Skessuhorn - 13.09.2017, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 20174
Virðisaukaskattur á ferðaþjónustu
mun hækka í 22,5% um áramót-
in 2018/2019 samhliða almennri
lækkun efra virðisaukaskattsþreps
úr 24% í 22,5%. Áður hafði ver-
ið stefnt að því í fjármálaáætl-
un að færa gistiþjónustu og aðra
ferðaþjónustutengda starfsemi úr
neðra þrepi í þrep almenns virðis-
aukaskatts 1. júlí 2018. Sú breyt-
ing frestast því um hálft ár. Þetta
er meðal þess sem kom fram þeg-
ar Benedikt Jóhannesson fjármála-
ráðherra kynnti fjárlög ársins 2018
í gærmorgun.
Markmiðið með færslu ferða-
þjónustunnar í almennt þrep virð-
isaukaskatts er að stuðla að sjálf-
bærari vexti atvinnugreinarinnar,
bættri skilvirkni virðisaukaskatt-
skerfisins og samræmingu rekstrar-
skilyrða atvinnugreina, þannig að
ferðaþjónustan ryðji ekki öðrum at-
vinnugreinum úr vegi. „Með þessu
uppleggi erum við að koma til móts
við gagnrýni sem kom við um-
fjöllun um fjármálaáætlun, einkum
hversu flókið það er að breyta um
skattþrep tvisvar á hálfu ári. Neyt-
endur munu fagna lægri virðisauka-
skatti og Ísland verður samkeppn-
ishæfara bæði hvað varðar lífskjör
og starfsskilyrði fyrirtækja,“ segir
Benedikt.
Framkvæmdasjóður ferðamanna-
staða mun hafa tæpar 800 milljónir
til ráðstöfunar á árinu 2018. Nemur
það aukningu upp á um 200 millj-
ónir. Enn fremur segir í kynningu
fjárlaga á vef stjórnarráðsins að
auknu fé verði varið til rannsókna
og gagnaöflunar í ferðaþjónustu.
Þá verði stuðningur við Markaðs-
stofur landshlutanna aukinn veru-
lega. kgk
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum.
Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá-
auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 2.835 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða
kr. 2.457. Rafræn áskrift kostar 2.226 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.058 kr.
Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is
Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Emilía Ottesen emilia@skessuhorn.is
Umbrot og hönnun:
Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Við erum Íslendingar
Haustverk Íslendinga eru líklega álíka misjöfn og við erum mörg. Raunar
er haustið sú árstíð sem flestir miða við að hefja eitthvað eða ljúka, breyta
til eða setja markmið. Á haustin hefst til dæmis skólastarf, unga fólkið lýk-
ur sumarstörfum sínum og sest á skólabekk. Eldri bóka sig sömuleiðis á
námskeið í þeim tilgangi að bæta þekkingu og fjölga tækifærum. Við upp-
skerum úr görðum því sem til var sáð að vori og í byrjun september hefja
sjómenn og sjávarútvegsfyrirtæki nýtt tímabil veiða og vinnslu. Loks er
haldið til fjalla og þangað sótt fé sem rekið er til rétta og í kjölfarið hefst
sláturtíð. Samkvæmt venju reyna hagsýnir að koma sér upp vetrarforða í
kistuna, kartöflur eru teknar upp og settar í geymslu og berin eru sultuð í
óteljandi krukkur. Haustið er því tími anna og gleði yfir fengnum hlut.
Öll erum við afkomendur fólks sem þurft hefur að berjast fyrir lífinu.
Ekki þarf að leita langt aftur í tímann til að heyra um ótrúlega lífsbaráttu
fólks; að eiga til hnífs og skeiðar, hlý híbýli til að hafast við í, eða næga at-
vinnu. Til er fólk niður undir sjötugt sem ólst upp í torfbæjum og kynnt-
ist aðstæðum eins og forfeður okkar lengra aftur í aldir bjuggu við. Elstu
núlifandi Íslendingarnir muna margir þá tíð að föt voru ekki til skiptanna
og matur af skornum skammti. Aðstæður hafa þannig breyst gríðarlega á
innan við einum mannsaldri.
Þetta er okkur hollt að rifja upp nú á tímum þegar kvart og kvein heyr-
ist víða yfir því sem flokka mætti sem smámuni eða hégóma í samanburði
við þau kjör sem margir af forfeðrum okkar þurftu að búa við. Þess vegna
eigum við að gleðjast yfir því sem við höfum og draga úr óánægju eða öf-
und í garð annarra. Vissulega er gæðunum afskaplega misskipt og líklega
mun ekkert okkar lifa þann dag þegar jöfnuður verður milli þegna þessa
lands. Slíkt hefur aldrei verið og mun ekki verða því fólk reynir í krafti afls
peninga sem það á, að halda yfirráðum sínum, peningalegu forskoti. Sem
betur fer getur það ekki keypt hamingjuna af öðrum, því hún er ekki föl,
hversu hátt sem boðið er. Hins vegar ber okkur að berjast gegn því öllum
stundum að fólk líði skort og æskunni sé mögulega ekki búin jöfn tækifæri
til náms og sjálfsbjargar síðar á lífsleiðinni.
Þannig vil ég meina að haustið sé og eigi að vera gleðitími jafnt inn til
lands og út til stranda. Þessi tími öflunar matar til að byggja upp vetrar-
forða á að vera bundið í gen okkar. Þess vegna hætti ég til dæmis fyrir
löngu síðan að veiða lax þegar komið var á því galna fyrirkomulagi að
veiða og - „sleppa.“ Að sleppa bráð sem búið er að fanga er andstætt
veiðieðli hvers manns og það mega aðrir en ég haga sér þannig úti í nátt-
úrunni. Hins vegar er gaman að upplifa gleðina þegar vænn dilkur kemur
af fjalli, fallegur þorskur er dreginn úr sjó, silungur úr tjörn, bústin ber
tínd af lyngi eða þegar bóndinn þreskir fallegt korn. Allt er þetta í þeim
tilgangi gert að búa í haginn fyrir veturinn. Við söfnum forða, hjálpumst
að í réttunum, eða við sultugerðina. Við svíðum svið, tökum slátur og
steikjum fiskibollur í kistuna. Við erum einfaldlega að feta í fótspor for-
feðra okkar sem nákvæmlega með þessum hætti tókst að draga fram lífið,
þreyja þorrann og góuna, allt þar til birta sólar að vori hóf að kveikja nýtt
líf til að hringrásin gæti haldið áfram. Það hvernig tókst til við haust-
verkin skildi einfaldlega á milli feigs og ófeigs. Tímabundið verðfall eins
og nú er á dilkakjöti, lágt verð fyrir fisk á markaði eða gæftaleysi er bara
ástand, eitthvað sem lagast eða verður leyst. Tímabundið ástand sem ekki
má skyggja á tilganginn með þessu öllu saman og gleðina við að fá að upp-
lifa haustið með allsnægtum þess. Við ætlum nefnilega áfram að eiga hér
heima. Við erum Íslendingar.
Magnús Magnússon.
Leiðari
Hækkun virðisaukaskatts
á ferðaþjónustu frestast
Ferðamenn á gangi við Hraunfossa í Borgarfirði. Ljósm. úr safni.
Framlög til byggingar nýs Land-
spítala verða 2,8 milljarðar króna á
árinu 2018. Er það hækkun um 1,5
milljarð frá fjármálaáætlun. Bygg-
ing spítalans hefst seinni hluta næsta
árs og þá verður sömuleiðis haf-
ist handa við byggingu meðferðar-
kjarna við Hringbraut. Þetta kemur
fram í kynningu á fjárlögum ársins
2018 á vef stjórnarráðsins. Þar segir
að haldið verði áfram með átak til að
bæta núverandi húsnæði Landspít-
ala. Alls hækka útgjöld til heilbrigð-
is- og velferðarmála um 4,6% um-
fram launa- og verðlagsþróun.
„Hugað er að geðheilbrigðis-
málum víða í kerfinu. Heilsugæsl-
an um land allt verður styrkt áfram
sem fyrsti viðkomustaður, t.d. með
fjölgun sálfræðinga. Barna- og ung-
lingageðdeild Landspítala verður
styrkt sérstaklega og sálfræðingum
á heilsugæslu, geðheilsuteymum og
meðferðarúrræðum við geðvanda
fjölgað,“ segir á vef stjórnarráðsins.
Samkvæmt fjármálaáætlun er gert
ráð fyrir því að framlög til geðheil-
brigðisþjónustu, þ.m.t. barna- og
unglingageðdeildar, verði aukin í
áföngum til ársins 2022. kgk
Tæpir þrír milljarðar í nýjan Landspítala
Teikning að nýjum Landspítala við Hringbraut í Reykjavík.
Skipt hefur verið um veiðarfæri
á Saxhamri SH í Rifi sem gerð-
ur hefur verið út á línu- og neta-
veiðar af Útnesi ehf. Mun nú verða
hætt á línu og byrjað á dragnót. Er
þetta í fyrsta sinn í sögu útgerðar-
innar að báturinn verður gerður
út á dragnót. Búnaður til línuveiða
hefur verið fjarlægður úr bátn-
um og hann nú útbúin fyrir drag-
nótina. Við þessar breytingar fækk-
ar í áhöfn bátsins úr fjórtán niður í
átta. Saxhamar verður því hér eftir
gerður út á dragnót og net. Ástæð-
ur fyrir því að rekstrarmynstri báts-
ins er breytt með þessum hætti eru
að fiskverð hefur lækkað, veiðigjöld
hækkað og beitukostnaður sömu-
leiðis. Eftir breytingarnar verður
Saxhamar SH orðinn meðal stærstu
dragnótarbáta í flota landsins en
hann er 393 brúttótonn og um 40
metra langur.
þa
Saxhamar útbúinn til dragnótarveiða