Skessuhorn


Skessuhorn - 28.06.2017, Síða 13

Skessuhorn - 28.06.2017, Síða 13
MIÐVIKUDAGUR 28. júNÍ 2017 13 REYNIR HAUKSSON EINLEIKSTÓNLEIKAR LEIKIN VERÐUR FLAMENCO OG KLASSÍSK TÓNLIST 1. júlí Akranesviti kl. 17:00 2. júlí Hjarðarholtskirkja, Dölum kl. 20:00 5. júlí Reykholtskirkja kl. 20:00 6. júlí Vatnasafnið, Stykkishólmi kl. 20:00 7. júlí Hvanneyri Pub kl 21:00 Aðgangseyrir 1500 kr Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is Opið: Mán. - fimmt. kl. 09-18 / Föst. 09-17. Lokað á laugardögum í sumar. INNRÉTTINGAR DANSKAR Í ÖLL HERBERGI HEIMILISINS FJÖLBREYTT ÚRVAL AF HURÐUM, FRAMHLIÐUM, KLÆÐNINGUM OG EININGUM, GEFA ÞÉR ENDALAUSA MÖGULEIKA Á AÐ SETJA SAMAN ÞITT EIGIÐ RÝMI. STERKAR OG GLÆSILEGAR Nýverið var í Borgarnesi hrundið af stað átaki á landsvísu sem miðar að því að auka skilning ferðafólks á ábyrgri ferðahegðun. Herferðin er á vegum Inspired by Iceland verk- efnisins og snýst um að fá ferða- fólk til að skrifa undir átta loforð um að ferðast á ábyrgan hátt um Ís- land - The Icelandic Pledge. Með- al þeirra atriða sem samþykkt er að gangast undir er að virða náttúruna og skilja við hana eins og komið var að henni, að aka ekki utan vega, að koma sér ekki í hættulegar aðstæð- ur við að taka myndir, að tjalda á viðeigandi tjaldsvæðum sem og að vera vel útbúinn á ferðalagi um Ís- land í öllum veðrum. Það var Þór- dís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, sem var fyrst til að samþykkja loforðin. Var það gert þegar hún ásamt fólki frá Samtök- um ferðaþjónustunnar, Íslandsstofu og Landsbjörgu, sem saman standa að verkefninu, kom saman á Land- námssetrinu í Borgarnesi. Ísland er fyrsta landið í heiminum sem hvet- ur ferðamenn til slíkra loforða. Í The Icelandic Pledge eru ferða- menn hvattir til að samþykkja lof- orðin átta á vefsíðu Inspired by Iceland. Inga Hlín Pálsdóttir for- stöðumaður Íslandsstofu segir að eitt af meginatriðunum með lof- orðunum sé að fólk gangi vel um og sýni ábyrga ferðahegðun. „Við teljum að oft viti ferðamaðurinn ekki hvernig hann á að vera ábyrgur og hann viti ekki að hann hafi gert eitthvað rangt,“ segir Inga Hlín. Hún segir mörg atriðanna á list- anum hafi verið Íslendingum hug- leikin síðustu ár. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að við öll sam- an, komum þessum skilaboðum á framfæri á jákvæðan máta og líka kannski með smá húmor að vopni,“ bætir hún við. mm Ferðamenn skrifi upp á ábyrga ferðahegðun Búin að skrifa undir loforð um ábyrga ferðahegðun. F.v. Helga Árnadóttir, Þórdís Kolbrún R Gylfadóttir, Inga Hlín Pálsdóttir og Þór Þorsteinsson. Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.