Skessuhorn


Skessuhorn - 28.06.2017, Síða 19

Skessuhorn - 28.06.2017, Síða 19
MIÐVIKUDAGUR 28. júNÍ 2017 19 Aðalfundur Þörungaverksmiðjunnar hf. verður haldinn miðvikudaginn 12. júlí 2017 kl. 14.00 á skrifstofu félagsins, Karlsey, 380 Reykhólum. Dagskrá: Aðalfundarstörf skv. samþykktum félagsins. *hverri seldri vöru af John Frieda á meðan birgðir endast frí smávara fylgir með í júlí * Bæjarhátíðin Írskir dagar verður haldin á Akranesi dagana 30. júní - 2. júlí. Með Írskum dögum er þess minnst að írskir menn, bræðurn- ir Þormóður og Ketill Bresasynir, námu fyrstir manna land við Akra- nes. Hátíðin hefur fyrir löngu skip- að sér fastan sess í bæjarlífi Akurnes- inga, enda er hún nú haldin í átjánda sinn. „Stærstu viðburðir hátíðarinnar verða flestir með hefðbundnu sniði, líkt og verið hefur undanfarin ár. Á föstudag verða hin árlegu götugrill og föstudagstónleikar með hefð- bundnu sniði nema að því leytinu til að þeir verða haldnir á hafnarsvæð- inu í ár, líkt og var gert fyrir tveimur árum,“ segir Ella María Gunnars- dóttir forstöðumaður menningar- og safnamála hjá Akraneskaupstað í samtali við Skessuhorn. Önnur föst atriði verða einnig áfram á dagskrá Írskra daga. „Skemmtun verður á Akratorgi á laugardeginum þar sem Sirkus Íslands mun vera með atriði, Björgvin Franz og Bíbí, strákarnir í BMX bros, rauðhærðasti Íslending- urinn verður krýndur og verðlaun veitt fyrir best skreytta húsið,“ segir Ella María og tekur fram að Akur- nesingar muni að sjálfsögðu einnig koma fram á skemmtuninni. Sandkastalakeppnin sem haldin er árlega á laugardeginum á Írskum dögum verður þó með breyttu sniði í ár. „Það verður flóð á hádegi þann dag, þannig að við þurftum að færa bæði staðsetninguna og tímasetninguna á keppninni. Hún byrjar klukkan 9:30 og verður í Langasandskrika við Sólmundarhöfða, sem er innsti hlutinn á Langasandi og næst dvalarheimilinu Höfða,“ útskýrir Ella María. Þá segir hún að á laugardeginum verði tveir kjarnar með skipulagðri dagskrá. „Annars vegar á Akratorgi og hins vegar við Byggðasafnið. Þar verður rakubrennsla, eldsmiðir að störfum og Hálandaleikar. Svo verða leiktæki út um allan bæ og tónleikar á ýmsum stöðum. Það verður því skemmtun og nóg um að vera fyrir alla aldurshópa alla helgina. Það má líka nefna að Leikhópurinn Lotta verður í Garðalundi á sunnudeginum í boði Norðuráls.“ Á laugardagskvöldinu verður árlegur brekkusöngur haldinn við þyrlupallinn og hið sívinsæla Lopapeysuball í framhaldi af því. Ella María segir undirbúning fyrir hátíðina hafa gengið vel. „Þetta er allt að smella. Það eina sem maður getur ekki slegið föstu er veðrið en mér finnst að við eigum inni að fá smá bongóblíðu þetta árið. En þegar maður býr á Íslandi, þá þarf maður stundum að ákveða hvort það er gaman eða ekki, maður getur eiginlega ekki látið veðrið stjórna því.“ grþ Írskir dagar framundan Írskir dagar verða á Akranesi næstu helgi. Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Bæjarhátíðin Ólafsvíkurvaka verður haldin um næstu helgi, dagana 29. júní - 1. júlí. Hátíðin fer fram annað hvert ár, á móti svokallaðri Sandara- gleði sem haldin er fyrir utan Enni hitt árið. Líkt og hefð gerir ráð fyr- ir verður bænum skipt eftir litum í sex hverfi. Í ár kemur það í hlut bláa og rauða hverfisins að skipuleggja hátíðina. Hátíðin hefst formlega á föstudaginn kl. 17, þegar opnuð verður myndlistar- og handverks- sýning í Átthagastofunni. Bærinn er þó skreyttur degi áður en dag- skrá hefst. „Á fimmtudagskvöldið hittast öll hverfin og skreyta hjá sér eftir litum. Svo er haldið götugrill í öllum hverfum á laugardagskvöldið og skrúðganga fer úr hverju hverfi niður í Sjómannagarð á brekku- söng. Þar kemur hvert hverfi með skemmtiatriði og svo eru veitt verð- laun fyrir best skreytta hverfið og besta skemmtiatriðið,“ segir Sigrún Guðmundsdóttir fyrir hönd skipu- leggjenda Ólafsvíkurvöku 2017. Frítt fyrir börnin Nóg verður um að vera í Ólafsvík um helgina og ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Má þar nefna dorgveiðikeppni, tón- leika og bryggjuball, svo eitthvað sé nefnt. Þá verður fjölbreytt dag- skrá allan laugardaginn. „Það verður mikið líf í bænum, hátíð- ardagskrá á Þorgrímspalli, hjóla- keppni sem byrjar í Grundarfirði kemur í gegnum bæinn og Snæ- fellsjökulshlaupið verður á laug- ardaginn, þar sem ræst verður frá Arnarstapa og hlaupið yfir jök- ulhálsinn,“ segir Sigrún. Ýms- ir tónlistarmenn stíga á svið og um kvöldið verður brekkusöng- ur með Sverri Bergmann og Hall- dóri Gunnari og að lokum dans- leikur í félagsheimilinu Klifi þar sem hljómsveitin Albatross leikur fyrir dansi. „Á laugardaginn verða einnig hoppukastalar, vatnaboltar og veltibíll á svæðinu. Við ákváð- um að hafa þannig fyrirkomulag í ár að fólk þarf ekki að borga fyrir börnin í tækin. Við fengum styrki fyrir því en hátíðin er öll rekin á styrkjum frá sveitarfélaginu og fyrirtækjum í plássinu,“ segir Sig- rún að endingu. grþ Ólafsvíkurvakan 2017 hefst á föstudaginn Rúmlega 600 manns skemmtu sér í Sjómannagarðinum á Ólafsvíkurvöku 2015.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.