Skessuhorn - 28.06.2017, Qupperneq 6
MIÐVIKUDAGUR 28. júNÍ 20176
Ríkið skerðir
framlög til
Nátturu-
stofunnar
um 40%
STYKKISH: „Framlög rík-
isins til Náttúrustofu Vestur-
lands hafa skerst verulega frá
því sem var þegar starfsemin
var mótuð og skipulögð. Raun
lækkun framlaga er um 40%
sem gerir starfsemina mjög
erfiða miðað við þau nauð-
synlegu verkefni sem blasa við
vegna rannsókna og vöktunar
á viðkvæmum svæðum Vestur-
lands og Breiðafjarðar,“ segir í
bókun sem stjórn Náttúru-
stofu Vesturlands samþykkti
samhljóða á fundi sínum 19.
júní síðastliðinn. „Stjórn Nátt-
úrustofu Vesturlands harmar
lækkun ríkisframlaga til NSV
og leggur áherslu á mikilvægi
þess að starfsemi Náttúrustof-
unnar verði tryggð með aukn-
um framlögum til rekstrar-
ins. jafnframt hvetur stjórnin
til þess að umhverfis- og auð-
lindaráðuneytið beiti sér fyr-
ir því að gerðir verði samn-
ingar við Náttúrustofuna um
afmörkuð verkefni á hennar
starfssviði, sbr. samninga við
Náttúrustofur á Vestfjörðum
og Norðausturlandi. Stjórnin
skorar á ráðherra umhverf-
is og auðlindamála, ráðherra
fjármála og þingmenn Norð-
vesturkjördæmis að taka hönd-
um saman um að tryggja fjár-
hagslegan grundvöll þess mik-
ilvæga starfs sem Náttúrustofa
Vesturlands þarf að sinna.“
-mm
Sumarlist 2017
– Skelltu þér á
rúntinn!
HVANNEYRI: Laugardag-
inn 8. júlí, á Hvanneyrarhá-
tíð, verður opnuð sýningin
Sumarlist 2017 – skelltu þér
á rúntinn! Sýningin er stað-
sett á loftinu fyrir ofan Ullar-
selið á Hvanneyri og er opin
alla daga frá kl. 11:00 – 17:00.
Henni lýkur svo 8. ágúst.
Hugmyndin að baki sýningar-
innar byggir á einkunnarorð-
um Creatrix Sköpun- Vitund-
Samvinna og þeirri hugmynd
Fluxus Design Tribe að sá sem
ferðast getur haft áhrif á um-
hverfi sitt og það samfélag sem
hann er innan hverju sinni. Í
ár taka 12 listamenn á öllum
aldri þátt í sýningunni, verk-
in eru fjölbreytt og sett upp í
rými sem annars hefði staðið
ónotað,“ segir í tilkynningu
um væntanlega sýningu. Allir
eru velkomnir á sýninguna og
frítt er inn. -mm
Féll af hestbaki
BORGARFJ: Björgunarsveit-
ir Slysavarnafélagsins Lands-
bjargar í Borgarfirði voru kall-
aðar út síðastliðinn fimmtu-
dag vegna stúlku með hafði
dottið af hestbaki í Lundar-
reykjadal. Samkvæmt fyrstu
fregnum virtist sem hesturinn
hafi stigið yfir fót stúlkunnar
og hún brotnað. Slysið átti sér
stað nokkuð frá vegi og þurfti
því að bera hana að sjúkrabíl,
meðal annars yfir torfærur.
-mm
Sérstök
sjúkraþyrla
verði reynd
SUÐUR- OG VESTUR:
Fagráð um sjúkraflutninga
hefur gefið út skýrslu þar
sem lagt er til að keypt verði
sérstök sjúkraþyrla sem yrði
staðsetta á Suður- og Vestur-
landi. Horft yrði á þetta sem
tilraunaverkefni til eins eða
tveggja ára til að skoða gagn-
semi og rekstrarþætti sjúkra-
þyrluþjónustu áður en frek-
ari ákvarðanir verði tekn-
ar. Áætlað er að kostnað-
ur við rekstur sjúkraþyrlu sé
um 650 milljónir króna á ári,
en áætlað að þyrlan myndi
sinna um 300 til 600 verk-
efnum árlega. Vill ráðið fara
í þetta verkefni vegna þess
að meðferð alvarlegra slysa
og bráðra veikinda fer aðal-
lega fram á Landspítalanum
og langar vegalengdir hamla
því að fólk af landsbyggðinni
fái bestu meðferð sem völ er
á. Segir í skýrslunni að þetta
gæti orðið liður í því; „að all-
ir landsmenn eigi kost á full-
komnustu heilbrigðisþjón-
ustu sem á hverjum tíma eru
tök á að veita.“ -bþb
Slasaðist við
Barnafoss
BORGARFJ: Síðastliðið
fimmtudagskvöld voru björg-
unarsveitir Slysavarnafélags-
ins Landsbjargar kallaðar
út vegna slasaðrar konu við
Barnafoss í Borgarfirði. „Sú
hafði dottið, hlotið áverka
á fæti og gat ekki gengið.
Nokkur fjarlægð er að bíla-
stæði og töluvert klöngur en
björgunarmenn báru konuna
að stæðinu þar sem hún var
sett í sjúkrabíl og er nú a leið
á sjúkrahús þar sem gert verð-
ur að áverkum hennar,“ sagði
í tilkynningu sem Landsbjörg
sendir þá um kvöldið. -mm
Tuttugu og átta nemendur úr sextán
framhaldsskólum víðsvegar af land-
inu tóku við styrkjum úr Afreks- og
hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Ís-
lands við hátíðlega athöfn á Háskóla-
torgi síðastliðinn mánudag. Styrk-
þegarnir eiga það sameiginlegt að
hafa náð framúrskarandi árangri í
námi til stúdentsprófs og munu hefja
grunnnám við skólann í haust. Við
mat á styrkþegum er horft til árang-
urs þeirra á stúdentsprófi auk annarra
þátta, svo sem virkni í félagsstörfum
í framhaldsskóla og árangurs á öðr-
um sviðum, til dæmis í listum eða
íþróttum. Markmið sjóðsins er að
styrkja efnilega nýnema til náms við
HÍ og nemur hver styrkur 375 þús-
und krónum. Meðal þeirra sem hlutu
styrk að þessu sinni eru Vestlending-
arnir Anna Chukwunonso Eze og
Þóranna Hlíf Gilbertsdóttir.
Anna er Akurnesingur og braut-
skráðist af náttúrufræðibraut Fjöl-
brautaskóla Vesturlands á Akranesi
nú í vor. Hún var dúx skólans og
hlaut m.a. viðurkenningar fyrir ágæt-
an árangur í raungreinum og stærð-
fræði, þýsku og íslensku. Anna státar
af góðum árangri í stærðfræðikeppni
framhaldsskólanna og var í Gettu
betur liði FVA í tvö ár. Hún var jafn-
framt mjög virk í félagsstarfi skólans
og var formaður Viskuklúbbs FVA.
Anna hyggur á nám í rafmagns- og
tölvunarverkfræði með áherslu á
læknisfræðilega verkfræði í haust.
Þóranna Hlíf Gilbertsdóttir er frá
Búðardal og brautskráðist af nátt-
úrufræðibraut frá Menntaskóla
Borgarfjarðar í lok maí eftir þriggja
ára nám og var dúx skólans skóla-
árið 2016 - 2017. Þóranna fékk auk
þess fjölmargar viðurkenningar fyrir
framúrskarandi námsárangur, þar á
meðal fyrir vandaðasta lokaverkefn-
ið sem fjallaði um líffræðilega þætti
Alzheimer‘s sjúkdómsins. Þóranna
hefur lagt stund á hestamennsku og
í menntaskóla tók hún virkan þátt
í félagsstarfi og var meðal annars
gjaldkeri nemendafélagsins. Þóranna
stefnir á nám í læknisfræði við Há-
skóla Íslands í haust. grþ
Tveir Vestlendingar í hópi
afreksstyrkþega HÍ
Styrkþegar og fulltrúar þeirra við athöfnina sl. mánudag.
Anna Chukwunonso Eze ásamt Ágústu Elínu Ingþórsdóttur skólameistara FVA.
Þóranna Hlíf Gilbertsdóttir ásamt Guðrúnu Björg Aðalsteinsdóttur skólameistara
MB.