Skessuhorn - 28.06.2017, Side 26
MIÐVIKUDAGUR 28. júNÍ 201726
dýr þróun fyrir fyrirtæki að ráðast í
á eigin spýtur. Þau þurfa að geta far-
ið beint í að þróa notendahugbúnað
með hjálp opins aðgangs að grunn-
verkfærum.”
Anna segir það vera nauðsynlegt
að vera með skýr markmið um hvað
geri skuli við tæknina strax við upp-
haf áætlunarinnar. „Við þurfum að
vita hvað við ætlum að gera við þá
tækni sem við þróum. Við þurfum að
vera í stöðugu samtali við atvinnu-
lífið og þá sérstaklega nýsköpun. Við
þurfum að skapa tengslanet hérlendis
og erlendis og reyna að koma þessu
öllu á koppinn,“ segir Anna.
Nauðsynlegt að
vera ekki háð
stórfyrirtækjum
Tækninni fleygir á ógnarhraða fram
um þessar mundir og er mannskepn-
an farin að hafa í auknum mæli sam-
skipti við tækin. Flest öll tækin kunna
ensku en þó eru nokkur sem skilja
okkar ástækra ylhýra. „Íslendingar
hafa í svolítinn tíma getað rætt við
Google farsíma á íslensku og í nokk-
ur ár hefur verið hægt að nota tal-
gervla fyrir íslensku á vegum Blindra-
félagsins. Bæði Google farsímarn-
ir og talgervlar Blindrafélagsins eiga
það sameiginlegt að vera þróaðir hjá
erlendum stórfyrirtækjum. Við vilj-
um ekki vera alveg háð fyrirtækjum
þar sem íslenskan er bara eitt tungu-
mál af mörgum og þar að auki ekki
endilega með mikið vægi þar sem við
erum svo fá sem tölum hana. Við vilj-
um líka ráða yfir ákveðinni grunn-
tækni sjálf þannig að við getum þá
þróað og aðlagað hana eftir þörfum í
stað þess að bíða og vona að það verði
gert annars staðar,“ segir Anna.
Það eru þó fleiri tæki en farsímar
og heimilistölvur sem huga þarf að.
Máltækni á eftir að verða samofin
hugbúnaði í fyrirtækjum og stofn-
unum og auka hagkvæmni á mörgum
sviðum. „Í HR er t.d. verið að þróa
sérhæfða talgreina, annars vegar fyrir
röntgenlækna og hins vegar fyrir Al-
þingi. Sá talgreinir mun geta unnið
beint upp úr ræðum sem fluttar eru
á Alþingi en eins og staðan er í dag
eru allar ræður skrifaðar upp af starfs-
mönnum Alþingis og settar í stafrænt
form þannig. Uppkast frá talgrein-
inum mun flýta verulega fyrir þeirri
vinnu,“ útskýrir Anna.
Móðurmálið mikilvægt
En hvers vegna vilja stjórnvöld setja
allt af stað núna; er íslenskan í raun-
verulegri hættu? „Íslenskufræðing-
ar og aðrir hafa reynt að ná eyrum
stjórnvalda síðustu tvo áratugi vegna
þeirra áhrifa sem tæknin getur haft á
íslenskuna. Nú hafa stjórnvöld ásamt
Samtökum atvinnulífsins lýst yfir vilja
til þess að heilsteypt máltækniáætl-
un fyrir íslensku verði loks að veru-
leika. Ég tel að það hafi opnað augu
margra að sjá hvað tæknin er kom-
in langt fyrir ensku í þessum tækj-
um sem við notum dagsdaglega. Það
er orðið ljóst að máltækni er komin
til að vera og mun verða allt umlykj-
andi, áður var þessi veruleiki kannski
fjarlægari,“ segir Anna sem vill ekki
fullyrða það að þegar tækin geta farið
að tala við okkur á íslensku sé tungu-
málinu bjargað. „Það að geta talað
við tækin hjálpar tungumálinu alveg
klárlega. Það að við aðlögum tæknina
að okkar móðurmáli frekar en að við
aðlögumst tækninni á ensku skipt-
ir vissulega miklu máli ef við viljum
halda móðurmálinu okkar. En það er
hins vegar undir okkur komið hvað
við viljum gera við móðurmálið okk-
ar. Á meðan við tölum og hugsum á
íslensku verður íslenska til.“
Fremur hálftyngd en
tvítyngd
Til lengri tíma litið segir Anna, eins
og margir aðrir, að staða íslenskunn-
ar geti verið í hættu. „Málumhverfi
barna hefur gjörbreyst á fáum árum.
Enska er orðin mjög fyrirferðarmik-
il í afþreyingarefni barna og í sam-
skiptum þeirra, og um leið er hætta
á að þau heyri og tali minni íslensku
en nauðsynlegt er til þess að ná góðu
valdi á móðurmálinu. Á það hefur
verið bent að þetta geti leitt til þess
að þessi börn komi til með að tala
sæmilega ensku og íslensku, án þess
að þau búi yfir móðurmálsfærni í
öðru eða báðum tungumálum. Þau
verði því frekar „hálftyngd“ en tví-
tyngd. Með íslenskri máltækni getum
við vonandi aukið vægi íslenskunn-
ar í tölvum og snjalltækjum, en burt-
séð frá allri tækni verðum við að hlúa
að móðurmálinu í öllum samskiptum
okkar á milli, tala við hvort annað og
ekki bara við tækin,” segir Anna að
endingu.
bþb
Fimmtudaginn 29. júní kl. 20 flyt-
ur Kalmanskórinn á Akranesi valda
kórtónlist upp úr söngheftunum
Ljóð og lög sem Þórður Kristleifs-
son tók saman og gaf út á árunum
1939-1949. „Það muna margir eft-
ir þessir söngheftum sem til voru á
mörgum heimilum. Þórður Krist-
leifsson, sem var uppalinn í Reyk-
holtsdalnum, kenndi íslensku og
söng við Héraðsskólann á Laugar-
vatni. Honum þótti vanta efni fyr-
ir kóra og fór í að safna efni og til
urðu sjö bækur með um 400 lög-
um. Þarna má finna gullmola sem
margir þekkja en sjaldan heyrast,“
segir í fréttatilkynningu.
Kalmanskórinn er skipaður 15
söngvurum sem allir hafa mikla
reynslu af kórsöng og hópinn leið-
ir Sveinn Arnar Sæmundsson. Kór-
inn er að fara norður í land og mun
halda tvenna tónleika, aðra á Þjóð-
lagahátíðinni á Siglufirði og hina í
Skagafirði.
Tónleikarnir á fimmtudaginn
verða í Guðnýjarstofu í safnaskála
Byggðasafnsins í Görðum. Garða-
kaffi verður opið og því hægt að
setjast niður fyrir eða eftir tónleika
og njóta góðra veitinga. Aðgangs-
eyrir er kr. 1.500 en Kalmansvinir
greiða kr. 1.000. mm
Flytja ljóð og lög
Sumarlesari vikunnar
Sumarlesturinn fer prýðilega af
stað á Bókasafni Akraness. Sum-
arlesari vikunnar er Erna Dögg
Fannarsdóttir. Með henni á
myndinni er vinkona hennar; Íris
Ósk Kjartansdóttir t.v.
Hvað heitir þú og hvað ertu
gömul.
Ég heiti Erna Dögg Fannarsdótt-
ir og ég er átta ára.
Í hvaða skóla ertu?
Ég er í Brekkubæjarskóla.
Hvaða bók varstu að lesa?
Ég var að lesa Þorri og þúsund-
fætlan og Bókin borðaði hund-
inn minn.
Hvernig voru þessar bækur?
Hundabókin var mjög fyndin og
skrítin og Þorri og þúsundfætlan
var skemmtileg.
Hvernig bækur finnst þér
skemmtilegastar?
Spennandi bækur eru skemmti-
legastar.
Áttu þér uppáhalds bók eða
uppáhalds rithöfund?
Knúsbókin er mjög skemmti-
leg. Svo er ég að lesa Þín eigin
hrollvekja heima og hún er mjög
skemmtileg.
Af hverju tekur þú þátt í sum-
arlestrinum?
Af því að mér finnst gaman að
lesa.
Kemurðu oft á bókasafnið og
hvað gerir þú á bókasafninu?
Nei, ekkert svo oft. Það er gaman
að koma á bókasafnið og skoða
og velja bækur.
Á dögunum kynnti Kristján Þór júlí-
usson menntamálaráðherra nýja
verkáætlun um máltækni fyrir ís-
lensku árin 2018-2022. Markmið
verkáætlunarinnar er að í náinni
framtíð verði hægt að notast við ís-
lensku í öllum tækja- og hugbúnaði
sem gefinn verður út. Akurnesingur-
inn Anna Björk Nikulásdóttir er einn
þriggja höfunda verkáætlunarinnar
ásamt þeim jóni Guðnasyni, lektor
við Háskólann í Reykjavík, og Stein-
þóri Steingrímssyni verkefnisstjóra
hjá Stofnun Árna Magnússonar í ís-
lenskum fræðum. Fyrir um 200 árum
spáði danski málfræðingurinn Ras-
mus Rask fyrstur til um endalok ís-
lenskunnar. Samkvæmt spá hans væri
líftími íslenskunnar senn á enda. Spá
Rask virðist ekki ætla að rætast en fjöl-
margir hafa engu að síður spáð fyr-
ir um endalok íslenskunnar eftir tíma
Rasks. Undanfarin ár hefur því verið
haldið á lofti að helsti óvinur íslensk-
unnar á okkar tímum sé hin síbreyti-
lega tækni. Skessuhorni lék forvitni á
að vita hvort íslenskan væri í raun og
veru í hættu sem og hvað fælist í ver-
káætluninni um máltækni sem á að
laga stöðu íslenskunnar. Skessuhorn
hitti Önnu Björk að máli á vinnustöð
hennar við Suðurgötu 57 á Akranesi,
í gamla Landsbankahúsinu.
Úr tónlist í máltækni
Það má segja að tilviljun hafi ráðið
því að Anna Björk menntaði sig í mál-
tækni. Hún hafði starfað sem tónlist-
arkennari um tíma og flutti til Þýska-
lands til þess að mennta sig frekar í
tónvísindum. „Í skólanum þurftum
við að taka nokkra valáfanga sem
komu tónlistinni ekki við. Ég ákvað
að velja ensku og þýsku. Ég heillað-
ist af málvísindunum, komst síðan í
kynni við þetta nýja fag, máltækni,
og fann mig algjörlega í því,“ segir
Anna og útskýrir frekar í hverju mál-
tækni felst: „Máltækni má segja að sé
sambland af málvísindum og tölvun-
arfræði. Starf máltæknifræðings snýr
að því að tölvur og tæki geti skilið og
notað tungumál.“
Kenna tölvum að tala og
skilja íslensku
Anna hefur undanfarið ár starfað
við Gervigreindarsetur Háskólans
í Reykjavík sem sérfræðingur í mál-
tækni. Í vetur vann hún einnig, eins
og áður sagði, að verkáætlun um
máltækni fyrir íslensku 2018-2022.
„Í skýrslunni setjum við fram fjögur
forgangsmál sem við teljum nauðsyn-
leg. Í fyrsta lagi að búinn verði til tal-
greinir sem skilur íslensku, í öðru lagi
að til verði talgervill sem getur tal-
að íslensku, í þriðja lagi þýðingarvél
sem getur þýtt úr ensku yfir í íslensku
og í fjórða lagi að þróaður verði mál-
rýnir sem er stafsetningar-, málfræði-
og málfarsleiðréttingarforrit,“ seg-
ir Anna en með því að klára þessi
verkefni telur hún að jarðvegurinn
sé undirbúinn fyrir tæknifyrirtæki.
„Við erum lítil þjóð og þurfum því að
gera þetta sjálf. Við getum ekki ætlast
til þess að öll stórfyrirtæki hugsi til
okkar. Við viljum búa til þessi verk-
færi fyrir fyrirtæki til að þau geti nýtt
sér þau. Það er mikil vinna að búa til
innviðatól fyrir máltækni, of mikil og
„Á meðan við tölum og hugsum á
íslensku verður íslenska til“
Rætt við Önnu Björk Nikulásdóttur, máltæknifræðing, um framtíð íslensku í heimi tækninnar
Anna Björk Nikulásdóttir starfar sem máltæknifræðingur hjá Gervigreindarsetri
Háskólans í Reykjavík. Hún, ásamt fleirum, er höfundur verkáætlunar um mál-
tækni fyrir íslensku á árunum 2018-2022.