Skessuhorn


Skessuhorn - 16.08.2017, Side 16

Skessuhorn - 16.08.2017, Side 16
MIÐVIKUDAGUR 16. áGúST 201716 Dagbjört Höskuldsdóttir er fædd og uppalinn í Stykkishólmi og hefur búið þar stærstan hluta æv- innar. Hún hefur verið virk inn- an samfélagsins alla tíð; sem bæj- arfulltrúi, varaþingmaður, skáti, kaupmaður, í kvenréttindabaráttu, verið leiðsögumaður og síðast en ekki síst bókaunnandi. Dagbjört þekkir Stykkishólm vel og hefur alla tíð kunnað vel við sig í bænum en rætur hennar liggja í eyjunum á Breiðafirði. Skessuhorn settist nið- ur með Dagbjörtu á heimili henn- ar í Stykkishólmi og ræddi fortíð og framtíð bæjarins. Sellátur á stað í hjartanu út um stofugluggann hjá Dagbjörtu er magnað útsýni yfir Breiðafjörð en fjörðurinn á stað í hjarta henn- ar. „Það er líklega hvergi betra út- sýni út á fjörðinn en einmitt héðan. Bæði mamma og pabbi áttu heima í eyjum á Breiðafirði. Pabbi ólst upp í Höskuldsey en mamma í Sellátri. Það voru fjögur systkin í Höskuld- sey sem giftust fjórum systkinum í Sellátri,“ segir Dagbjört og brosir. „Mamma og pabbi fluttu svo síðar saman í Sellátur með eldri systkini mín og bjuggu þar í nokkur ár. Það minntust allir í fjölskyldunni Sel- láturs með hlýjum huga. Það var alltaf nóg að borða; fiskur, selur og fugl. Einn helsti kostur eyjunnar var hve stutt var út á miðin. Þegar elsti bróðir minn var orðinn sjö ára ákvað fjölskyldan að flytja til Stykk- ishólms. ástæðan var sú að mamma fékk aldrei að ganga í skóla þeg- ar hún var barn og þótti það mjög leitt alla ævi. Hún vildi tryggja það að börnin hennar fengju að mennt- ast og því ekkert annað í stöðunni en að flytja í burtu frá Sellátri. Eft- ir vélvæðingu bátanna á 20. öldinni skipti líka ekki eins miklu máli að það væri stutt á miðin þar sem vél- in auðveldaði svo ferlið. Það var því engin hvati til að búa í Sellátri leng- ur. Fjölskyldan flutti því úr eyjunni árið 1946 eða tveimur árum áður en ég fæddist,“ segir Dagbjört. Það leynir sér ekki að Dagbjörtu þykir vænt um Sellátur. „Mín- ar fyrstu minningar eru af mér að grátbiðja mömmu um fleiri sögur úr Sellátri. Ég eyddi líka löngum stundum í Sellátri á sumrin sem barn og naut mín. Við systkinin byggðum okkur svo sumarhús í eyj- unni fyrir um fjörutíu árum síðan. Við eigum eyjuna ásamt tveimur öðrum minni eyjum,“ segir hún. Frjáls og skemmtileg uppvaxtarár „Foreldrar mínir fluttu fljótlega á bæinn ás í útjaðri Stykkishólms. Búsetan þar byrjaði ekki vel því þegar ég var hálfs árs kviknaði í húsinu þegar ég og mamma vor- um bara tvær heima. Húsið fuðr- aði upp en ég og mamma slupp- um út ómeiddar. Foreldrar mínir ákváðu að byggja nýtt hús þar sem það gamla stóð og á meðan bjugg- um við eitt sumar í vegavinnutjaldi og skúr á lóðinni,“ rifjar Dagbjört upp. Dagbjört ólst lengst af upp á bænum ási og segir hún uppvaxt- arárin í Stykkishólmi hafa verið góð. „Það var blómlegt félags- og íþróttalíf í bænum þegar ég er að alast upp. Ég fór snemma í skát- ana þar sem ágúst Sigurðsson var skátaforingi. Hann náði vel til okk- ar og dró okkur út um allt á svæð- inu. Við fórum upp á öll fjöll hér í kring og fyrir það er ég þakklát því ég þekki mig og ég hefði aldrei far- ið að mínu frumkvæði upp á þau. Frelsið sem við krakkarnir í bæn- um höfðum var yndislegt. Það voru útileikir öll kvöld þar sem hverf- in skiptu sér upp í lið. Þetta var skemmtilegur tími.“ Nunnurnar ólu upp kynslóðir Dönsk áhrif og nunnur eru hlutir sem koma fljótt upp í huga margra þegar hugsað er um Stykkishólm. Dagbjört segir að dönsku áhrif- in og nunnurnar hafi litað samfé- lagið töluvert. „Þegar ég er að alast upp eru dönsk áhrif ekki eins sterk og þau höfðu verið en voru þó enn til staðar. Ég man t.d. eftir dönsk- um lyfsala hér í bænum. Svo var mikið slett á dönsku og virtist það hafa verið rótgróið í fólki á svæðinu. Mamma fussaði alltaf yfir þessum dönsku áhrifum í samfélaginu en notaði sjálf alltaf dönsk orð eins og; kústur, altan og beslag,“ rifjar Dag- björt upp. Hún telur að nunnurnar sem komu til Stykkishólms á fjórða áratugnum hafi haft mjög jákvæð áhrif á svæðið. „árið 1933 var Stykkishólmur orð- inn stöndugur bær og hér var ákall eftir sjúkrahúsi. St.Fransiskus regl- an reisti hér spítala og fyrstu kaþ- ólsku systurnar komu í bæinn 1935. Margar nunnur sem komu í Hólm- inn um það leyti sem ég var að alast upp voru hér allt þar til fyrir nokkr- um árum og þá orðnar nokkuð aldr- aðar. Fyrst um sinn máttu þær ekki fara einar út í búð og þær fylgdu mjög ströngum reglum. En hægt og rólega fengu þær að vera frjáls- ari og voru þá manna duglegastar að sækja viðburði hér í samfélaginu. Það var margt afar jákvætt sem þær gerðu. Þær hófu daggæslu á börn- um fyrir fólk í bænum. Fyrst voru þetta föndurstundir fáeinar klukku- stundir á dag. Það var mjög gott að vera hjá þeim og þær sýndu okkur börnunum mikla væntumþykju og þrátt fyrir að vera í góðri aðstöðu til að hafa áhrif á börnin man ég ekki til þess að þær hafi nokkur tímann stundað trúboð af einhverju tagi. Í föndurtímunum hjá þeim sá ég mína fyrstu bíómynd sem mér þótti afar merkilegt á þeim tíma. Það má segja að þær hafi alið upp nokkrar kynslóðir hérna í Hólminum,“ seg- ir Dagbjört. Iðaði í skinninu yfir nýjum bókum Eftir að hafa búið alla tíð í Stykkis- hólmi fór Dagbjört á nokkuð flakk um landið á níunda og tíunda ára- tugnum. Hún vann sem skrifstofu- stjóri Kaupfélagsins í Stykkishólmi og á Tálknafirði og Patreksfirði fyr- ir kaupfélagið áður en hún varð úti- bússtjóri Samvinnubankans, síðar Landsbankans, í Grundarfirði. „Ég var í átta ár útibússtjóri í Grundar- firði og leið vel þar. Grundarfjörð- ur var öllu minni en hann er í dag og var að byggjast upp. á þessum tíma var reglulega skipt um úti- bússtjóra og þeir færðir til í starfi. árið 1994 átti að færa mig í ann- að bæjarfélag og mér bauðst að fara á nokkra staði. Ég hafði þó ekki áhuga að fara og ákvað því að finna mér annan starfsvettvang,“ seg- ir Dagbjört sem opnaði í kjölfarið verslunina Sjávarborg í heimabæn- um sínum árið 1994 og var versl- unin opin allt til ársins 2012. „Ég og maðurinn minn heitinn, Eyþór ágústsson, rákum búðina saman og bjuggum einnig í húsinu. Þetta var mjög vinsæl búð og fólk varði mikl- um tíma í að skoða það sem í boði var. Það er erfitt að segja hvers kon- ar búð þetta var því við buðum upp á allt; ís, bækur, tóbak, leikföng og margt fleira. Mér þótt skemmtileg- ast að selja bækur. á þessum fyrstu árum voru bækur bara gefnar út rétt fyrir jól og þegar sendingarn- ar af bókum komu loks í búðina ið- aði ég af spenningi,“ segir Dagbjört sem hefur alla tíð haft mjög gaman „Ég hef fulla trú að sveitarfélögin á norðanverðu Snæfellsnesi geti eflst sameinuð“ Rætt við Dagbjörtu Höskuldsdóttur um uppvöxtinn, störfin og framtíð Stykkishólms Dagbjört Höskuldsdóttir og hundurinn Stella fyrir framan hluta af bókum Dagbjartar en bækur hafa verið og eru henni mjög kærar. Dagbjört er ein þeirra sem hefur staðið fyrir Júlíönu, hátíð sögu og bóka, í Stykkishólmi. Hér ræðir hún við Þórhildi Pálsdóttur og Inga Hans Jónsson á einni hátíðanna. Ljósm. úr safni Skessuhorns.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.