Skessuhorn


Skessuhorn - 16.08.2017, Page 25

Skessuhorn - 16.08.2017, Page 25
MIÐVIKUDAGUR 16. áGúST 2017 25 Tjaldsvæðið í Kalmansvík á Akra- nesi var opnað 5. maí í vor og verð- ur opið til 1. október næstkomandi. ása Katrín Bjarnadóttir og Sigga Dísa Þórhallsdóttir hafa sinnt sumar- starfi á tjaldsvæðinu í sumar en tjald- svæðið er í rekstri hjá Akraneskaup- stað. Skessuhorn hitti ásu að máli á mánudag og rifjuð var upp reynsla þeirra af starfinu í sumar. ása segir vel hafa gengið í sumar og tjaldsvæð- ið hafi verið vel sótt. „Ég hef ekki töl- ur á reiðum höndum fyrir þetta sum- ar. En okkar tilfinning er sú að tjald- svæðið hafi verið mjög vel sótt í ár og teljum að gestum hafi fjölgað tölu- vert frá síðasta ári. Nánast öll kvöld fyllist tjaldsvæðið af fólki, stundum er fólk að koma alveg fram á nótt. Það eru helst erlendir ferðamenn sem eru búnir að keyra allan daginn og skoða sig um en koma á tjaldsvæðið og gista bara yfir blánóttina. Sumir eru þá jafnvel farnir þegar við mæt- um um morguninn og borga ekki,“ segir ása og bætir því við að þónokk- uð sé um slíkt á tjaldsvæðum lands- ins. „Langflestir vilja borga en það er töluvert meira en ég hafði ímyndað mér um það að fólk borgi ekki. Ég hef rætt þetta við fólk sem sér um tjaldsvæði annars staðar á landinu og þau hafa enn verri sögu að segja af þessu en við hér á Akranesi. Það er töluvert mikið um þetta og við verð- um vör við að sumum ferðamönnum finnst dýrt að vera á Íslandi og reyna að spara með því að borga ekki,“ seg- ir hún. „Mér heyrist þetta ekki vera jafn mikið vandamál hjá okkur og annars staðar. Ef við ættum að ná öll- um sem koma á tjaldsvæðið þyrfi að vera vakt allan sólarhringinn,“ bætir hún við. Gaman að kynnast ólíkum þjóðum Þær skipta vöktunum á milli sín þannig að aðra vikuna tekur ása dag- vaktina og kvöldvaktina hina vik- una. Síðan skipta þær helgunum á milli sín. „Þetta hentar mér mjög vel. Ég var nýbúin í fæðingarorlofi og í fjarnámi þegar við byrjuðum. Nú er skólinn búinn og þessi vinna fer ágætlega saman við að eiga lít- il börn,“ segir ása. „Það er búið að vera mjög skemmtilegt að standa í þessu. Við höfum orðið varar við fastakúnna sem við fáum aftur og aft- ur, í bland við nýja túrista,“ segir ása og kveðst meta mikils að hafa feng- ið að kynnast fólki frá hinum ýmsu löndum. „Ég held það væri kjör- ið fyrir mannfræðing að reka tjald- svæði,“ segir ása. „Sjálf var ég að læra ferðamálafræði og finnst gam- an að pæla í því hverjir koma til okk- ar. Við höldum utan um tölfræði fyr- ir Ferðamálastofu, m.a. um þjóð- erni ferðamanna sem koma til okkar. Ég held að það myndi nægja að vera með nokkra valmöguleika hjá okk- ur. Hingað koma Bandaríkjamenn, Þjóðverjar og Frakkar, fyrir utan Ís- lendinga auðvitað. Það var síðan um miðjan júní að allt í einu kom fullt af fólki frá Sviss og Tékklandi. Aðrar þjóðir mynda bara lítið brot af okkar gestum, þeir eru langflestir frá þess- um löndum.“ Vilja geta vísað á fleiri staði „Flestir sem koma til okkar eru að koma beint af flugvellinum eða þá eru að fara á flugvöllinn. Við erum því annað hvort fyrsti eða síðasti við- komustaðurinn,“ segir ása. „Þeir sem koma beint til okkar úr flugi vilja gjarnan skoða sig um. Hjá okkur, rétt eins og öllum sem starfa í ferðaþjón- ustu, er hluti af starfinu að veita upp- lýsingar,“ segir hún. „Við þekkjum ekki alla staði og erum ekki við allan sólarhringinn. Því vildum við gjarn- an fá fleiri bæklinga frá fyrirtækjum á svæðinu sem vísa á áhugaverða staði í nágrenninu. Við höfum fengið Tra- vel West Iceland sem Skessuhorn gefur út og bæklinginn frá Markaðs- stofu Vesturlands. Veitingastaðirnir Galito og Gamla Kaupfélagið komu með litla bæklinga en okkur vantar sárlega meira efni frá stöðum og fyr- irtækjum á Akranesi og í nágrenninu. Ferðamenn vilja gjarnan grípa þetta með sér þannig að ég hvet ferðaþjón- ustufólk til að koma til okkar kynn- ingarefni ef það er til,“ segir hún. Gestir almennt snyrtilegir ása segir gesti almennt vera til fyrir- myndar en þó sé umsjón tjaldsvæðis- ins ekki alltaf dans á rósum. ása tel- ur heldur halla á sig þegar kemur að óheppilegum atvikum. „Ég bara er svo ótrúlega óheppin. Ef það þarf að þrífa kúk á salerninu þá er það und- antekningalaust ég sem er á vaktinni þegar það gerist. Sigga er svo heppin að hún lendir aldrei í neinu svona,“ segir ása og bætir því við að stund- um fylgi nokkur óþrifnaður gestum tjaldsvæðanna. „Salernin eins og við þekkjum þau, þar sem fólk sest nið- ur, eru ekki til alls staðar í heimin- um. Hingað koma gestir sem eru vanir því að setjast á hækjur sér fyrir ofan litla skál eða jafnvel bara holu. Er vant því og vill ekki setjast á set- una. Þá er því kannski viðbúið að það verði einhver slys,“ segir hún. Fann kynlífsleikfang á klósettinu Þó geta óvæntu atvikin einnig ver- ið bæði skemmtileg og stórundar- leg. Gefum ásu orðið á nýjan leik: „Í sumar lenti ég í stórkostlegu atviki. Það voru sem sagt settir upp nýir kló- settgámar fyrir Norðurálsmótið og Skátamótið sem eru enn á tjaldsvæð- inu og verða áfram. Nokkru seinna er ég á vakt, mæti inn á eitt karlakló- settið og byrja að þrífa. Blasir þá ekki við mér, standandi á hillu fyrir ofan klósettið, risastórt „butt plug“,“ segir ása og hlær. Fyrir þá sem ekki þekkja er „butt plug“ kynlífsleik- fang sem ætlað er að veita kynferðis- lega örvun þegar því er stungið upp í endaþarminn. „Hver tekur þetta með í útilegu og hvar er þetta á for- gangslistanum yfir það sem maður bara verður að hafa með sér í tjald- inu? Ég lokaði bara klósettinu því ég var gersamlega í hláturskasti,“ seg- ir ása. „Þegar ég var búin að hlæja í smá stund hugsaði ég með mér að ég yrði nú að halda áfram. „Kannski er þetta ekkert „butt plug“. Ég er eng- inn útilegusérfræðingur, þetta gæti alveg verið einhver viðlegubúnað- ur,“ hugsaði ég. Ég ákvað því að pota í gripinn. Þá sveiflaðist hann örlítið og var augljóslega úr gúmmíi. „Jú, þetta er „butt plug“ hugsaði ég,“ segir ása og hlær við. „Ég er búin að lifa á þessu atviki í meira en mán- uð. Þetta er eitt það fyndnasta sem ég hef lent í,“ segir hún og bætir því við að gripnum hafi verið hent. „Eigandinn verður bara að setja sig í samband við Akraneskaupstað og kvarta ef hann er reiður yfir því að þetta hafi farið í ruslið,“ segir hún létt í bragði. Almenn ánægja með dvölina En þrátt fyrir að einn og einn óvænt- ur aukahlutur skjóti upp kollinum og einstaka óhapp verði á salernun- um ítrekar ása að gestir gangi flest- ir mjög vel um svæðið. „Við leggjum líka mikið upp úr því að hafa snyrti- legt. Það er mikilvægt að fólk sem gistir í tjaldi geti komið inn á snyrti- legt salerni og sturtur, tala nú ekki um ef það er rigning og rok úti,“ segir hún.. „Fólk er þakklátt fyr- ir það, flestir eru til fyrirmyndar og er ánægðir með dvölina,“ segir ása Katrín Bjarnadóttir að endingu. kgk „Búið að vera mjög skemmtilegt að standa í þessu“ - segir Ása Katrín Bjarnadóttir um rekstur tjaldsvæðisins á Akranesi Ása Katrín Bjarnadóttir og Sigga Dísa Þórhallsdóttir hafa haft umsjón með tjaldsvæðinu á Akranesi í sumar. Ása Katrín og Sigga Dísa á tjaldsvæðinu í Kalmansvík.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.