Skessuhorn - 13.09.2017, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 20178
Fisk Seafood ehf. hefur fest kaup
á sjávarútvegsfyrirtækinu Soffan-
íasi Cecilssyni hf. í Grundarfirði.
Kaupin eru með fyrirvörum, m.a.
um samþykki Samkeppniseftirlits-
ins. Þetta kemur fram í fréttatil-
kynningu sem send var fjölmiðl-
um í gær. „Með þessu hyggst Fisk
Seafood ehf. styrkja sig í sessi sem
eitt öflugasta sjávarútvegsfyrir-
tæki landsins og treysta enn frekar
fjölbreyttan rekstur í útgerð, fisk-
vinnslu og sölu sem byggst hef-
ur upp á undanförnum árum. Ef
af kaupunum verður mun starf-
semi félagsins skipulögð með það
að markmiði að tryggja áframhald-
andi öfluga starfsemi í Grundar-
firði.“
Soffanías Cecilsson hf. hefur frá
stofnun verið fjölskyldufyrirtæki
með starfsemi í Grundarfirði. Þar
starfa 44 og skiptast þannig: 25 í
landvinnslu, 14 á Grundfirðingi
SH og fimm á Sigurborgu SH.
„Það er mat eigenda félagsins að
rétt sé og tímabært að koma fyr-
irtækinu í hendur aðila sem hefur
það að markmiði að tryggja áfram-
haldandi öfluga starfsemi fyrirtæk-
isins í Grundarfirði,“ segja selj-
endur. mm
Styðja
golfkúbbinn
sérstaklega
BORGARYGGÐ: Byggð-
arráð Borgarbyggðar sam-
þykkti á síðasta fundi sín-
um að styrkja Golfklúbb
Borgarness um eina milljón
króna vegna umhirðu úti-
vistarsvæða í Hamarslandi.
„Upphæðin er flutt af lið
vinnuskólans þar sem ekki
tókst að fullmanna hann
í sumar,“ segir í bókun.
Frekari umræðu um stuðn-
ing sveitarfélagsins við um-
hirðu golfvallar var vísað til
fjárhagsáætlunar næsta árs.
-mm
Aflatölur fyrir
Vesturland
dagana 2. - 8. september
Tölur (í kílóum)
frá Fiskistofu:
Akranes: 3 bátar.
Heildarlöndun: 8.583 kg.
Mestur afli: Ebbi AK: 7.101
kg í 2 löndunum.
Arnarstapi: 2 bátar.
Heildarlöndun: 2.890 kg.
Mestur afli: Gestur SH:
1.957 kg í 3 róðrum.
Grundarfjörður: 6 bátar.
Heildarlöndun: 194.767 kg.
Mestur afli: Hringur SH:
65.637 kg í 1 löndun.
Ólafsvík: 24 bátar.
Heildarlöndun: 591.204 kg.
Mestur afli: Brynja SH:
79.758 kg í 10 róðrum.
Rif: 13 bátar.
Heildarlöndun: 223.760 kg.
Mestur afli: Sæbliki SH:
51.181 kg í 7 löndunum.
Stykkishólmur: 4 bátar.
Heildarlöndun: 68.441 kg.
Mestur afli: Hannes Andr-
ésson SH: 26.486 kg í 5 róðr-
um.
Topp fimm landanir á
tímabilinu:
1. Hringur SH - GRU:
65.637 kg. 6. september.
2. Steinunn SF - GRU:
63.093 kg. 6. september.
3. Helgi SH - GRU:
45.302 kg. 3. september.
4. Guðmundur Jensson
SH - ÓLA: 29.545 kg. 5.
september.
5. Guðmundur Jensson
SH - ÓLA: 21.011 kg. 7.
september.
-kgk
18 milljarðar til
vegagerðar
LANDIÐ: Tæplega 18
milljörðum króna verð-
ur varið til framkvæmda og
viðhalds vega á fjárlögum
ársins 2018, sem kynnt voru
í gærmorgun. Meðal stærstu
verkefna sem fé verður var-
ið til á næsta ári eru Dýra-
fjarðargöng, ný Vestmanna-
eyjaferja og nýr kafli hring-
vegarins í Berufjarðarbotni
austur á fjörðum. Ljósleið-
aravæðing landsins verð-
ur styrkt um hálfan milljarð
króna í gegnum verkefnið
Ísland ljóstengt og þá seg-
ir enn fremur á vef stjórn-
arráðsins að hafnarbóta-
sjóður verði efldur. Stig-
in verða skref í átt að sam-
ræmdu kerfi grænna skatta á
árinu 2018. Kolefnisgjald er
hækkað og gjaldtaka af dísil-
olíu og bensíni jafnað. Áhrif
þess munu verða um það bil
átta króna hækkun á bens-
ínlítrann og 18 króna hækk-
un á díselolíu. Þessi breyt-
ing er talin munu skila rík-
issjóði um 1,7 milljörðum í
ríkiskassann í formi aukinna
tekna. Ívilnanir vegna kaupa
á rafbílum, sem hefðu fall-
ið niður, verða framlengdar
í þrjú ár.
-kgk
Skólabörn
spretta úr spori
LANDIÐ: Norræna skóla-
hlaupið hófst hér á landi
síðastliðinn föstudag. Um
er að ræða árlegt verk-
efni sem grunnskólum á
Norðurlöndunum býðst
að taka þátt í. Markmiðið
með Norræna skólahlaup-
inu er að hvetja nemendur
til að hreyfa sig reglulega
og stuðla þannig að betri
heilsu og vellíðan. Á síðasta
ári tóku rúmlega 15 þús-
und grunnskólanemendur
frá 63 skólum á Íslandi þátt
í hlaupinu og hlupu til sam-
ans um 40 hringi í kringum
landið, en hægt er að velja
um þrjár vegalengdir 2,5, 5
og 10 kílómetra. Meðfylgj-
andi svipmynd er úr safni
Skessuhorns og sýnir vaska
nemendur í Borgarnesi sem
tóku þátt í Norræna skóla-
hlaupinu.
-mm
Rammar og
myndir 20 ára
AKRANES: Eigendur
verlsunarinnar Rammar og
myndir á Akranesi fagna
20 ára starfsafmæli í ár. Af
því tilefni er boðið til af-
mælisveislu í versluninni
að Skólabraut 27 föstudag-
inn 15. september næst-
komandi. Opið verður frá
kl. 10:00 til 20:00 og allt að
40% afsláttur á vörum í til-
efni dagsins.
-kgk
Í Grunnskóla Grundarfjarðar er sú
nýbreytni að nemendum með pólsku
að móðurmáli býðst nú kennsla í
sínu tungumáli. Agniazka Imgront
sér um kennsluna en sami háttur er
hafður á í Grunnskóla Snæfellsbæjar
og í Stykkishólmi. Agniezka kenndi
pólsku við Grunnskóla Snæfellsbæj-
ar í fyrravetur en nú í vetur kenn-
ir hún við þessa þrjá skóla í Grund-
arfirði, Snæfellsbæ og Stykkishólmi.
tfk
Agniezka með nokkrum nemendum
sínum í Grunnskóla Grundarfjarðar.
Pólskukennsla í grunnskólum á Snæfellsnesi
Útgjöld ríkissjóðs árið 2018 verða
um 800 milljarðar króna samkvæmt
fjárlögum ársins 2018 sem kynnt
voru í gærmorgun. Um tveim-
ur þriðju af þeirri fjárhæð verður
varið til velferðar-, heilbrigðis- og
menntamála. Frá þessu er greint í
kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins
2018 á vef Stjórnarráðs Íslands.
Gert er ráð fyrir að heildaraf-
koma ríkissjóðs á árinu 2018 skili
afgangi sem nemur tæpum 44 millj-
örðum króna. Er það fjórum millj-
örðum meira en gert var ráð fyrir í
fjármálaáætlun og í góðu samræmi
við áætlunina og fjármálastefnu sem
Alþingi samþykkti sl. vor. Afgang-
ur á frumjöfnuði er 104 milljarð-
ar króna og minnkar afgangurinn
sem nemur einum milljarði frá fjár-
málaáætlun. Frumjöfnuðurinn er
þó nánast óbreyttur á mælikvarða
vergrar landsframleiðslu, eða 3,8%
sem er með því hæsta í Evrópu.
Vaxtajöfnuður hefur á móti batnað
umtalsvert, um 4,6 milljarða króna.
Skýrist það af stærstum hluta af því
að ríkissjóður keypti í apríl 2017 til
baka eigin skuldabréf í Bandaríkja-
dölum, að nafnvirði 99 milljarðar
króna.
Skuldir ríkissjóðs hafa lækkað
fyrri hluta árs 2017 um nálægt því
200 milljarða króna. Vaxtagreiðslur
eru áfram stór hluti útgjalda og
munu nema um 73 milljörðum á
næsta ári, að meðtöldum reikn-
uðum vöxtum vegna lífeyrisskuld-
bindinga, en þeir nema 14 milljörð-
um króna. Á móti koma vaxtatekjur
upp á 12 milljarða. Gert er ráð fyr-
ir því að skuldir lækki einnig hratt
á árinu 2018, eða um 36 milljarða.
Ráðgert er að skuldir hins opinbera
fari niður fyrir 30% árið 2019.
kgk
44 milljarða afgangur á næsta ári
Ríkisstjórn Íslands.
Fisk Seafood kaupir í Grundarfirði