Skessuhorn


Skessuhorn - 16.08.2017, Qupperneq 6

Skessuhorn - 16.08.2017, Qupperneq 6
MIÐVIKUDAGUR 16. áGúST 20176 Lokað vegna viðhalds AKRANES: Jaðarsbakkalaug á Akranesi er lokuð í þessari viku til og með föstudags. Laugin verður opnuð að nýju laugar- daginn 19. ágúst. ástæða lok- unarinnar er árlegt viðhald á íþróttamiðstöðinni við Jað- arsbakka. Opið var í þreksal- inn mánudag til miðvikudags, 14.-16. ágúst milli kl. 6:15 og 18:00 en lokað fimmtudag og föstudag, 17. og 18 ágúst. á meðan viðhaldi stendur verð- ur ekki hægt að nota búnings- herbergi og sturtur íþróttamið- stöðvarinnar. -kgk Heldur námskeiðið Á dauðastundu RVK: Fullorðinsfræðsla sr. Þór- halls Heimissonar hefst á þessu hausti með námskeiði sem ber heitið „á dauðastundu.“ Þar verður velt upp spurningunni sem fylgt hefur mannkyni frá örófi alda um hvað það er sem gerist þegar við deyjum. Er þá tilvistin á enda, eða heldur til- vistin áfram í einhverri mynd, og þá hverri? „á námskeiðinu verður farið í gegnum hvernig hin ýmsu trúarbrögð sem lýsa dauðastundinni og því sem þá gerist. Einnig verður kafað nið- ur í launhelgar fornaldarinnar, dauðrabækur Egypta og Tíbeta og lýsingar dulspekinga miðalda á dauðastundinni. Allt verð- ur þetta síðan borið saman við frásagnir þeirra sem hafa dáið en verið vaktir aftur til lífsins. Mikill fjöldi er til af slíkum frá- sögnum og verða þær skoðað- ar sérstaklega og sannleiksgildi þeirra. Námskeiðið er hald- ið í safnaðarheimili Neskirkju í Reykjavík 4. og 11. september frá kl. 20.00. Skráning og upp- lýsingar á thorhallur33@gmail. com og í síma 891-7562. Verð er 4.500 kr og er lesefni og kaffi innifalið,“ segir í tilkynningu. -mm Mikil fjölgun byggingarleyfa BORGARBYGGÐ: Nýlega var tekið saman hver fjöldi smárra og stórra byggingarleyfa hefur verið í sveitarfélaginu Borgar- byggð á síðustu árum. Í saman- tekt sem Gunnlaugur A Júlíus- son sveitarstjóri lagði fyrir síð- asta fund sveitarstjórnar kemur fram að árið 2015 voru veitt 34 byggingarleyfi, árið 2016 voru þau samtals 94 og fram til 1. júlí á þessu ári höfðu verið veitt 86 byggingarleyfi. „Þetta gefur að- eins til kynna þá þróun sem hef- ur átt sér stað í framkvæmdum innan sveitarfélagsins á síðustu árum,“ segir Gunnlaugur. -mm Óskað eftir tilnefningum til umhverfisviður- kenninga AKRANES: Óskað hef- ur verið eftir tilnefning- um til umhverfisviðurkenn- inga Akraneskaupstaðar fyrir árið 2017. Í ár verða veittar viðurkenningar í sex flokk- um. Þeir eru; falleg einbýlis- húsalóð, falleg fjölbýlishúsa- lóð, snyrtileg fyrirtækja- eða stofnanalóð, hvatningarverð- laun (veitt þeim sem staðið hafa að endurgerð húsa og/ eða lóða), samfélagsverðlaun (til handa einstaklingum, hópum eða félagasamtök- um sem vinna óeigingjarnt starf í þágu umhverfisins) og loks er tré ársins valið. Frest- ur til að skila inn tilnefning- um er til og með sunnudeg- inum 20. ágúst næstkom- andi. Hægt er að senda inn tilnefningar á www.akranes. is. -kgk Bílaleigubílar dýrastir hér á landi LANDIÐ: Ný könnun sýn- ir að í borgum Evrópu er hvergi jafn dýrt að leigja bílaleigubíl og í Reykja- vík. Þetta kemur fram í ár- legri könnun sem CheapC- arRental.net framkvæmir. Gerð er úttekt á kostnaði við leigu bíla í 50 borgum víðs- vegar um álfuna. Vikuleiga á bíl kostar hér á landi 345 evrur að jafnaði. Næstdýrast er að leigja bíl í Þrándheimi í Noregi, eða 342 evrur og í Oslo 328 evrur. -mm Að beiðni Faxaflóahafna og lögreglu var Björgunarfélag Akraness kallað að Akraneshöfn síðastliðinn mánu- dagsmorgun til að dæla vatni úr far- þegabátnum Gulltoppi sem bundinn er við Sementsbryggjuna. Báturinn var tekinn að hallast mikið. Björg- unarfélagsmenn kölluðu slökkvilið sér til aðstoðar við verkið því mikill leki var að skipinu. Aðgerðir gengu vel. Samkvæmt heimildum Skessu- horns var Gulltoppur nýlega keypt- ur til landsins frá Danmörku og er áætlað að skipið sigli með ferðamenn til hvalaskoðunar. Báturinn hefur að undanförnu verið í slipp á Reykjanesi en er geymdur í Akraneshöfn tíma- bundið þar til viðgerð á því getur hafist að nýju. mm Leki kom að Gulltoppi í Akraneshöfn Björgunarsveitir á Vesturlandi voru kallaðar út laugardaginn 5. ágúst sl. vegna konu sem hafði slasast á fæti. Hún hafði verið á göngu við Eld- borg á Snæfellsnesi og hrasað í hlíð- um gígsins. Talsverðan tíma tók fyr- ir björgunarsveitir að komast á vett- vang sökum fjarlægðar frá þjóð- vegi, en björgunarsveitarmenn sem voru staddir nálægt komu fyrstir á vettvang og gátu hafið aðhlynningu fljótlega eftir að boð höfðu verið send út. Björgunarsveitafólk og sjúkra- flutningamenn gerðu konuna svo klára fyrir flutning og báru hana rúma þrjá kílómetra að sjúkrabíl sem flutti konuna undir læknishendur. mm/ Ljósm. Guðbrandur Örn. Sóttu slasaða konu að Eldborg áhöfnin á TF-LÍF, þyrlu Land- helgisgæslunnar æfði fyrr í þessum mánuði slökkvistörf við Skorradals- vatn með svokallaðri slökkviskjólu (Bambi bucket). á æfingunni var líkt eftir hlutverki þyrlunnar sam- kvæmt áætlun Almannavarna vegna skógarelda í Skorradal. Alls var skjólan fyllt sex sinnum og vatninu úr henni sturtað úr á fyrirfram skil- greindum stað. mm Æfðu notkun þyrlu við slökkvistarf í Skorradal

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.