Skessuhorn


Skessuhorn - 16.08.2017, Page 17

Skessuhorn - 16.08.2017, Page 17
MIÐVIKUDAGUR 16. áGúST 2017 17 að bókum. „Mamma var gott skáld og ég á mörg falleg ljóð eftir hana. Ég varð læs mjög snemma, líklega um fjögurra ára aldur, og las allar bækur sem til voru á heimilinu.“ Dagbjört hefur, ásamt nokkr- um konum, staðið fyrir bókahátíð í fjórgang. Hátíðin ber nafnið Júlí- ana eftir Júlíönu Jónsdóttur sem var frá Stykkishólmi. Júlíana var fyrsta konan hérlendis sem fékk út- gefna bók eftir sig. „Frumkvæðið af hátíðinni á Gréta Sigurðardóttir og hafa hátíðirnar gengið vel hingað til. Það hefur verið fín mæting og hingað hafa komið flestir virtustu höfundar landsins,“ segir Dag- björt. Alltaf látið í sér heyra Samfélagsmál hafa skipt Dag- björtu miklu allt frá því hún var ung stúlka. Hún segir að móðir hennar hafi haft sterkar skoðanir á hlutunum og líklega komi áhuginn þaðan. Móðir hennar barðist fyrir réttindum kvenna og hefur Dag- björt fylgt í sömu spor og gerði sér meðal annars ferð til Reykjavíkur 24. október 1975. „Ég reyndi sí- fellt að láta í mér heyra til þess að hafa áhrif og breyta því viðhorfi sem var til kvenna. Mamma varð einnig mjög dugleg í verkalýðs- baráttunni og ég er alin upp við að segja mínar skoðanir. Maður lit- ast af fólkinu sem elur mann upp,“ segir Dagbjört en hún var um tíma varaþingmaður og sat í hrepps- nefnd sveitarfélagins. „Ég var vara- þingmaður fyrir Framsóknarflokk- inn en tek ekki lengur þátt í flokks- starfinu. árin sem ég var varaþing- maður voru karlarnir í kjördæminu mínu óvenju heilbrigðir og ég sett- ist því aldrei á þing. Þeir hafa ef- laust ekki viljað fá þessa ungu konu inn á þing enda fáar konur þar fyrir. Ég hef samt alltaf haft meiri áhuga á sveitarstjórnarmálum og hef bar- ist harðar þar og setið í sveitar- stjórn. Mér finnst sveitarstjórnamál vanmetin og þá aðallega hjá yngra fólki. Yngra fólk á að hafa skoðanir á því hvernig samfélag það vill búa í, hvernig staðið er að leikskólamál- um og öðru. Fólk getur haft áhrif á samfélagið og það er best að fá öfl- ugt og þróttmikið fólk í slík störf,“ segir Dagbjört. Vill sameinast Grundar- firði og Helgafellssveit Aðspurð um umdeilt málefni sveitarfélagsins í dag, sameiningu Stykkishólmsbæjar, Grundarfjarð- arbæjar og Helgafellssveitar, segist Dagbjört vera hlynnt sameining- unni. „Ef þú hefðir spurt mig fyr- ir tíu árum hefði ég líklega svarað öðruvísi en eftir vel ígrundað mál tel ég að sameining sé það eina í stöðunni. Bæði Grundarfjörður og Stykkishólmur eru sveitarfélög sem eru að berjast í bökkum fjár- hagslega. Stjórnsýslukostnaðurinn er býsna hár fyrir svo fámenn sveit- arfélög. Við sjáum bara ráðhúsin. Það er ekki skynsamlegt að sveit- arfélögin séu að reka tvö slík. Það er alltof mikil yfirbygging á Íslandi miðað við fámenni,“ segir Dag- björt. „Margir óttast það að verði ekki skóli á öðrum hvorum staðnum. Ég held að það þyrfti alltaf að vera skóli á báðum stöðum en það gæti verið að það yrðu breytingar á nýt- ingu þeirra. Það væri t.d. mögu- leiki að færa efstu bekkina í Fjöl- brautaskólannn í Grundarfirði, það gæti verið góð lausn. Það þarf bara að skoða þau mál. Mér þykir mjög vænt um Stykkishólm og vegna þess vil ég sameiningu. Í sameiningu gætu þessi þrjú sveitarfélög mynd- að sterkari einingu en þau geta í dag. Það er margt í ólestri í Stykk- ishólmi sem hægt væri að bæta með sameiningu eins og þjónusta við eldri borgara. Ég ber hlýjan hug til Grundarfjarðar eftir búsetu mína þar og ég hef fulla trú að sveitar- félögin á norðanverðu Snæfellsnesi geti eflst sameinuð. Síðan er næsta skref að sameina Snæfellnesið allt,“ segir Dagbjört Höskuldsdóttir að endingu. bþb www.skaginn3x.com Systurfyrirtækin Skaginn hf., Þorgeir og Ellert hf. á Akranesi og 3X Technology ehf. á Ísafirði mynda saman Skaginn 3X. Fyrirtækin framleiða og selja sérsniðnar hátæknilausnir fyrir matvælaiðnað á alþjóðamarkaði og er viðskiptavinina að finna víðsvegar um heiminn. Tæknistigið er hátt og starfsmenn eru rúmlega 200 talsins í starfsstöðvum sem eru um 14.000 m2. Starfsemin hefur vaxið mjög síðustu misseri en frumkvöðla- og nýsköpunarandinn hefur viðhaldist allt frá fyrsta degi. Áhersla er lögð á að bjóða gæðavörur og ryðja braut nýrrar tækni sem færir viðskiptavinum og umhverfinu verulegan ávinning. Skaginn 3X hlaut nýlega Útflutningsverðlaun forseta Íslands og Nýsköpunarverðlaun Íslands. Starfið felur í sér smíði, samsetningu og uppsetningu á rafbúnaði auk þjónustu og viðhalds á tækjabúnaði víða um heim. Áhersla er lögð á framúrskarandi þjónustulund og metnað í starfi. Hæfniskröfur: Sveinspróf í rafvirkjun Starfið krefst mikilla hæfileika í mannlegum samskiptum og lausnamiðuðu hugarfari gagnvart hinum ýmsu verkefnum sem upp koma hjá viðskiptavinum okkar. Starfsmaðurinn þarf að vera bjartsýnn, úrræðagóður og vandaður ásamt því að ganga skipulega til verka. Í boði er góð vinnuaðstaða og vinnuandi í lifandi starfsumhverfi. Upplýsingar um starfsemi fyrirtækisins er að finna á vefsíðu okkar, www.skaginn3x.com Nánari upplýsingar um starfið veitir Tómas Alexander Árnason tomasa@skaginn3x.com Umsóknarfrestur er til og með 21.ágúst. Umsóknir sendist á job@skaginn3x.com. Vegna aukinna verkefna innanlands og utan óskum við eftir að ráða rafvirkja til starfa. Rafvirkjar óskast SK ES SU H O R N 2 01 7 Grunnskólinn í Borgarnesi Kynningarfundur 23. ágúst kl. 17.00 í Hjálmakletti Boðað er til fundar um fyrirhugaðar framkvæmdir við endurbætur á skólahúsnæði og viðbyggingu. Ráðist verður í verulegar endurbætur á núverandi húsnæði á næstunni ásamt því að hafin verður bygging mötuneytis og salar í viðbyggingu við skólann. Dagskrá: Núverandi staða húsnæðis Grunnskólans í Borgarnesi Fulltrúi frá Verkfræðistofunni Eflu Áætlun um endurbætur og viðbyggingu Orri Árnason arkitekt og Pálmi Þór Sævarsson, formaður bygginganefndar Grunnskólans í Borgarnesi Fyrirspurnir Sveitarstjórn Borgarbyggðar Verslunin Sjávarborg, sem Dagbjört rak til ársins 2012. Ljósm. úr safni. Svipmynd frá Stykkishólmi, heimabæ Dagbjartar. Ljósm. úr safni. Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.