Skessuhorn


Skessuhorn - 13.09.2017, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 13.09.2017, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 201712 Orkuveita Reykjavíkur, í samstarfi við Háskóla Íslands og erlendar vísindastofnanir, hefur fengið tvo styrki til að þróa áfram bindingu koltvíoxíðs í grjót. Styrkirnir tveir nema samtals 12,2 milljónum evra, sem svarar til liðlega eins og hálfs milljarðs króna. „Nýsköpunarverk- efnin, sem hófust árið 2007, hafa þegar leitt til verulegs samdrátt- ar í losun jarðhitalofts frá Hellis- heiðarvirkjun. Níu doktorsnemar hafa varið ritgerðir sínar um kol- efnisbindingu í bergi og starfa við rannsóknir hér heima og erlend- is. Framundan er meðal annars að þróa bindingu koltvíoxíðs á sjávar- botni. Dr. Edda Sif Pind Aradóttir verkefnisstjóri segir styrkina, sem dreifast á fjölda samstarfsaðila, vera mikla viðurkenningu og auka vægi verkefnanna í baráttunni við loftslagsvandann,“ segir í tilkynn- ingu frá Orkuveitu Reykjavíkur. Gas í grjót Frá árinu 2007 hafa vísindamenn, í samstarfi við iðnaðar- og tæknifólk Orkuveitu Reykjavíkur og dótt- urfyrirtækjanna Orku náttúrunn- ar og Veitna, unnið að þróun og prófun á þeirri hugmynd að hægt sé að taka koltvíoxíð sem kemur upp með jarðhitavökvanum, blanda það vatni og dæla aftur niður í jörð- ina. Þar bindist það síðan varan- lega í formi steinda. „Þetta heppn- aðist. Sama aðferð er nú nýtt til að hreinsa brennisteinsvetni úr út- blæstrinum og er nú um 60% þess sem upp kemur bundið sem steind- ir í basaltberglögum djúpt í jörðu í grennd virkjunarinnar. CarbFix er heitið á upphaflega þróunarverk- efninu með koltvíoxíð. SulFix er heitið sem brennisteinsverkefnið fékk og einu nafni ganga þau undir heitinu Gas í grjót,“ segir í tilkynn- ingu Orkuveitunnar. Beina sjónum að sjónum Sökum þess að þær aðferðir sem hafa verið þróaðar til að binda jarð- hitaloftið í basaltslögum eru vatns- frekar og að mikil basaltsberglög er að finna á hafsbotni, þá beina vís- indamenn í verkefninu nú sjón- um sínum að bindingu koltvíoxíðs í sjávarbotni. Verkefnið hefur vakið heimsathygli síðsutu misseri, ekki síst eftir að grein birtist um það í hinu virta vísindatímariti Science um mitt síðasta ár. Erlendir miðlar hafa síðan þá gert sér ferðir hingað til lands sérstaklega til að greina frá verkefninu. kgk Veglegir styrkir til loftslagsverkefna OR Koltvísýringur bundinn í stein. Ljósm. Orkuveita Reykjavíkur. Fjölbrautaskólinn á Akranesi, síðar Fjölbrautaskóli Vesturlands (FVA), fagnar 40 ára starfsafmæli í ár. FVA var stofnaður formlega árið 1987 með undirritun samnings milli 32 sveitarfélaga á Vesturlandi og menntamálaráðuneytis um rekst- ur sameiginlegs framhaldsskóla. Byggt var á grunni Fjölbrautaskól- ans á Akranesi sem tók til starfa 12. september 1977 þegar Gagnfræða- skólinn á Akranesi og Iðnskólinn á Akranesi sameinuðust. Samningur- inn frá 1987 hefur tekið nokkrum breytingum í gegnum tíðina, með- al annars vegna breytinga á lögum um framhaldsskóla. Nú standa sex sveitarfélög að skólanum; Akranes, Borgarbyggð, Dalabyggð, Eyja- og Miklaholtshreppur og Hvalfjarðar- sveit. Opið hús á laugardaginn Í tilefni tímamótanna er boðið til af- mælisveislu með opnu húsi og hátíð- ardagskrá í húsakynnum FVA næst- komandi laugardag, 16. september, frá kl. 14 til 19. Dagskráin hefst á stuttum hátíðarræðum á sal skólans. Þar munu flytja ávarp Ágústa Elín Ingþórsdóttir, skólameistari, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráð- herra ferðamála, iðnaðar og nýsköp- unar og Sævar Freyr Þráinsson, bæj- arstjóri á Akranesi. Auk þess munu tveir fyrrum nemendur skólans flytja ávarp, annar nýlega útskrifað- ur en hinn úr fyrsta stúdentsárgangi skólans. „Við ætlum að hafa dag- skrána í léttum dúr og halda ræðu- höldum í lágmarki,“ segir Ágústa Elín Ingþórsdóttir skólameistari í samtali við Skessuhorn. „Meiri áhersla verður lögð á myndasýn- ingar og myndbandasýningar sem munu rúlla á nokkrum skjám í skól- anum. Þar verður að sjá ýmislegt skemmtilegt frá starfi skólans und- anfarin 40 ár,“ bætir hún við. „Við ákváðum að skipta sýningunum upp eftir árum, þannig að á einum stað verður sýnt frá fyrstu tíu árunum, á þeim næsta frá ellefta til tuttugasta starfsársins og svo framvegins. Ég og fleiri erum búin að liggja yfir ljós- myndum skólans, myndböndum frá gömlum tónlistarkeppnum, leikrit- um og fleiru. Þar er af ýmsu að taka og margt mjög skemmtilegt að finna sem verður til sýningar á laugardag- inn,“ segir Birna Björk Sigurgeirs- dóttir, verkefnisstjóri afmælishátíð- arinnar. „Það er búið að vera mjög skemmtilegt að undirbúa afmælið ásamt góðu fólki og enginn dagur leiðinlegur ennþá,“ segir hún. Afmælisrit FVA Í tilefni afmælisins verður gef- ið út sérstakt afmælisrit FVA. „Sú hugmynd kom upp að blaðið yrði unnið í sérstökum fjölmiðlaáfanga sem komið var á fót. Kristbjörn Helgi Björnsson sögukennari og Leó Jóhannesson íslenskukenn- ari tóku að sér umsjón með áfang- anum. Í hann skráðu sig 15 nem- endur og viðtöl sem þau hafa tek- ið mynda uppistöðuefni blaðsins,“ segir Ágústa. „Þetta er 60 síðna rit, fullt af efni, gömlum mynd- um og fleiru skemmtilegu úr starfi skólans í gegnum tíðina. Verið er að leggja lokahönd á blaðið þessa dagana og það verður gefið út á af- mælisdaginn, mun koma ferskt úr prentvélunum á laugardagsmorg- un,“ segir Birna. „Blaðið verður sent út eftir helgi en mun að sjálf- sögðu liggja frammi hér í skól- anum á afmælishátíðinni. Þetta er mjög skemmtilegt verkefni og mikill spenningur fyrir útgáfu rits- ins. Birna á heiður skilinn fyrir að hafa haldið utan um útgáfuna, seg- ir Ágústa. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá Tónlist verður áberandi á afmæl- ishátíðinni og mun fjöldi tónlist- armanna á öllum aldri koma fram. „Flestir þeirra, ef ekki allir, hafa verið nemendur við skólann. Við verðum með myndarlegt húsband skipað kennurum og fyrrum nem- endum,“ segir Ágústa. „Síðan mun hljómsveitin Tíbrá koma fram og e.t.v. fleiri hljómsveitir, Heiðmar Eyjólfsson, Hrund Snorradóttir, Orri Sveinn Jónsson og Helga Ingibjörg Guð- jónsdóttir, auk fleiri söngvara. „Hallgrímur Ólafsson, Halli melló, verður veislustjóri og ætlar að taka lagið,“ segir Birna „og þar sem hátíðarhöldin fara fram um allt hús verða órafmagnaðir tón- leikar í gamla sal skólans. Við ætl- um að reyna að skapa létta stemn- ingu þar, að formlegri dagskrá lok- inni,“ bætir hún við. „Þetta verður mjög skemmtilegur dagur og það ríkir mikil eftirvænting meðal okk- ar hér í skólanum. Dagskráin er fjölbreytt og skemmtileg og boð- ið verður upp á kaffiveitingar. All- ir eru velkomnir og við vonumst auðvitað til að sjá sem allra flesta á laugardaginn,“ segja Ágústa og Birna að endingu. kgk Fjölbrautaskóli Vesturlands er fertugur Ágústa Elín Ingþórsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands. Birna Björk Sigurgeirs- dóttir er verkefnisstjóri afmælishátíðarinnar. Forsíða afmælis- blaðsins. „Þetta er 60 síðna rit, fullt af efni, gömlum myndum og fleiru skemmtilegu úr starfi skólans í geg- num tíðina. Verið er að leggja lokahönd á blaðið þessa dagana og það verður gefið út á afmælisdaginn, mun koma ferskt úr prentvélunum á laugardagsmorgun.“

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.