Skessuhorn - 01.11.2017, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 20178
Fjölmennt útkall
á Ströndum
LANDSBJÖRG: Rétt fyrir
klukkan níu í fyrrakvöld voru
björgunarsveitir frá Vestur-
landi, Ströndum, Vestfjörðum
og sveitir við Húnaflóa, kallað-
ar út vegna týndra smala í Sel-
árdal á Ströndum. Þeir höfðu
ekki skilað sér á réttum tíma
til byggða. Fyrstu hópar leit-
armanna fóru úr húsi klukkan
níu og rétt fyrir hálf tíu voru
mennirnir tveir fundnir heilir
á húfi. 17 björgunarsveitir voru
kallaðar út og voru fleiri hópar
á leið á svæðið þegar mennirnir
fundust. -mm
Fækka gámum
í dreifbýli
BORGARBYGGÐ: Nú hafa
gámar fyrir almennt heimilis-
sorp verið fjarlægðir af fleiri
gámastöðvum í dreifbýli í
Borgarbyggð. Í tilkynningu
frá sveitarfélaginu segir: „Öll
heimili í dreifbýli hafa tunnur
fyrir almennan úrgang og end-
urvinnsluúrgang og rekstrar-
aðilar bera ábyrgð á að koma
sínum úrgangi í réttan farveg,
enda greiða þeir ekki sorp-
hirðugjöld til sveitarfélags-
ins. Gámar fyrir heimilisúr-
gang eru því einungis ætlaðir
fyrir sumarhúsahverfi og mið-
að er við hverfi þar eru sem 20
hús eða fleiri í samræmi við lög
og reglugerðir. Umgengni við
gámaplön hefur á tíðum ekki
verið góð og flokkun ábóta-
vant, enda of mikið af úrgangi
sem óheimilt er að urða skv.
lögum, sem ratar í gámana.
Móttaka úrgangs er á ábyrgð
sveitarfélagsins en mikilvægt
er að sú þjónusta samræmist
þeim lögum og reglum sem
um meðferð úrgangs gilda.“
-mm
Vilja selja elds-
neyti í Búðardal
DALABYGGÐ: Sveitar-
stjórn Dalabyggðar tók á síð-
asta fundi sínum fyrir umsókn
Skeljungs hf. um lóð við Vest-
urbraut í Búðardal til að koma
þar upp sjálfsafgreiðslustöð.
Lóðin sem Skeljungur sækir
um er um 0,1 hektari að stærð,
þar sem nú er bílastæði fyr-
ir hópferða- og flutningabíla.
Í aðalskipulagi er á þeim stað
gert ráð fyrir um 1,4 ha lóð
fyrir þjónustuhús sem tengist
tjaldsvæði og smáhýsasvæði á
Fjósatúni. Byggðarráð hafði
áður lagst gegn umsókninni þar
sem hún samræmdist ekki aðal-
skipulagi Dalabyggðar, en vís-
að málinu áfram til afgreiðslu
sveitarstjórnar. Sveitarstjórn
telur staðsetninguna sömuleið-
is óheppilega og hafnaði því
umsókn Skeljungs en fól um-
hverfis- og skipulagsnefnd að
kanna aðra möguleika að stað-
setningu sjálfsafgreiðslustöðv-
ar. Skeljungur er ekki vera eina
olíufélagið sem rennir hýru
auga til Búðardals með það fyr-
ir augum að selja þar eldsneyti.
Í desember á síðasta ári sam-
þykkti sveitarstjórn, með fyrir-
vara, umsókn Olís um að koma
upp sjálfsafgreiðslustöð með
þremur til fimm dælum á lóð-
inni við Vesturbraut 15. Upp-
setning þeirra stöðvar hefur
ekki komið til framkvæmdar. Í
dag er N1 eina olíufélagið sem
selur eldsneyti í Búðardal.
-kgk
Sögufélag Dalamanna bauð síðast-
liðinn miðvikudag upp á viðburð í
Auðarskóla þar sem Vilborg Dav-
íðsdóttir sagði sögu Auðar djúp-
úðgu. Vilborg sagði þarna frá land-
námskonunni Auði og nýrri bók
sinni sem heitir Blóðug jörð. Með
útgáfu bókarinnar lýkur Vilborg
þríleik um konuna sem á engan
sinn líka í landnámssögu Íslands.
Fyrri bækurnar tvær, Auður og Ví-
groði, hlutu góðar viðtökur lesenda
og gagnrýnenda og var sú fyrri til-
nefnd til Íslensku bókmenntaverð-
launanna.
sm
Vilborg sagði frá bók
sinni um Auði djúpúðgu
Úthlutað var í fyrsta sinn úr styrkt-
arsjóði Steingríms Arasonar í síð-
ustu viku, en markmið sjóðsins er
að efla sérfræðiþekkingu í menntun-
ar- og kennslufræðum. Athöfnin fór
fram við hátíðlega athöfn í húsnæði
Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.
Í fréttatilkynningu um úthlutun úr
sjóðnum segir að veittir hafi verið
styrkir til sérfræðinga og nemenda í
framhaldsnámi, þar sem sérstaklega
hafi verið horft til rannsókna sem
fela í sér nýsköpun þekkingar og til
þróunarverkefna sem efla fræðilegt
og faglegt framlag til menntunar-
og kennslufræða, samkvæmt stofnun
sjóðsins. Heildar styrkfjarhæð var ein
milljón króna og voru fimm verkefni
styrkt að þessu sinni. Þar af hlutu
Bergrós Ólafsdóttir, sérfræðingur
á skóla- og frístundasviði Akranes-
kaupstaðar, og Bjarney Snorradóttir,
sérfræðingur á skrifstofu fræðslu- og
frístundasviðs Hafnarfjarðar, styrk
til að þróa námskeið og handbók þar
sem kynntar verða hagnýtar aðferð-
ir við málörvun barna og undirbún-
ing lestrarkennslu, þar sem sérstak-
lega verður fjallað um börn sem eru
í áhættuhópi fyrir lesblindu og þurfa
stuðning til að ná tökum á lestri.
arg
Hlutu styrk úr sjóði Steingríms Arasonar
Styrkþegar ásamt forseta Menntavísindasviðs og rektor HÍ. Frá vinstri: Jóhanna Einarsdóttir, forseti Menntavísindasvið og formaður sjóðsins, Eygló Rúnarsdóttir, Ragný
Þóra Guðjohnsen, Eva Harðardóttir, Hákon Sæberg, Ásthildur Bjarney Snorradóttir, Bergrós Ólafsdóttir og Jón Atli Benediktsson rektor HÍ. Ljósm. Kristinn Ingvarsson
Ljósmyndari rakst á þennan haf-
örn nýverið þar sem hann stoppaði
undir Ólafsvíkurenni. Örninn átti
stutta viðdvöl og hélt eftir stutt
fyrirsætustörf á brott. Flaug fugl-
inn lágt og hvarf að lokum sjónum
handan Ólafsvíkur. Ekki er algengt
að sjá haferni svo nálægt byggð.
Engu að síður eru helstu heim-
kynni arnarins hér á við Breiða-
fjörð og því var hann á heimaslóð-
um ef svo má segja. þa
Haförn
heilsar upp
á Ólsara
Síðastliðinn föstudag var fyrsti
leyfilegi rjúpnaveiðidagurinn á
þessu hausti. Fjölmargir veiði-
menn héldu til fjalla. Flestir skil-
uðu sér heim án aðstoðar, en þó
ekki allir. Á Suðurlandi var leit-
að að tveimur mönnum á Heklu-
slóðum. Björgunarsveitarmenn
á fjórhjólum fundu mennina og
komu þeim blautum og köldum til
byggða. Björgunarsveitir á Vest-
urlandi voru sama kvöld kallaðar
til leitar að rjúpnaskyttu á Holta-
vörðuheiði. Fannst maðurinn eftir
skamma leit.
Slysavarnafélagið Landsbjörg
vill árétta nokkur atriði sem rjúpna-
skyttur verða að hafa í huga:
-Að kynna sér aðstæður og veð-
urspá
-Vera vel útbúnir
-Gera ferðaáætlun og skilja eftir
hjá aðstandendum
-Vera með nauðsynlegan ör-
yggisbúnað eins og GPS tæki eða
neyðarsendi
-Einnig getur skipt sköpum að
hafa auka rafhlöðu fyrir farsíma.
mm
Leitað að skyttum að kvöldi fyrsta veiðidags
Meðfylgjandi mynd sendi Landsbjörg, en hún sýnir þegar björgunarsveitarmenn
frá Hellu höfðu fundið mennina við Heklurætur.