Skessuhorn


Skessuhorn - 01.11.2017, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 01.11.2017, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 201716 Færst hefur í vöxt að Íslendingar sem og nágrannar okkar á norð- lægum slóðum fari í tannlækna- ferðir til Póllands. Einnig hefur á liðnum árum verið talsvert um slíkar ferðir til Búlgaríu og fleiri landa Austur-Evrópu. Ferðum Ís- lendinga í þessum tilgangi til Pól- lands hefur fjölgað að undanförnu og margir lýst ánægju sinni með þá reynslu. Tilviljun réði því að Sig- rún Hjartardóttir í Hátúni í Borg- arfirði heimsótti eina slíka stofu og hefur undanfarin misseri aðstoðað nágranna sína og fjölskyldu til að komast utan til tannlækninga. En þessi starfsemi er hratt að vinda upp á sig hjá Sigrúnu og allt upp í fimmtán einstaklingar hafa farið saman í slíkar ferðir á hennar veg- um og framundan eru fleiri ferðir. Skessuhorn fékk að forvitnast um þennan vísi að ferðaskrifstofu sem Sigrún rekur frá heimili sínu í upp- sveitum Borgarfjarðar. Hægt að leita tilboða „Þetta byrjaði fyrir fimm árum. Þá fórum við Steini maðurinn minn, mamma hans og stjúpi, í borgar- ferð til Varsjár í Póllandi. Steina vantaði að komast til tannlæknis og hafði ýtt því verkefni dálítið á undan sér. Í og með fórum við því í þessa borgarferð til að skoða að- stæður á tannlæknastofum í Varsjá. Við höfðum séð að algengt var að fólk frá t.d. Noregi, Bretlandi og Danmörku hafði verið að fara til Póllands til að leita sér tannlækn- inga vegna þess hversu hagkvæmt það þótti. Áður en við fórum út höfðum við aðeins kynnt okk- ur málið. Pólskar tannlæknastofur bjóða t.d. upp á upplýsingasíðu á netinu þar sem hægt er að óska eft- ir tilboðum í tannlækningar. Fólk gefur þá upp ákveðnar grunnupp- lýsingar um hvað það haldi að þurfi að gera og getur óskað eftir tilboðum út frá því. Þar getur ver- ið um að ræða tannviðgerðir, rétt- ingar eða tannsmíði. Þegar ósk um tilboð hefur verið send, koma til- boð til baka frá þremur tannlækna- stofum, ásamt myndum af starfs- fólki, aðstöðu á stofunum, opn- unartíma, meðmælum sjúklinga og verði. Út frá slíkum tilboðum völdum við okkur eina tannlækna- stofu og vorum rosalega heppin með það val. Eftir það höfum við fylgt tannlækninum á stofunni og eltum hann reyndar þegar hann stofnaði nýja stofu með félögum sínum á öðrum stað. Þessi tann- læknir kennir auk þess við háskól- ann í Varsjá og hefur reynst okk- ur einstaklega vel. Hann er í senn traustur, vandvirkur en ekki síst ódýr í mælikvarða við það verðlag sem við þekkjum hér heima,“ seg- ir Sigrún. Skipuleggur það sem þarf Í boði eru ódýrar flugferðir til Var- sjár í Póllandi. Með því að leita hagstæðustu verða er jafnvel hægt að fá flug báðar leiðir auk gisting- ar í nokkra daga fyrir innan við hundrað þúsund krónur. „Lág- gjaldaflugfélagið Wizz air flýg- ur í beinu flugi til Varsjár og þá er WOW einnig með ferðir þangað. Þegar fólk biður mig að aðstoða sig við að panta tannlækningar er ég gjarnan að panta flug, gistingu, bóka tannlæknatíma og slíkt. Tek jafnvel mynd á símann til að tann- læknarnir geti áttað sig á mögu- legu umfangi viðgerðanna. Þann- ig hjálpa ég fólki að senda upp- lýsingar sem þarf til að hægt sé að fá tilboð í viðgerðir eða tann- smíði og átta sig á heildarkostnaði við ferðina. Í flestar þessar ferðir fer ég sjálf með og í þeim tilfell- um sem fólk treystir sér ekki til að tala ensku fer ég með því á stof- una og túlka. Þá eru reyndar einn- ig dæmi um að fólk fari bara sjálft út án leiðsagnar.“ Getur munað hundr- uðum þúsunda króna Sigrún segir að pólskar tannlækna- stofur séu mjög opnar og gefi al- mennt meiri upplýsingar en þær íslensku, svo sem um verð. „Þær leggja mikla áherslu á að undirbúa sjúklinginn eins vel og hægt er. Teknar eru myndir og lögð áhersla á að átta sig á umfangi viðgerða eða smíði og finna út verð áður en hafist er handa. Þannig getur sjúk- lingurinn nánast treyst að hverju hann gengur bæði í tíma og verði. Mér hefur þannig sýnst í öllum til- fellum sem ég þekki að jafnvel þótt við tökum með ferða- og dvalar- kostnað sé þetta ódýrari kostur þegar upp er staðið. Dæmi eru um að peningalegur ávinningur skipti hundruðum þúsunda króna í þeim tilfellum sem fólk hefur leitað til- boða í umfangsmiklar viðgerðir eða tannsmíði.“ Hótel í göngufæri Sigrún segir ferðirnar sem hún hefur skipulagt að undanförnu taki um viku. Þeir sem eru að fara í miklar tannviðgerðir eru þá jafnvel að fara á stofuna alla dagana með- an dvalið er ytra, stundum tvisvar á dag, en stofan er opin mánudaga til laugardaga. „Mörgum finnst gott að þjappa umfangsmiklum tann- viðgerðum á stuttan tíma, finnst best að drífa þetta af, sérstaklega ef það glímir við tannlæknafóbíu,“ segir hún. En hvernig fjármagnar Sigrún þessa þjónustu fyrir þá sem vilja komast í kynni við ódýra tann- læknaþjónustu? „Ég fæ kommisjon frá tannlækninum en auk þess tek ég smávegis þjónustugjald hjá fólki. Eitthvað sem dugar fyrir umsýslu- kostnaði, vinnu við bókanir, útveg- un hótels eða bílaleigubíls og slíkt. Ég reyni alltaf að finna hagkvæman kost fyrir fólk. Til dæmis að bóka hótel sem er í göngufæri við tann- læknastofuna og þá er ég í föstum viðskiptum við leigubílstjóra; gaml- an skemmtilegan poppara sem við komumst í kynni við. Ég reyni svo að velja íbúðahótel sem býður upp á eldunaraðstöðu. Margir sem eru í stífu tannlæknaprógrammi eru ekki mikið fyrir að fara út að borða harðan mat og vilja þá geta brasað graut eða eitthvað mjúkt fæði heima á hóteli.“ Margt í boði Nú er Sigrún búin að fylgja nokkr- um tugum einstaklinga til Póllands og eru ferðirnar orðnar fimm tals- ins. „Já, þetta hefur undið upp á sig án þess að það hafi verið ætlunin í upphafi. Nú eru það ekki lengur ein- göngu nágrannar og fjölskyldumeð- limir sem eru að fara með okkur. Þetta hefur spurst út. Svo er ég að reyna að skipuleggja ferðirnar þann- ig að fólk fái sem mest út úr þeim, geri líka úr þeim skemmtiferð. Til dæmis er miðbærinn í Varsjá mjög fallegur fyrir jólin og í næstu ferð í byrjun desember eru makar að fara með og nýta ferðina til innkaupa eða njóta borgarinnar. Sumir jafn- vel taka bílaleigubíl og ferðast um. Varsjá er falleg borg, var að miklu leyti endurbyggð eftir stríð. Hins vegar er mikill munur á borginni eftir því hvar þú ert. Úthverfin eru eins og víða má finna í austur - evr- ópskum borgum, en miðbærinn er iðandi af skemmtilegu mannlífi. Al- menningssamgöngur eru mjög góð- ar og íbúar eru afskaplega vinalegir og hjálpsamir. Til dæmis fórum við Steini einhvern tímann út úr strætó á röngum stað og þá tók einn inn- fæddur sig til og aðstoðaði okkur, tók korter í það þannig að finndum rétta leið til baka. Maturinn þarna er einnig mjög góður og hægt að velja matsölustaði á öllum skala. Mikið er af verslunum, allt frá dýrum merkja- búðum í verslanir eins og ég held að Íslendingar almennt vilji. Víða í borginni eru íbúðablokkir með verslunum á jarðhæðinni og söfn- in í Varsjá eru líka mjög skemmti- leg. Jafnvel þótt þetta sé austur evr- ópsk borg þá hefur hún yfir sér mjög fjölþjóðlegt yfirbragð. Þeir sem hafa áhuga geta heimsótt söfn, en þarna er meðal annars að finna Chopin safn, Kopernicus vísindastofnunina og safn um Marie Curie eðlisfræð- ing og nóbelsverðlaunahafa sem einmitt var nýlega sýnd mynd um í sjónvarpinu. Stríðið hafði mikil áhrif á borgina. Áin Visla rennur þvert í gegnum hana, en að henni komust Rússar í seinna stríðinu, en aldrei yfir hana. Þeir sprengdu hins veg- ar allt sem þeir gátu handan árinn- ar. Pólverjar eru stríðshrjáð þjóð og víða í borginni er hægt að sjá merki þess og vafalítið hefur þetta mótað fólkið sem þarna býr.“ Illu er best aflokið Að endingu segir Sigrún að það sé ánægjulegt verkefni að geta skipu- lagt skemmtiferð úr tannlækna- ferð fólks, sem jafnan er ekki bund- ið við sérstaka skemmtun. „Margir hugsa með sér að gott sé að þjappa tannlæknadæminu saman á stuttan tíma og máltækið „Illu er best af- lokið,“ hljómar því oft í mín eyru. Auk næstu ferðar sem verður viku af desember, er í undirbúningi ferð í þriðju viku janúar og svo önnur með vorinu,“ segir Sigrún Hjartardóttir að endingu. mm Sameinar tannlæknis- og skemmtiferðir til Póllands Heima við eldhúsborðið er Sigrún í samskiptum við tannlæknastofuna ytra og skipuleggur allt er varðar ferðir Íslendinga til Varsjár. Ef fólk óskar eftir því fylgir Sigrún því og túlkar á tannlæknastofunni í Varsjá. Ánægðar á heimleið eftir vel heppnaða ferð. F.v. Sigríður Einarsdóttir, Jóhanna Þorvaldsdóttir og Auður Eyleif Einarsdóttir. Svipmynd frá aðventumarkaði í mið- borg Varsjár. Oftast er farið í beinu flugi með Wizz air til Varsjár.Í stólnum góða, finnsk hönnun með ítölsku leðri.Ánægður viðskiptavinur eftir vikudvöl hjá tannnlæknunum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.