þátttöku í Vak- anum kristallast vilji okkar til að veita gestum okkar framúrskarandi þjón- ustu sem einkennist af fagmennsku og þekkingu. Með símenntun starfs- manna og skýrri stefnu í mannauðs- málum fyrirtækisins skapast forsend- ur til jákvæðrar upplifunar fyrir gesti okkar. Það er okkur mikið ánægju- efni að fá að vera hluti af Vakanum og því markmiði að bæta fagmennsku í ferðaþjónustu hér á landi,“ seg- ir Guðveig Eyglóardóttir, hótelstjóri Hótel Bifrastar. Rekja má sögu ferðaþjónustu á Bif- röst allt aftur til ársins 1955. Margir Íslendingar þekkja til þessa sögulega staðar og hafa komið við og dvalið þar í lengri eða skemmri tíma í gegn- um tíðina. Í dag er Hótel Bifröst rek- ið allt árið og býður uppá 51 rúmgott og vel búið herbergi í byggingu sem var reist árið 2004. Gestamóttaka og veitingasalur er staðsett í uppruna- legu sögulegum húsakynnum. mm Hótel Bifröst fær Vakann fyrst vestlenskra hótela Guðveig Eyglóardóttir og Anna Halldórsdóttir frá Hótel Bifröst með viðurkenningar- skjal um að hótelið uppfylli gæði þriggja stjörnu hótela. Í haust mun íbúðum í Grundar- firði fjölga um fjórar. Gísli Ólafs- son hefur fest kaup á sex af átta íbúðum í blokkinni Sæbóli 33-35 og hyggst fjölga íbúðum í henni. „Ég fæ afhent 1. júlí og hefjumst við þá strax handa við framkvæmd- ir í blokkinni. Húsið var tekið í gegn að utan fyrir um tíu árum og er í góðu ástandi þar. Inni er hins vegar flest allt ónýtt; gólfefni og slíkt. Við þurfum því að endurgera allt innanstokks. Tvær af íbúðun- um sem ég keypti eru 70 fermetrar og fjórar eru tæpir 140 fermetrar,“ segir Gísli í samtali við Skessu- horn. Hann hyggst skipta þeim fjór- um íbúðunum sem eru tæpir 140 fermetrar í tvennt svo úr verða átta 70 fermetra íbúðir. „Blokk- in var byggð þannig að hægt væri að velja hvort íbúðir væru stór- ar eða litlar svo það er lítið mál að breyta þeim. Það er skortur á minni íbúðum hér í Grundarfirði svo þetta ætti að vera góð viðbót á fasteignamarkaðinn,“ segir Gísli og bætir við að hluti af íbúðun- um verði seldur strax í haust. „Við munum leggja allt kapp á að end- urgera fjórar íbúðir til að byrja með og þær munu fara beint í sölu í haust. Tvær íbúðir mun ég nota undir fyrirtækið mitt en um hinar fjórar á eftir að taka ákvörðun. Við ætlum að skoða hvernig markað- urinn verður. Ef við seljum strax íbúðirnar sem fara á sölu í haust er möguleiki að hinar fjórar fari einnig á sölu en svo er möguleiki á skamm- eða langtímaleigu,“ segir Gísli að endingu. bþb/ Ljósm. tfk. Íbúðum fjölgað í Grundarfirði

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.