Skessuhorn - 13.09.2017, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2017 17
Anna Rún Kristbjörnsdóttir er
ungur hönnuður frá Bóndhól í
Borgarfirði. Hún hefur tekið upp
listamannanafnið BláRún og býr
nú til skartgripi úr bláskel. „Ég er
búin að vera að þróa þetta í nokkur
ár en fór ekki af stað af neinni al-
vöru fyrr en í fyrrahaust, þegar ég
ákvað að setja þetta í framleiðslu,“
segir Anna Rún í samtali við blaða-
mann Skessuhorns. „Þetta er mik-
il þolinmæðisvinna og langt ferli
fyrir hverja skel. Ég pússa þær í
þremur verkferlum, með mismun-
andi grófleika. Svo þarf að bora gat
fyrir festuna og pússa sjálfa festuna
í rétta stærð fyrir hverja skel, því
skeljarnar eru mismunandi þykkar.
Allt tekur þetta töluverðan tíma.
Ég er ekki viss um að ég hefði lagt
í þetta ef ég hefði gert mér grein
fyrir hversu mikil vinna þetta
væri,“ segir Anna Rún og hlær.
Í fyrrahaust fékk Anna Rún at-
vinnu- og nýsköpunarstyrk úr
Uppbyggingarsjóði Vesturlands
og þá fór boltinn að rúlla. „Það var
þvílík viðurkenning fyrir mig að
fá þennan styrk og það veitti mér
meiri trú á verkefnið. Skartgripa-
línan heitir Blue shell of Iceland
og fyrst á markað eru hálsmen-
in Ocean, Wave, Tide og Beach.
Þó allar flokkist undir þessi heiti
er enginn þeirra eins, hver og ein
hefur sitt sérkenni og sína náttúru-
legu litafegurð,“ segri Anna Rún.
Aðspurð hvenær vörurnar komi
á markað segir Anna Rún að það
verði vonandi fljótlega. „Það
stendur yfir söfnun til 4. októ-
ber inni á Karolina fund til þess
að klára lokaskrefið áður en varan
kemst á markað. Karolina fund er
íslensk söfnunarsíða þar sem fólk
getur sett inn verkefnin sín og
beðið um ákveðna upphæð innan
ákveðins tímaramma. Ef upphæð-
in næst gekk söfnunin upp en ef
ekki fær umsækjandi ekki neitt af
því sem safnaðist, og styrktaraðilar
borga heldur ekkert.“
Anna Rún kveðst hafa fengið
ótrúlega góðar viðtökur frá fólki.
„Það er bara spennandi að sjá hver
framtíð Blue shell mun verða. Eftir
að söfnuninni á Karolina fund lýk-
ur, hvort sem hún næst eða ekki,
stefni ég á að koma vörunni minni
inn í fallegar verslanir með hönn-
unarvörur,“ segir Anna Rún og
bætir því við að hægt sé að fylgjast
með gangi mála á Facebook undir
nafninu BlaRun.artist og á Karol-
ina fund söfnunarsíðunni, https://
www.karolinafund.com/project/
view/1784
arg/ Ljósm. Anna Rún
Kristbjörnsdóttir
Vinnur skartgripi
úr bláskel
Anna Rún Kristbjörnsdóttir hönnuður
er frá Bóndhól í Borgarhreppi.
Hálsmen sem Anna Rún Kristbjörnsdóttir býr til úr bláskel.
Ocean sem er fest í sitthvorn endann er lárétt, oftast langt og mjótt form. “Fyrir
mér er formið og litirnir í Ocean eins og að horfa yfir hafið og sjá sjóndeildar-
hringinn.”
Stjórn Uppbyggingarsjóðs Vesturlands hefur ákveðið að veita
afar áhugaverðu verkefni/verkefnum allt að 14 m.kr. styrk.
Verkefnið þarf að grundvallast á vel unninni viðskiptaáætlun, sem
hefur skírskotun til svæðisins og nýsköpunar í atvinnulífi eða
menningu þess, ásamt því að skapa störf og verðmæti.
Ferli umsóknar verður með þeim hætti að skila þarf inn hugmyndalýsingu
til stjórnar Uppbyggingarsjóðs Vesturlands fyrir 10. október n.k.
Þar þarf að koma fram á 2-3 blaðsíðum lýsing á hugmyndinni, gróf
áætlun um hversu mörg störf verkefnið geti skapað, hversu mikla
fjárfestingu sé um að ræða og áætlaða tímasetningu framkvæmda.
Stjórn Uppbyggingarsjóðs Vesturlands mun velja úr allt
að fjórar umsóknir og veita þeim styrk að upphæð
500 þús. kr. til að ljúka við gerð viðskiptaáætlunar.
Skilafrestur endanlegrar viðskiptaáætlunar verður síðan 15. nóvember nk.
og niðurstöður um styrkveitingar kynntar í desember 2017.
Nánari upplýsingar veitir Ólöf Guðmundsdóttir atvinnuráðgjafi,
netfang olof@ssv.is eða í síma 433-2310/898-0247.
UPPBYGGINGARSJÓÐUR VESTURLANDS
AUGLÝSIR EFTIR GÓÐUM VIÐSKIPTAHUGMYNDUM
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
Umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands
Veittir verða styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar
Á heimasíðu Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi,
www.ssv.is/uppbyggingarsjodur-vesturlands,
er að finna upplýsingar um umsóknarferli,
reglur og viðmið varðandi styrkveitingar.
Nánari upplýsingar veitir Ólöf í síma 898-0247/433-2319
Netfang: olof@ssv.is
Frestur til að skila umsóknum er til 2. október 2017.
AUGLÝST EFTIR UMSÓKUM Í
UPPBYGGINGARSJÓÐ VESTURLANDS
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
Fréttaveita Vesturlands
www.skessuhorn.is