Skessuhorn - 01.11.2017, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 201712
Kosið var til Alþingis Íslendinga
síðastliðinn laugardag. Kjörsókn á
landsvísu var 81,21%. Úrslit kosn-
inganna urðu um margt söguleg.
Aldrei áður hafa átta flokkar náð
kjöri í þingkosningum hér á landi
og óljóst hvernig meirihluti verð-
ur myndaður. Engin tveggja flokka
meirihlutastjórn er möguleg og að-
eins er hægt að mynda þriggja flokka
stjórnir ef bæði Sjálfstæðisflokkur-
inn og Vinstri græn koma að borð-
inu. Meirihlutastjórn þarf að ráða
yfir 32 þingmönnum hið minnsta og
fræðilega séð eru fleiri tugir mögu-
leika í stöðunni; þriggja, fjögurra,
fimm eða jafnvel sex flokka stjórnir,
en út frá hugmyndafræði og sögu
flokkanna á þingi er ljóst að margir
þeirra möguleika eru æði langsótt-
ir og ekki líklegir til að skapa sátt í
fjögur ár. Í annan stað urðu þetta
sögulegar kosningar því mikið bak-
slag varð í kynjahlutfalli á þingi. Að-
eins 24 konur eru í hópi nýkjörinna
þingmanna, sex færri en í kosning-
unum fyrir ári. Konur verða því
38% þingheims á komandi kjör-
tímabili.
Tveir nýir flokkar náðu mönn-
um á þing. Miðjuflokkurnn fær sjö
nýja þingmenn og Flokkur fólksins
fjóra. Þá bætti Samfylking verulega
við fylgi sitt frá síðustu kosningum,
fær nú átta kjörna þingmenn í stað
þriggja. Vinstri hreyfingin grænt
framboð bætti lítillega við fylgi sitt
á landsvísu, einu prósentustigi og
fær ellefu þingmenn og er næst-
stærsti flokkurinn á þingi. Sjálf-
stæðisflokkur tapaði tæpum fjórum
prósentustigum frá síðustu kosn-
ingum, fær nú sextán þingmenn
og tapar fimm. Framsóknarflokkur
heldur þingmannafjölda sínum frá
síðustu kosningum en tapaði tæp-
lega einu prósentustigi í fylgi. Við-
reisn tapar töluverðu fylgi eða tæp-
um fjórum prósentustigum en held-
ur þremur þingmönnum í stað fjög-
urra frá síðustu kosningum. Píratar
töpuðu rúmlega fimm prósentustig-
um milli kosninga, fá nú fjóra þing-
menn í stað sex við síðustu kosning-
ar. Björt framtíð þurrkaðist nánast
út, hlaut rúmlega eitt prósent í fylgi
og tapar öllum fjórum þingmönn-
um sínum. Aðrir flokkar fengu afar
lítið kjörfylgi; Alþýðufylkingin sem
bauð fram í fjórum kjördæmum og
Dögun sem bauð fram í Suðurkjör-
dæmi.
Mest kjörsókn í NV
Mesta kjörsóknin á landsvísu var í
Norðvesturkjördæmi, eða 83,06%.
Kosninganóttin var býsna spennandi
og margir sem mátuðu sig í þingsæti
meðan nóttin leið og úrslitin breytt-
ust allt til síðustu stundar; á ellefta
tímanum á sunnudagsmorgni. Þeg-
ar síðustu atkvæði höfðu verið talin
var ljóst að Sigurður Páll Jónsson,
2. maður á lista Miðflokksins, náði
jöfnunarþingsæti í kjördæminu og
ýtti með því út Evu Pandóru Bald-
ursdóttur þingmanni Pírata sem
síðust vermdi það um nóttina. Með-
an kosninganóttin leið voru ýms-
ir inni, en duttu síðan út þegar at-
kvæði tóku að berast frá fleiri lands-
hlutum. Þannig var Teitur Björn
Einarsson Sjálfstæðisflokki lengi vel
inni, Bjarni Jónsson VG um tíma,
Eva Pandora Baldursdóttir Pírati
og Magnús Þór Hafsteinsson Flokki
fólksins í smástund. En niðurstaðan
er það sem telur. Þrír flokkar í kjör-
dæminu fá tvo þingmenn hver; Sjálf-
stæðisflokkur, Framsóknarflokk-
ur og Miðflokkur. Sjálfstæðisflokk-
ur tapar manni frá síðustu kosning-
um og það gera einnig Píratar. Mið-
flokkurinn hreppti bæði þingsætin.
Samfylking og VG fengu sitt hvorn
þingmanninn og Framsóknarflokk-
ur hélt tveimur þingmönnum í kjör-
dæminu. Þingmenn kjördæmisins
verða því: Haraldur Benediktsson,
sem heldur stöðu sinni sem 1. þing-
maður kjördæmisins, og Þórdís Kol-
brún R Gylfadóttir Sjálfstæðisflokki;
Ásmundur Einar Daðason og Halla
Signý Kristjánsdóttir Framsóknar-
flokki; Bergþór Ólason og Sigurð-
ur Páll Jónsson Miðflokki; Guðjón
S Brjánsson Samfylkingu og Lilja
Rafney Magnúsdóttir VG.
Atkvæði flokkanna féllu hlutfalls-
lega þannig í NV kjördæmi: Björt
framtíð fékk 0,78% fylgi, Fram-
sóknarflokkur 18,42%, Viðreisn
2,45%, Sjálfstæðisflokkur 24,54%,
Flokkur fólksins 5,28%, Miðflokk-
urinn 14,24%, Píratar 6,78%, Sam-
fylking 9,74% og Vinstri hreyfingin
grænt framboð 17,78%.
mm
Norðvesturkjördæmi hefur átta
þingmenn. Eftir kosningarnar á
laugardaginn koma þeir úr fimm
flokkum. Skessuhorn heyrði á
mánudaginn hljóðið í oddvitum
þeirra lista sem náðu kjöri á þing.
Allir báru þeir sig vel og enginn
skorast undan þeirri ábyrgð að
tilheyra flokkum sem eru meira
en tilbúnir að taka þátt í stjórn-
arsamstarfi.
Haraldur Benediktsson, oddviti
Sjálfstæðisflokksins:
„Lýðræðið hefur talað“
„Ég er alltaf sáttur með niðurstöðu
kosninga því þá hefur lýðræðið tal-
að. Því er ég þakklátur fyrir það
fylgi sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk
þótt auðvitað hefðum við stefnt á
að halda inni þremur þingmönn-
um. Staða flokksins í kjördæminu
er engan vegin slæm þótt lukku-
dísirnar hafi ekki fallið með okkur
að þessu sinni. Flokkurinn á lands-
vísu missti fimm þingmenn, en ekki
nema þrjú prósentustig í fylgi og
kannski má því segja að við höfum
verið heppin fyrir ári en að sama
skapi óheppin nú,“ segir Haraldur
Benediktsson sem áfram er fyrsti
þingmaður Norðvesturkjördæmis,
en Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur
í öllum kjördæmum.
Um næstu skref aðspurður um
stjórnarmyndun svarar Haraldur:
„Nú er sviðið óneitanlega miðj-
unnar, enda er hún sigurvegari
kosninganna. Framsóknarflokk-
arnir munu ráða miklu, jafnvel öllu,
um hvort haldið verður til vinstri
eða hægri við myndun ríkisstjórnar.
Það hljóta að vera mikil vonbrigði
hjá VG fólki að vera ekki það aug-
ljósa forystuafl sem stefndi í að
flokkurinn yrði miðað við skoðana-
kannanir,“ segir Haraldur.
Ásmundur Einar Daðason,
oddviti Framsóknarflokksins:
„Mikilvægt að
hafa tvo þingmenn í
kjördæminu“
„Mér er efst í huga þakklæti fyr-
ir stuðninginn í nýliðnum kosn-
ingunum. Það er mikilvægt fyr-
ir Norðvesturkjördæmi að Fram-
sóknarflokkurinn fékk tvo menn
kjörna en það auðveldar allt starf
þingmanna fyrir íbúa í víðfeðmu
kjördæmi að þeir séu tveir. En veg-
semd fylgir ábyrgð hverri og okkur
þingmönnum Framsóknar hlakk-
ar til verkefna komandi missera og
ára. Það var afskaplega ánægjuleg
afmælisgjöf að vakna upp við þau
tíðindi að Halla Signý hafi einn-
ig komist á þing,“ segir Ásmund-
ur Einar Daðason alþingismaður,
sem einmitt fagnaði 35 ára afmæli
sínu á sunnudaginn. Hann verður
yngsti þingmaður þingflokksins,
líkt og fyrst þegar hann var kjör-
Næsta ríkisstjórn með
þremur eða fleiri flokkum
Sjálfstæðismenn og Píratar töpuðu í Norðvesturkjördæmi
sitthvorum manninum til Miðflokksins en aðrir héldu sínu
Atkvæði greidd í kjördeildinni í Borgarnesi um klukkan 14 á laugardaginn.
Viðbrögð forystumanna í Norðvestur-
kjördæmi við úrslitum kosninganna
Haraldur Benediktsson - D
Þórdís Kolbrún R Gylfadóttir - D
Ásmundur Einar Daðason og
Halla Signý Kristjánsdóttir - B
Bergþór Ólason og Sigurður Páll
Jónsson - M
Guðjón S Brjánsson - S
Lilja Rafney Magnúsdóttir - V