Skessuhorn


Skessuhorn - 16.08.2017, Qupperneq 30

Skessuhorn - 16.08.2017, Qupperneq 30
MIÐVIKUDAGUR 16. áGúST 201730 „Hvaða staður er sá fallegasti sem þú hefur séð á ferð þinni um Ísland?“ Spurning vikunnar (Spurt í Stykkishólmi) Viktor Marinó á venslasamning STYKKISH: Körfu- knatt le iksdei ld Snæfells hefur náð samkomulagi við Viktor Marinó Alex- andersson um að leika með liðinu í 1. deild karla á komandi vetri. Viktor, sem er uppalinn hjá Snæfelli, skoraði 8,5 stig að meðaltali í leik með Stykkishólmsliðinu í Domino‘s deild karla í fyrra. Hann heldur til Reykjavíkur í nám með haustinu og mun skipta yfir í Stjörnuna og æfa með þeim en leika með Snæfelli á venslasamningi. „Snæ- fellsfjölskyldan fagnar samstarfinu við Stjörnu- menn og hlakkar til að sjá Viktor Marinó vaxa og dafna í hörkuverkefni sem framundan er,“ seg- ir í tilkynningu á Facebook-síðu kkd. Snæfells. Myndin er frá undirritun samningsins. Gunnar Svanlaugsson, formaður kkd. Snæfells og Viktor Marinó Alexandersson. -kgk Johanna farin frá Víkingi SNÆFELLSB: Um miðjan júlí síðastliðinn fékk Víkingur Ólafsvík liðsstyrk þegar sænski fram- herjinn Johanna Engberg gekk til liðs við fé- lagið. Johanna byrjaði vel í fyrstu deildinni og skoraði tvö mörk í fyrsta leik sínum fyrir fé- lagið í 3-0 sigri á Hömrunum. Johanna hefur nú yfirgefið Víking en hún lék alls fjóra leiki með félaginu á tæpum mánuði og skoraði tvö mörk. -bþb Kári með annan fótinn í 2. deild AKRANES: Það var sannkallaður toppslagur í þriðju deildinni í fótbolta um liðna helgi. Liðin í efstu sætunum; Kári og KF, öttu kappi á Ólafs- fjarðarvelli. Leiknum lauk með öruggum sigri Káramanna 4-0. Alexander Már Þorláksson skoraði þrennu í leiknum, þar af eitt úr víti, og Páll Sindri Einarsson eitt mark. Alexander Már virðist kunna vel við sig á Ólafsfjarðarvelli þar sem hann fyrir tveimur árum var langmarka- hæsti leikmaður 2. deildar með 18 mörk í 21 leik með KF. Kári er eftir leikinn með annan fótinn í 2. deild en liðið er í efsta sæti með 30 stig og með sex stiga forystu á KF sem situr í öðru sæti. Næsti leikur Kára er næsta föstudag á Akranes- velli gegn liði KFG en leikurinn hefst klukkan 18:30. -bþb Staðan erfið fyrir Víkingskonur SNÆFELLSB: Fyrir helgi hélt Víkingur Ólafsvík til Hafnar í Hornafirði til að leika gegn Sindra í fyrstu deild kvenna í knattspyrnu. Víkingur hef- ur verið í fallsæti nær allt tímabilið og var tæki- færi gegn Sindra að laga stöðu sína í deildinni en Sindra hefur gengið illa að undanförnu. Leik- urinn var heldur bragðdaufur og lauk með 0-0 jafntefli. Staða Víkings í deildinni er orðin býsna erfið og situr liðið í neðsta sæti með átta stig og þarf sex stig til að komast upp úr fallsæti. Liðið á þó einn leik til góða á flest lið í deildinni. Liðið spilaði í gær en leik var ekki lokið þegar fréttin er skrifuð, næsti leikur Víkings er næstkomandi laugardag á heimavelli gegn Tindastóli og hefst leikurinn klukkan 14:00. -bþb Skallagrímur nálgast úrslita- keppni BORGARNES: Gríðarlega mikilvægur leikur fór fram í C-riðli fjórðu deildar karla í knattspyrnu síðastliðinn miðvikudag. Þar mættust lið Skallagríms og Kormáks/Hvatar en bæði lið eru að berjast um að komast í úrslitkeppni fjórðu deildar. Leiknum lauk með 5-0 sigri Skallagríms en mörkin skoruðu; Viktor Ingi Jakobsson 2, Mi- los Bursac, Þorgeir Örn Tryggvason og Viktor Már Jónasson. Með sigrinum kom Skallagrímur sér í vænlega stöðu í riðlinum, í annað sætið tveimur stigum undan Árborg sem er í þriðja þegar tvær umferðir eru eftir. Mikil spenna einkennir riðil- inn og af átta liðum í riðlinum eiga fimm enn möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Næsti leikur Skallagríms er næstkomandi laugardag á Flúðum gegn liði Hrunamanna. -bþb Ana: „Berufjörður.“ Louis og Robin: „Landmannalaugar.“ Inge og Manfred: „Það var mjög fallegt að keyra Snæfellsnesið, klettarn- ir og landslagið í heild var alveg magnað. Kirkjan hér í Stykkis- hólmi er einnig afar falleg.“ Christian og Ana: „Jökulsárlón. Annars er eyjan í heild falleg; eldfjöll og jöklar, náttúran er stórkostleg.“ Yvonnick og Paul: „Landmannalaugar.“ Tryggvi Hrafn Haraldsson sóknar- maður ÍA hefur samið við sænska úrvalsdeildarliðið Halmstad og skrifaði Tryggvi undir þriggja ára samning við félagið. Í tilkynn- ingu sem ÍA sendi frá sér í kjöl- far félagaskiptanna segir Magnús Guðmundsson formaður KFÍA að hlutirnir hafi gengið hratt fyrir sig í samningaviðræðum. „Halmstad hafði samband við félagið eftir KR leikinn í vikunni með ósk um að kaupa Tryggva Hrafn og eftir við- ræður milli liðanna í síðustu viku varð úr að Knattspyrnufélag ÍA samþykkti þeirra tilboð í Tryggva. Vissulega er mikill missir af Tryggva en við erum með sóknarmenn inn- an okkar raða sem munu fylla skarð hans. Stjórn Knattspyrnufélags ÍA er ánægð fyrir hönd Tryggva sem á sannarlega framtíðina fyrir sér. Það ber vott um að stefna félagsins er að skila árangri að á rúmu einu ári hafa fimm leikmenn spilað með U21 landsliðinu, tvo með A lands- liðinu og tveir leikmenn hafa ver- ið seldir í atvinnumennsku,“ segir í tilkynningu frá Magnúsi. Tryggvi er 21 árs og glímdi við alvarleg meiðsli nær allan sinn fer- il með öðrum flokki ÍA og spilaði lítið þau ár. Í fyrra gaf Gunnlaugur Jónsson honum svo stórt hlutverk í liði Skagamanna og nýtti Tryggvi það vel. Hann fór fljótlega að vekja mikla athygli og svo fór að Heim- ir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, valdi Tryggvi í landsliðs- hóp fyrir vináttuleik gegn Mexíkó í janúar síðastliðnum þar sem Tryggvi lék sinn fyrsta A-landsleik. Tryggvi hefur leikið lykilhlutverk í liði Skagamanna í sumar og með félagsskipunum verður róður ÍA í Pepsideildinni enn þyngri en áður. Liðið situr en í neðsta sæti, sex stig- um frá því að komast úr fallsæti. Spenntur fyrir framhaldinu Tryggvi segist í samtali við Skessu- horn ekki hafa búist við að fara í at- vinnumennsku í sumar. „Félaga- skiptagluggarnir í Skandinavíu voru allir að loka og það var ekk- ert í kortunum að ég væri að fara út. Bjarki Gunnlaugsson, um- boðsmaður minn, hafði samband seinnipart miðvikudags og spurði hvort ég hefði áhuga að semja við Halmstad. Hlutirnir þurftu að ger- ast mjög hratt þar sem glugginn í Svíþjóð átti að loka tveimur dögum síðar. Ég ákvað að stökkva á tæki- færið enda hefur það verið draumur minn og markmið alla tíð að verða atvinnumaður,“ segir Tryggvi og bætir því við að það hafi verið erfitt að yfirgefa herbúðir Skagamanna í þeirri stöðu sem liðið er í. Tryggvi segist spenntur fyrir komandi tímum í Halmstad. „Bær- inn er mjög vinalegur og flottur svo ég efast ekki um að það fari vel um mig hér. Maður verður næstu daga og vikur að koma sér fyrir í bænum og hjá félagsliðinu. Kerf- ið sem Halmstad spilar er keim- líkt því kerfi sem Skaginn spilar og ég er hugsaður í sama hlutverk hér hjá Halmstad. Ég þekki því kerfið vel. Það hjálpar líka að Höskuldur Gunnlaugsson er liðsfélagi minn. Ég er bara almennt sáttur við að vera kominn til Halmstad og vona að ég geti starfað sem atvinnu- maður í fótbolta næstu árin,“ segir Tryggvi að endingu, en rætt var við hann síðastliðinn mánudag. bþb Tryggvi Hrafn Haraldsson til Halmstad Tryggvi í búningi Halmstad en hann samdi við félagið til þriggja ára. Ljósm. hbk.se Tryggvi Hrafn í leik gegn KR í vikunni sem leið. Ljósm. gbh Íþróttamót hestamannafélags- ins Dreyra verður haldið á Æðar- odda við Akranes dagana 19.-20. ágúst nk. Í tilkynningu frá móta- nefnd kemur fram að tímasetning upphafs móts fari eftir því hvern- ig skráning verður og því gæti það hafist föstudaginn 18. ágúst. Keppnisgreinar verða fimm- gangur í 1. flokki, 2. flokki, minna vanir, ungmennaflokki, unglinga- flokki og opnum flokki. Í fjórgangi verður keppt í 1. flokki, 2. flokki, minna vanir, ungmennaflokki, unglingaflokki, barnaflokki og opnum flokki. Í tölti T3 í 1. flokki, 2. flokki minna vanir, ungmenna- flokki, unglingaflokki, barnaflokki og opnum flokki. Í tölti T2 verð- ur keppt í 1. flokki, 2. flokki, ung- mennaflokki, unglingaflokki og opnum flokki. Í gæðingaskeiði verður keppt í 1. flokki, 2. flokki, minna vanir, ungmennaflokki, unglingaflokki og opnum flokki. Loks verður keppt í 100 m skeiði. „áskilin er réttur til að sam- eina flokka og fella niður keppn- isgreinar ef skráning er lítil í ein- stakar greinar. Öll skráning fer fram í Sportfeng, frá og með 11. ágúst og lýkur á hádegi í dag, 16. ágúst. Skráningargjöld greiðast inn á reiking 0552 14 601933 kt 450382-0359. Skráningargjald; fullorðnir, ungmenni, ungling- ar 5000 kr., börn 4000 krónur og fyrir gæðingaskeið og 100m skeið 3500 kr. Ef skránig er mikil gæti mótið hafist á föstudaginum 18. ágúst. -fréttatilkynning Íþróttamót Dreyra er framundan

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.