Skessuhorn


Skessuhorn - 16.08.2017, Síða 2

Skessuhorn - 16.08.2017, Síða 2
MIÐVIKUDAGUR 16. áGúST 20172 Skessuhorn að sér hafi verið gert viðvart á tíunda tímanum um kvöld- ið um að tveir menn væru þarna á ferð. Hann hélt á staðinn og gerði jafnframt lögreglu viðvart sem mætti einnig til skýrslutöku af manninum. „Maðurinn var einn þegar ég kom á svæðið og fisklaus. Hann var greini- lega meðvitaður um að hann væri að brjóta lög og þegar honum var til- kynnt um að þetta yrði lögreglumál skyldi hann allt í einu ekki stakt orð í ensku,“ segir Magnús. Hann seg- ir að lögregla hafi rætt við manninn með aðstoð Google translate þýð- ingarforritsins. „Veiðifélagið mun að öllum líkindum leggja fram kæru eins og tíðkast í svona málum og má maðurinn búast við hárri fjársekt áður en hann heldur úr landi,“ segir Magnús. mm Um helgina, frá 17.-20. ágúst, fer fram bæj- arhátíðin Danskir dagar í Stykkishólmi. Hátíðin er rótgróin og verður haldin í 23. skipti í ár og búast má við miklu fjöri eins og fyrri ár. Þá er Akranes heiðursgestur á Menningarnótt á laugardaginn og verða bæjarlistamenn Akraness frá árinu 1992 til dagsins í dag þar í forgrunni. Þetta og sitthvað fleira er á dagskrá helgarinnar sem framundan er. Á morgun og föstudag verður norðan og norðaustan 8-15 m/s, hiti 7-11 stig. Á laug- ardag er spáð minnkandi norðlægri átt, skýjuðu og lítilsháttar vætu en bjart með köflum, hiti 9-18 stig. Á sunnudag; aust- læg átt, þykknar upp en bjart verður með köflum, hiti 8-18 stig. Á mánudag er útlit fyrir norðlæga eða breytilega átt og all- víða vætusamt, hiti 8-13 stig. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: Hvað skiptirðu oft um rúmföt á rúminu þínu? Flestir svaranda eða 46% sögðust skipta tvisvar í mánuði um á rúminu, 28% sögð- ust skipta vikulega, 19% mánaðarlega, 6% sjaldnar og 1% daglega. Í þessari viku er spurt: Hefur þú hlaupið maraþon? Máni Hilmarsson ungur knapi frá Borg- arnesi varð heimsmeistari í flokki ung- menna í fimmgangsgreinum á Heims- meistaramóti íslenska hestsins sem hald- ið var í Hollandi í vikunni sem leið. Máni var þá einnig heiðraður í lok móts með háttvísiverðlaunum Alþjóðasambands íslenska hestsins fyrir lýtalausa reið- mennsku. Máni er Vestlendingur vikunnar. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Stefnir í góða berjasprettu VESTURLAND: Samkvæmt upplýsingum sem Skessuhorn hefur aflað á nokkrum stöðum á Vesturlandi stefnir í góða berja- sprettu víðast hvar í landshlutan- um. Berin eru nú óðum að þrosk- ast og sumsstaðar orðin tínslu- hæf. Því er um að gera fyrir fólk að drífa sig á berjamó og nýta þennan góða og meinholla ávöxt sem jörðin gefur af sér. -mm Vilja hefja viðræður um ferjusiglingar AKRANES: Bæjarráð Akranes- kaupstaðar ákvað á fundi sín- um í síðustu viku að fela Sæv- ari Frey Þráinssyni bæjarstjóra Akraness að hefja viðræður við Sæferðir ehf. og Reykjavíkur- borg um framhald ferjusiglinga yfir Faxaflóa árið 2018. Í samtali við RúV segir Sævar að mikill áhugi sé meðal ferðaþjónustu- aðila á Akranesi að fá niðurstöðu sem fyrst um framhald ferjusigl- inganna. Enn fremur segir Sæv- ar að aðsóknin í ferjuna hafi far- ið vaxandi í sumar og bendir á að verkefni sem þetta geti tek- ið tíma að aðlagast og hafi það sýnt sig þegar strætó hóf reglu- legan akstur milli Reykjavíkur og Akraness. -bþb Var nærri strandaður BREIÐAFJ: Um klukkan 17 á laugardaginn barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar neyðar- boð frá báti sem staddur var á Breiðafirði. Um borð voru tveir. Sögðu þeir að bátinn væri við að reka upp í Framri – Langey í innanverðum Breiðafirði. Þyrla Landhelgisgæslunnar og sjó- björgunarsveitir SL við Breiða- fjörð voru kallaðar út á fyrsta forgangi. Einnig voru nærstadd- ir bátar beðnir um að halda á staðinn. áhöfn bátsins setti út ankeri sem náði að tefja rekið og um klukkan 17:30 var björgun- arbátur frá björgunarsveitinni Berserkjum í Stykkishólmi kom- inn að bátnum. Var hann tekinn í tog og náðist að draga hann út að stærri báti sem kominn var á svæðið. Sá tók við drættinum og hélt með fiskibátinn til Stykkis- hólms í togi. -mm Metumferð um göngin HVALFJ: Í samantekt Spal- ar kemur fram að 306.500 öku- tæki óku um Hvalfjarðargöng í júlí eða hátt í 9.900 á sólarhring að jafnaði. Aldrei fyrr hefur um- ferð farið yfir 300 þúsund í ein- um mánuði frá því göngin voru tekin í gagnið sumarið 1998. Umferðin nú í júlí jókst um tæplega 4% frá sama mánuði í fyrra. -mm Grænlenski togarinn Polar Am- aroq landaði tæpum 600 tonnum af frosnum fiskafurðum í Grund- arfirði nú í byrjun vikunnar. Það var löndunarþjónustan Djúpiklett- ur ehf. sem sá um löndunina en all- ur aflinn fór inn í frystihótelið við höfnina. Starfsmenn Djúpakletts byrjuðu snemma á mánudagsmorg- un að afferma skipið og unnu langt fram á kvöld og svo aftur í gær- morgun við að landa, en aflinn er allur í 18 kg öskjum sem eru lausar í lest skipsins og því þarf að umstafla þeim öllum sem tekur langan tíma enda um 33 þúsund kassar. Löndun var svo lokið seint í gær, þriðjudag. tfk Polar Amaroq landaði í Grundarfirði Olíuskipið Laugarnes lá utan á Polar Amaroq og dældi olíu á tanka skipsins á þriðjudag. Hásetar af togaranum taka á móti bretti sem híft er úr skipinu. Starfsmaður Djúpakletts umstaflar aflanum á bryggjunni. Strandveiðimenn landsins eru orðnir þreyttir á lágu fiskverði sem verið hefur allt þetta veiðitímabil. Þeir voru því nokkrir strandveiði- mennirnir í Grundarfirði sem tóku sig saman nýverið og prófuðu að flytja aflann sjálfir út til sölu. Alls voru þetta níu bátar sem fluttu út 50 kör eða 15 tonn af fiski í gámi til Grimsby á Englandi. Runólfur Jó- hann Kristjánsson er einn af þess- um skipstjórum og sagðist hann vera sáttur við verðið þegar að blaðamaður heyrði í honum hljóð- ið síðastliðinn miðvikudag. „Þetta kom þokkalega vel út hjá okkur,“ sagði hann í stuttu spjalli en hann var þá staddur á flugvelli í London. „Við vorum að fá þetta 350 til 380 krónur fyrir aflann en meðalverðið var um 360 krónur. Það má þó taka það fram að það var óvenju gott verð fyrir smærri fisk í Grimsby en það er ekki alltaf svoleiðis,“ sagði hann jafnframt. Aflinn sem sendur var út veiddist dagana 1. til 3. ágúst og var búið að selja hann að morgni 9. ágúst. Það var fyrirtækið Bók- hald G.G. sem sá um útflutninginn og Atlantic Fresh ltd sem sá um söl- una í Grimsby. tfk Seint á mánudagskvöldið var fransk- ur ferðamaður staðinn að verki þar sem hann var að reyna að húkka lax með spúni úr laxastiganum við Glanna í Norðurá. Magnús Fjelds- ted veiðivörður segir í samtali við Gómaður við spúnveiðar úr laxastiganum við Glanna Strandveiðisjómenn tóku sig saman og fluttu sjálfir út gám af fiski

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.