Skessuhorn - 01.11.2017, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2017 21
Into the Glacier
Er vaxandi fyrirtæki í ferðaþjónustu með starfsstöð bæði í Reykjavík og Húsafelli. Félagið starfrækir ísgöngin á Langjökli og er með daglegar
ferðir þangað allt árið um kring. Hjá fyrirtækinu starfar þéttur hópur af hæfileikaríku fólki sem tekst á við margs konar verkefni á næst stærsta
jökli Íslands. Starfsmannabílar fara á hverjum degi til og frá Húsafelli - og henta störfin því bæði fólki á Vesturlandi og í Reykjavík. Auk þess
erum við með frábæra svefnaðstöðu í nýjum starfsmannahúsum á Húsafelli fyrir starfsmenn á vaktalotum.
Starfsmaður í viðhaldsteymi á Langjökli
Viðhaldsteymið: Sér um eftirlit og viðhald með ísgöngunum, öllum tækjum, trukkum, bílum og húsnæði. Verkefnin eru
krefjandi og skemmtileg – og fáir dagar eru eins.
Hæfniskröfur: Við leitum að starfsmönnum sem eru vanir ýmiss konar vélavinnu og því eru vinnuvélaréttindi skilyrði (stóra
prófið) og reynsla æskileg. Viðhaldsteymið á jafnframt stóra bíla og tæki og því eru aukin ökuréttindi (C & D) afar mikilvæg.
Eins þykir okkur mikilvægt að þekking og reynsla af viðgerðum og bilanagreiningu bíla og tækja sé til staðar – og almennt
verkvit líka.
Að öðru leyti er gott að viðkomandi sé duglegur til verka, stundvís og góður í teymisvinnu.
Helgarstarfsmaður í móttöku Into the Glacier í Húsafelli
Into the Glacier leitar eftir hressum og duglegum einstaklingum til að starfa í móttöku félagsins í Húsafelli. Starfið felst í móttöku
ferðamanna, sölu á varningi, ýmissi aðstoð við starfsmenn á vakt ásamt öðrum verkefnum. Um er að ræða helgarstarf - með
möguleika á að verða annað og meira ef áhugi er fyrir hendi.
Hæfniskröfur: Nauðsynlegt er að viðkomandi starfsmaður tali og skrifi mjög góða ensku, sé með ríka þjónustulund og góða
samskiptafærni. Reynsla af störfum innan ferðaþjónustu er mikill kostur, góð tölvufærni er nauðsynleg og reynsla af sambæri-
legum störfum er kostur.
#intotheglacier
Into the Glacier leitar að starfsmanni í viðhaldsteymi og
helgarstarfsmanni í móttöku á starfsstöð sína á Húsafelli
Umsóknir
Áhugasamir mega senda umsókn með ferilskrá á
gulli@intotheglacier.is eða með því að hringja í síma
578-2550 og jafnvel með því að mæta á skrifstofuna
okkar að Klettagörðum 12, 104 Reykjavík.
Stafholtskirkja 140 ára
Vígsluafmæli sun. 5. nóv. kl. 14.00
Frú Agnes M. Sigurðardóttir biskup prédikar.
Sr. Elínborg Sturludóttir sóknarprestur þjónar fyrir altari.
Kirkjukór Stafholtskirkju leiðir söng undir
stjórn Jónínu Ernu Arnardóttur.
Að messu lokinni verður boðið upp
á kaffiveitingar á prestssetrinu.
Sóknarprestur/sóknarnefnd
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
Mikil vakning er varðandi menn-
ingararfleifð víkinganna. Við sjáum
sjónvarpsþáttasamning Paramount
Pictures við Bergsvein Birgisson
um Svarta víkinginn og Rokkóperu
byggða á Eddukvæðum í uppsetn-
ingu Þorleifs Arnar í Þýskalandi.
Heiminn þyrstir í að fræðast meira
um þennan forna menningarheim.
Hinn heimfrægi rithöfundur Neil
Gaiman gaf á þessu ári út bókina
Norse Mythology þar sem hann
vinnur með arfinn úr Eddukvæð-
unum. Í vikunni fyrir kosningar
var haldin hér á landi ráðstefnan,
Follow the Vikings, sem vert er að
segja frá.
Samnefnt verkefni hófst árið
2015 og stendur í fjögur ár. Verk-
efnið hlaut veglegan styrk úr
menningarsjóði ESB, en markmið
verkefnisins er að skapa tengla-
net milli þeirra safna og setra sem
sinna þessu tímabili víkinganna og
efla kynningu á þessu stórmerki-
lega tímabili í sögu Evrópu. Einn
hluti verkefnisins er að hrinda af
stað nýrri myndasögu, sem ætluð
er börnum eldri en 10 ára en að því
verki vinna nánir samverkamenn
Neil Gaiman þau Cat Mihos frá
Bandaríkjunum og Jouni Kopo-
nen frá Finnlandi. Á ráðstefnunni
kynntu þau myndasöguna.
Aðilar að verkefninu, Follow
the Vikings, eru; Fotevikens Mu-
seum, Vikingagården Gunnes
Gård, Trelleborgmuseet, Natio-
nalmuseet i København, Shetland
heritage and Culture, Concello
De Catoira, Waterford Treas-
ures, Rosalia, Museum Vest Sjæll-
and, Bengtskår Finland, Avaldsnes
Norges eldste kongesete, Dublinia,
Jorvik, Lofotr Vikingmuseum, Sør
Troms Museum og síðast en ekki
síst fyrir Íslands hönd, Samtök um
söguferðaþjónustu.
Haldnar eru tvær ráðstefnur á ári
hverju og að þessu sinni var komið
að okkur hér á landi að halda slíka
ráðstefnu. Upphaf ráðstefnunnar
þriðjudaginn 24. október var heim-
sókn stjórnar verkefnisins á Bessa-
staði. Um 89 manns voru skráð-
ir til leiks og næsta dag hófst sjálf
ráðstefnan formlega í Norræna
húsinu með fyrirlestrum. Þar hélt
Inga Hlín Pálsdóttir frá Íslands-
stofu kynningu fyrir Íslands hönd.
Seinni daginn lögðu ráðstefnu-
gestir land undir fót upp í vígi
Snorra Sturlusonar í Reykholti.
Þar tók Snorrastofa á móti gestum
og hýsti fyrirlestra og hressingu.
Fosshótel Reykholt sá um hádeg-
isverðinn og rekstur slíks heilsárs-
hótels á staðnum rennir enn frek-
ari stoðum undir dvöl svo margra
á staðnum. Kristján Guðmunds-
son frá Markaðstofu Vesturlands
hélt fyrirlestur ásamt Óskari Guð-
mundssyni rithöfundi og Gísla
Sigurðssyni prófessor við Stofn-
un Árna Magnússonar í íslenskum
fræðum. Einnig héldu kynning-
ar Emely Lethbridge, sem kynnti
vef sinn um landakort fornsagna
(http://sagamap.hi.is/is/) og Stein-
unn Anna Gunnlaugsdóttir frá fyr-
irtækinu Locatify sem kynnti nýja
tækni innihljóðleiðsagnar sem sett
hafði verið upp á sýningu Snorra-
stofu, Saga Snorra, í tilefni dags-
ins. Snorrastofa kynnti einnig
nýja hljóðleiðsögn frá Locatify um
staðinn, sem gestum þar stendur
framvegis til boða. Þá gekk sr. Geir
Waage um svæðið með ráðstefnu-
gestum, sýndi þeim fornleifarnar
og sagði frá eins og honum einum
er lagið.
Heimsóknin hingað á Vestur-
land vakti mikla hrifningu hinna
erlendu gesta, sem voru ánægðir
með móttökur allar og dagurinn
endaði með veglegum kvöldverði
og skemmtun í Landnámssetrinu í
Borgarnesi.
Það er jákvætt að Samtök um
söguferðaþjónustu skuli leiða til
Íslands svo metnaðarfullt, alþjóð-
legt verkefni, sem við getum stolt
tekið á móti. Þeir sem starfa í sam-
Vakning í menningar-
arfleifð víkinganna
tökunum á Vesturlandi sýndu að
þeir geta með góðu móti hýst slík
verkefni og heimsókni var öll hin
ánægjulegasta.
Sigrún Þormar, verkefnisstjóri hjá
Snorrastofu.
Ljósm. Guðlaugur Óskarsson
Fréttaveita Vesturlands
www.skessuhorn.is