Skessuhorn


Skessuhorn - 16.08.2017, Síða 24

Skessuhorn - 16.08.2017, Síða 24
MIÐVIKUDAGUR 16. áGúST 201724 Guðmunda Ólöf Jónasdóttir úr Borgarnesi, eða Mumma Lóa, er nú stödd í Búdapest í Ungverja- landi á Heimsmeistaramótinu í garpasundi, Fina World Masters Championships. Um er að ræða sundmót fyrir eldri iðkenndur og er mótinu aldurskipt þar sem yngstu keppendurnir keppa í flokki 25-29 ára og þeir elstu í flokki 95-99 ára. Guðmunda er 68 ára gömul og mun því keppa í flokki 65-69 ára en með henni í för eru börn henn- ar Hildur Karen og Jónas Pét- ur ásamt eiginkonu hans; Björgu Bjarkeyju. „Ég met það mikils að þau komi með mér, það eru for- réttindi. Svona mót snúast fyrst og fremst um að hafa gaman og það skemmir ekki fyrir að fá slíkan fé- lagsskap með sér í þetta ævintýri og ég gæti ekki gert þetta án að- stoðar þeirra,“ segir Guðmunda, en Skessuhorn heyrði í henni rétt áður en hún hélt utan til Ung- verjalands. Guðmunda hóf keppni í gær, þriðjudag, og keppir aftur á morgun en hún keppir í 50 metra og 100 metra skriðsundi. Hildur Karen mun keppa í sömu greinum í öðrum aldursflokki og Jónas Pét- ur keppir í 100 metra bringusundi og 200 metra fjórsundi. „Ég hef keppt á tveimur Norður- landamótum sem haldin voru hér á landi og einu í Færeyjum. Þá fór- um við Hildur Karen til London í fyrra á Evrópumeistaramót garpa í London. Maður kynnist mörgu skemmtilegu fólki á þessum mót- um og á mótinu í London á síð- asta ári kynntist ég einni jafnöldru minni og spurði hún mig hvort við myndum ekki hittast á Heims- meistaramótinu í Búdapest og ég ákvað að slá til. Mótið í Búdapest er samt töluvert stærra en öll þau mót sem ég hef farið á. Það verða rúmlega tuttugu þúsund kepp- endur á mótinu í sundi, dýfing- um, sundfimi og víðavatnssundi. Það hefur orðið gífurleg aukning í þátttöku á svona mótum hjá eldra fólki. Það mættu fleiri frá Íslandi taka þátt í garpamótum og von- andi förum við að sjá meiri áhuga hér á landi,“ segir Guðmunda. Aldrei of seint að byrja Guðmunda segir að fólk sé aldrei of gamalt fyrir íþróttir og seg- ist vonast til að geta stundað sund á meðan hún hafi þrótt til þess. „Sund er mjög góð íþrótt að því leyti að hún er svo alhliða og reyn- ir á allan líkamann. Maður er sí- fellt í keppni við sjálfan sig að reyna gera betur eða í það minnsta að verða ekki verri. Það eru lág- mörk á Heimsmeistaramótið og við erum 46 í mínum flokki og ég er með 33 besta tímann af þeim keppendum. Eina markmiðið sem ég er með fyrir mótið er að gera betur og komast einu sæti ofar þá væri ég ánægð,“ segir Guðmunda. „Íþróttir eru hollar öllum en hver og einn verður að finna eitt- hvað við sitt hæfi; bæði að finna hvað manni finnst skemmtilegt og hversu mikið maður getur gert. Það er ekki gott að æfa þannig að líkaminn ráði ekki við það og held- ur ekki að fara of geyst af stað,“ segir Guðmunda sem vill meina að það sér aldrei of seint fyrir fólk að byrja að hreyfa sig. „Það ættu allir að geta fundið hreyfingu eða íþróttir við sitt hæfi. Það eru ekki bara afrekíþróttamenn sem geta stundað íþróttir. Sá eini sem mað- ur er raunverulega að keppa við er maður sjálfur,“ segir Guðmunda að endingu. bþb Sextíu og átta ára á Heimsmeistaramóti í sundi Jónas Pétur, Hildur Karen og Guðmunda Ólöf á mótinu í Ungverjalandi. Lokakvöld fegurðarsamkeppninn- ar Ungfrú Ísland verður í Hörpu í Reykjavík laugardagskvöldið 26. ágúst næstkomandi. Meðal kepp- enda er úrsúla Hanna Karlsdóttir frá Hrafnkelsstöðum á Mýrum. „Ég hef satt að segja aldrei fylgst mik- ið með Ungfrú Ísland,“ segir úr- súla í samtali við Skessuhorn. „Ég rakst á snapchat-aðgang keppninn- ar þegar Anna Lára Orlowska var með snappið meðan hún keppti í Miss World á síðasta ári. Hún var svo skemmtileg og indæl og virtist hafa svo gaman af því að vera þarna að það kveikti áhuga minn fyrir keppninni. Ég ákvað því að slá til, þar sem ég ímyndaði mér að þetta yrði reynsla sem ég myndi aldrei gleyma. Og hún er það,“ segir hún. Því varð úr að úrsúla sótti um raf- rænt, var boðuð í viðtal og síðan lát- in vita að hún hefði komist inn. „Ég var mjög hissa þegar ég fékk að vita að ég hefði komist í keppnina. Ég hafði engum sagt nema mömmu að ég hefði sótt um og bjóst engan veg- inn við því að komast inn. Ég fékk því smá sjokk fyrst en svo var ég bara mjög ánægð en líka aðeins stressuð,“ segir úrsúla. „Út fyrir þægindarammann“ Þessa dagana stendur yfir stífur und- irbúningur fyrir lokakvöldið, keppn- ina sjálfa, sem fram fer laugardaginn 26. ágúst næstkomandi. „Við hitt- umst reglulega í hverri viku, oft fyrir viðburði, í hópefli og síðan eru auð- vitað gönguæfingar. Við erum enn á fullu á gönguæfingum þar sem æft er fyrir lokakvöldið svo við getum vanist því að ganga á háum hælum,“ segir úrsúla. „Ég myndi segja að ferlið sé krefjandi því margar okk- ar eru þarna að upplifa hluti sem við höfum aldrei gert áður. Maður þarf að fara út fyrir þægindarammann, en það er líka það sem gerir mann reynslunni ríkari,“ bætir hún við. „Að bíða eftir úrslitakvöldinu er síð- an góð blanda af stressi og eftirvænt- ingu. án efa verður þetta ógleyman- leg lífsreynsla með æðislegu fólki.“ Ætlar að njóta þess að taka þátt Það er auðheyrt á úrsúlu að henni þykir þátttakan í Ungfrú Ísland afar ánægjuleg. „Þetta er mjög gaman og varla hægt að velja eitthvað eitt sem er skemmtilegast, þetta hefur allt sinn sjarma. En ef ég þyrfti að velja myndi ég segja að skemmti- legast væri að hafa fengið að kynn- ast öllum þessum flottu stelpum, bæði þeim sem eru að keppa og þeim sem eru að leiðbeina okkur í gegnum ferlið,“ segir úrsúla. Hún kveðst ekki hafa sett sér markmið um sigur í keppninni, fyrst og fremst njóta þess að taka þátt og reyna að draga einhvern lærdóm af lífsreynsl- unni. „Einu markmiðin sem ég setti mér í raun þegar ferlið hófst var að hafa gaman af þessu, taka áskorun- um eins og þær birtast og koma út úr þessu sem betri og sjálfsöruggari manneskja,“ segir hún og mælir með Ungfrú Ísland fyrir allar áhugasam- ar. „Ég mæli með þessu fyrir allar stelpur sem hafa áhuga á keppninni. Ef þær eru eitthvað að velta því fyrir sér að sækja um þá hvet ég þær til að slá til,“ segir úrsúla. „Nú er lokaspretturinn framund- an og mig langar að nýta tækifærið til að þakka fyrir mig, keppendum sem standa í þessu með mér, fjöl- skyldunni og vinum og svo auðvitað fyrrum keppendum og eigendum keppninnar. Ég mun aldrei gleyma þessu ferli,“ kgk Úrsúla Hanna Karlsdóttir tekur þátt í Ungfrú Ísland: „Verður ógleymanleg lífsreynsla með æðislegu fólki“ Úrsúla Hanna Karlsdóttir frá Hrafnkelsstöðum á Mýrum keppir í Ungfrú Ísland.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.