Skessuhorn


Skessuhorn - 01.11.2017, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 01.11.2017, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 20174 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.835 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.457. Rafræn áskrift kostar 2.226 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.058 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Emilía Ottesen emilia@skessuhorn.is Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Allflestir sigurvegarar Til hamingju Íslendingar með kosningarnar á laugardaginn. Sjaldan á að vera bjartara yfir lýðræðisríkinu en einmitt þegar þjóðin hefur tjáð hug sinn í kosningum. Allir eiga að sætta sig við niðurstöðuna, enda er hún eins nálægt því að endurspegla hug landsmanna og hugsast getur. Auðvitað er hægt að andskotans yfir því að niðurstaðan sé verri en einhverjir hefðu ósk- að sér, en það breytir ekki því að þetta er akkúrat það sem við eigum skilið. Ekkert minna og ekkert meira. Því eigum við að vera glöð og sætta okkur við niðurstöðuna. Fyrir okkur íbúa í þessu fámenna kjördæmi er fróðlegt að velta úrslit- unum fyrir sér. Mörgum finnst til dæmis skipta máli að fulltrúar þeirra byggðarlaga taki sæti á þingi, allir eigi sína rödd, hvaða flokki sem þeir til- heyra. Þannig trúi ég að íbúar í gamla Norðurlandskjördæmi vestra séu allt annað en sáttir með sinn hlut. Fá nákvæmlega engan þingmann ef horft er út frá búsetu. Páll á Höllustöðum er vafalítið óhress með þetta og það væri einnig Pálmi heitinn á Akri ef hans nyti við. Þessir gömlu orginalar sem ólu önn fyrir heimabyggð. Það eru hins vegar Borgnesingar sem eru sigurvegarar þessara kosninga, ásamt náttúrlega Útvarpi Sögu, sem vann fullnaðarsigur. Með góðri sam- visku er hægt að segja að Borgnesingar eigi nú að minnsta kosti fjóra full- trúa á hinu háa Alþingi, jafnvel fimm. Vonarstjarna margra sem arftaki formanns Sjálfstæðisflokksins er einmitt Borgnesingur, þótt búsettur sé í Reykjavík þar sem hann býður fram krafta sína. Oddviti Framsóknar er nú búsettur í Borgarnesi, Dalamaður með allmiklar tengingar á Mýrarnar. Þá eru hvorki fleiri né færri en báðir nýju Miðflokksmennirnir; Bergþór og Sigurður Páll Borgnesingar, þótt annar sé nú búsettur á Akranesi og hinn í Stykkishólmi. Góður maður lét þess getið eftir helgina að nú loksins væri búið að jafna vægi Borgnesinga á þingi og minntist þeirra tíma þegar Hall- dór E Sigurðsson var þingmaður þeirra. Það þyrfti jú fjóra til að vega karl- inn upp, svo hlýtt minnast þeir Dóra og afreka hans. Annar bætti um betur og sagði að miðað við óleyst verkefni í samgöngumálum nú veitti ekkert af fjórum burðarstoðum í komandi verkefni, jafnvel enn stærri verkefni en ein Borgarfjarðarbrú. Það lægi jú fyrir að tvöfalda þurfi Vesturlandsveg uppfyr- ir Borgarnes, brúa haftið fremst í Grunnafirði, leggja nýja Sundabraut og tvöfalda Hvalfjarðargöngin. Þessir fjórir þingmenn af slóðum Egils Skalla- grímssonar gætu mögulega náð þessu í gegn á svosem eins og einu kjör- tímabili ef þeir sýndu sama vilja til verka og Halldór E gerði á sínum tíma. Vissulega er þetta áskorun, en henni er allavega hér með komið á fram- færi. En grínlaust þá skiptir það máli hvar menn eiga sínar rætur. Vestlend- ingar eiga því að vera þakklátir þessari niðurstöðu um hverjir verða þing- menn okkar. Þannig eigum við að sýna auðmýkt og vera sérlega góðir við hina munaðarlausu Skagfirðinga hvar sem við hittum þá. Verðum að sýna þeim alla þá alúð og elsku sem þeir eiga skilda. Ekki síður Húnvetningum sem eru að verða fáskiptur minnihlutahópur án þess að hafa nokkuð gert af sér, nema ef vera kynni að neyða okkur alltaf til að taka krók á ferð okkar norður í land og þurfa að aka í gegnum Blönduós. Vestfirðingum hins vegar þarf alls ekkert að vorkenna. Þeir geta glaðst yfir að hafa fengið tvær öfl- ugar konur úr sinni sveit á þing, hundrað prósent kynjahlutfall þaðan, eins og einhver sagði. Sömuleiðis ætti sveitafólk að getað andað léttar því býsna mikið landsbyggðarhjarta slær í þeim þingmönnum sem við höfum valið til forystu næstu fjögur árin, vonandi. Ég er allavega sáttur við allt, nema eitt! Mér finnst dapurlegt að konur skuli ekki eiga fulltrúa á þingi í réttu hlutfalli við fjölda þeirra. Þær eiga að vera brjálaðar yfir þessari snautlegu niðurstöðu, rétt eins og ég reikna með að Húnvetningar og Skagfirðingar séu með sinn hlut. Magnús Magnússon Leiðari Ásmundur Einar Daðason, oddviti Framsóknarflokksins í Norðvest- urkjördæmi, fékk oftast að kenna á blýantsstrikum kjósenda kjördæm- isins í alþingiskosningunum síðast- liðinn laugardag, miðað við þrjá efstu frambjóðendur hvers lista. Samtals var strikað 105 sinnum yfir nafn Ásmundar Einars. Mbl.is greindi frá. Næstoftast á eftir Ás- mundi var strikað yfir nafn Guð- jóns Brjánssonar, oddvita Samfylk- ingarinnar, eða 48 sinnum. Bjarni Jónsson, sem skipaði annað sæti á lista Vinstri grænna, var með 40 út- strikanir og Lilja Rafney Magnús- dóttir, oddviti VG, með 39. Har- aldur Benediktsson, oddviti Sjálf- stæðisflokksins, kom næstur á eft- ir þeim með 35 útstrikanir. Stef- án Vagn Stefánsson, þriðji mað- ur á lista Framsóknarflokksins var strikaður 19 sinnum út, Rúnar Gísla son, þriðji maður á lista VG, 17 sinnum og sömuleiðis Teitur Björn Einarsson, þriðji maður á lista Sjálfstæðisflokksins. Halla Signý Kristjánsdóttir, sem skipaði annað sæti á lista Fram- sóknarflokksins, var fimmtán sinn- um strikuð út, rétt eins og Bergþór Ólason, oddviti Miðflokksins. Þór- dís Kolbrún Reykfjörð Gylfadótt- ir, sem var önnur á lista Sjálfstæð- isflokksins, var strikuð 14 sinnum út. Fjórir strikuðu yfir Sigurð Pál Jónsson, annan mann á lista Mið- flokksins, og jafn margir strikuðu yfir nafn Örnu Láru Jónsdóttur, sem var önnur á lista Samfylking- arinnar. Að lokum strikuðu þrír yfir nafn Jónínu Bjargar Magn- úsdóttur sem skipaði þriðja sæti á sama lista. Ekki voru teknar saman útstrik- anir á listum þeirra flokka sem ekki fengu þingmann kjörinn í kjör- dæminu. kgk Oftast strikað yfir Ásmund Við setningu menningarhátíðarinn- ar Vökudaga á Akranesi, sem fram fór síðastliðinn fimmtudag, er hefð fyrir því að afhenda menningarverð- laun Akraneskaupstaðar. Að þessu sinni hlýtur þau Guðbjörg Árna- dóttir; „fyrir framúrskarandi fram- lag til menningarmála á Akranesi,“ eins og segir í umsögn menning- ar- og safnanefndar. Það var Ing- þór Bergmann Þórhallsson formað- ur nefndarinnar sem afhenti Guð- björgu verðlaunin. „Guðbjörg Árnadóttir hefur um áratuga skeið unnið ötullt og óeigin- gjarnt starf fyrir Skagaleikflokkinn, nú Leikfélagið Skagaleikflokkinn, og komið að fjölmörgum leiklist- artengdum viðburðum á Akranesi. Guðbjörg varð formaður Skagaleik- flokksins árið 1981 og gegndi því embætti til ársins 1984. Hún var aft- ur formaður frá árinu 1995 til árs- ins 2001. Frá þeim tíma hefur hún verið, að öðrum ólöstuðum, sá aðili sem hefur haldið starfi leikflokksins gangandi. Guðbjörg var formaður stjórnar Bandalags íslenskra leik- félaga árin 1987-1993. Guðbjörg hefur tekið þátt í fjöl- mörgum leiksýningum Skagaleik- flokksins, ýmist sem leikari, leik- stjóri, framkvæmdastjóri, hvíslari, miðasöludama, kaffikerling og svo mætti lengi áfram telja. Hún hef- ur einnig kennt leiklist til fjölda ára við Brekkubæjarskóla og staðið fyr- ir leiklistarnámskeiðum á Akranesi. Þá hefur hún á undanförnum árum verið forsprakki í sögugöngum sem hafa verið framkvæmdar með mis- munandi áherslum frá ári til árs í samstarfi við Bókasafnið á Akranesi. Guðbjörg hefur jafnframt verið ötul í starfi blakfélagsins Bresa og iðkar blakíþróttina enn þann dag í dag. Árlega er haldið svo kallað Boggu-Bresa mót henni til heið- urs. Guðbjörg er vel að Menning- arverðlaununum komin og von- andi eiga Skagamenn eftir að fá að njóta óþrjótandi krafta hennar, hug- myndaauðgi og elju um ókomna framtíð,“ segir í umsögn menning- ar- og safnanefndar. mm Guðbjörg Árnadóttir hlýtur menningarverðlaun Akraness Guðbjörg Árnadóttir ásamt Ingþóri Bergmann Þórhallssyni formanni menningar- og safnanefndar. Ljósm. ki. Tröppustígurinn upp á Saxhól í Þjóð- garðinum Snæfellsjökli hefur ver- ið tilnefndur til norrænna verðlauna í arkitektúr. Verðlaunin verða veitt í tengslum við ráðstefnuna Nordic Architecture Fair 2017, sem hald- in verður í Gautaborg í Svíþjóð dag- ana 7. og 8. nóvember næstkomandi. Alls voru 134 verk send í keppnina en aðeins átta tilnefnd til verðlauna. Er stígurinn eina verk landslagsarki- tekta sem tilnefnt er til verðlauna og jafnframt eina íslenska verkið sem komst í úrslit keppninnar. Það var Landslag teiknistofa sem hannaði stíginn fyrir Umhverfis- stofnun. „Himnastiginn eins og hann er stundum kallaður kom okk- ur svo sannarlega upp í skýin með þessari viðurkenningu, enda verk keppinautanna hvert öðru glæsi- legra,“ segir í tilkynningu frá Lands- lagi teiknistofu. „Erum við í félags- skap með mörgum af þekktustu arki- tektastofum Norðurlanda.“ Saxhóll er 45 metra hár, keilulaga gígur vestast á Snæfellsnesi, um níu kílómetra sunnan Hellissands. Ofan af honum er útsýni gott og er hann því vinsæll viðkomustaður ferða- manna. Hlíðar Saxhóls eru með lausu og lítið grónu gjalli. Vaxandi umferð ferðamanna á Saxhól hafði gert það að verkum að sár hafði myndast í hólinn. Ákvað Umhverfisstofnun því að láta leggja áðurnefndan tröppu- stíg upp á Saxhól og var hann lagður eftir sárinu. kgk/ Ljósm. Landslag teiknistofa. Stígurinn upp á Saxhól tilnefndur til verðlauna Svart stál sem ryðgaði fljótt var notað í tröppustíginn upp á Saxhól svo stígurinn myndi samlagast litbrigðum hólsins. Stígurinn fellur afar vel að umhverfinu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.