Skessuhorn - 01.11.2017, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2017 13
inn á þing, þá fyrir VG.
Aðspurður um væntanlega
stjórnarmyndun segir Ásmund-
ur Einar að þingflokkurinn hafi
ákveðið að fela þá vinnu formanni
og varaformanni flokksins. Al-
mennir þingmenn haldi sig til hlés
þar til línur taka að skýrast. „Aðrir
flokkar sýndu strax mikinn vilja til
að starfa með Framsóknarflokkn-
um. Við munum í það minnsta axla
þá ábyrgð ef til þess kemur að taka
þátt í myndun ríkisstjórnar.“
Bergþór Ólason,
oddviti Miðflokksins
„Fjögurra vikna
sprettur“
„Við vorum búnir að finna fyrir
mjög góðum meðbyr dagana fyr-
ir kosningar. Þessi niðurstaða var
engu að síður betri en ég hafði þor-
að að vona,“ segir Bergþór Óla-
son oddviti Miðflokksins í Norð-
vesturkjördæmi, en flokkur hans
er nýr og fékk tvö menn kjörna,
þá Bergþór og Sigurð Pál Jónsson
í Stykkishólmi. „Þetta er búinn að
vera sprettur í fjórar vikur og enn
eru mörg handtök eftir í eðlilegum
undirbúningi að stofnun stjórn-
málaflokks. Raunar hefur þetta ver-
ið spretthlaup í fjórar vikur og því
ótrúlegt að við skyldum ná þessum
árangri.“ Bergþór kveðst þakklát-
ur fyrir stuðninginn. „Ég er þakk-
látur fyrir þann mikla stuðning sem
við fengum víðsvegar um kjördæm-
ið og vil ég koma á framfæri þökk-
um til allra sem studdu okkur og
kusu. Það var óvænt en sérstaklega
ánægjulegt að fá Sigurð Pál Jónsson
inn í þingflokkinn. Þá sýnist mér
Vestlendingar vera að fá sérstaklega
góða niðurstöðu, hafa ekki haft svo
mikinn þingstyrk, ef horft er út frá
búsetu, síðan 1999.“
Aðspurður segir Bergþór það
líklegan möguleika að flokkur
hans komi að myndun ríkisstjórn-
ar. „Framhaldið ræðst hins vegar
af viðræður formanna flokkanna á
næstu dögum.“
Lilja Rafney Magnúsdóttir,
oddviti VG:
„Bjarni hefði orðið öfl-
ugur þingmaður lands-
byggðarinnar“
„Fyrir okkur í Vinstri hreyfingunni
grænu framboði er ánægjulegt að
við bættum við okkur fylgi á lands-
vísu. Ég hefði gjarnan viljað að við
uppskærum meira hér í Norðvest-
urkjördæmi og hefðum náð tveim-
ur á þing. Okkar fylgi hér var nán-
ast það sama og fyrir ári, en allt
það umframfylgi sem ekki nýtt-
ist flokknum hér, nýttist öðrum.
Ég hefði virkilega viljað sjá Bjarna
Jónsson á þingi og tel að hann hefði
orðið afar öflugur þingmaður fyr-
ir landsbyggðina. Ég er hins veg-
ar ánægð með skemmtilega og gef-
andi kosningabaráttu. Það var sam-
stæður hópur sem tók sig saman
frá VG, hitti fullt af fólki og gekk
hús úr húsi. Þannig náðum við að
ræða við fjölda fólks í kjördæminu
og er ég þakklát fyrir góðar viðtök-
ur hvarvetna sem við komum,“ seg-
ir Lilja Rafney oddviti VG í Norð-
vesturkjördæmi.
Um hver óskastjórn hennar væri,
svarar Lilja Rafney því til að hún
vonist eftir að fyrrum stjórnarand-
staða geti tekið höndum saman um
myndun ríkisstjórnar sem entist í
fjögur ár. „Ríkisstjórn frá vinstri
og inn að miðju væri óskastaðan
og þá með viðbót frá hægri ef þarf.
Flokkarnir þurfa nú að sýna ábyrgð
og mynda starfhæfa ríkisstjórn út
frá þeim málefnum sem þeir standa
fyrir. Ég vona að þetta samtal flokk-
anna leiði til góðs,“ segir Lilja Raf-
ney.
Guðjón S Brjánsson
oddviti Samfylkingarinnar:
„Þurfum að
styrkja flokkinn á
öllum svæðum“
„Við erum giska sátt með útkomu
flokksins bæði á landsvísu og hér í
kjördæminu. Reyndar vonaðist ég
eftir að ná 10% fylgi í Norðvest-
urkjördæmi og það gekk ekki al-
veg eftir. Samfylkingin tvöfaldaði
styrk sinn og náði kjördæmakjörnu
fólki í öllum kjördæmum. Fyrir það
erum við þakklát og nú er flokkur-
inn að nýju kominn á góðan rek-
spöl. Framundan hjá okkur er að
styrkja flokkinn allsstaðar í Norð-
vesturkjördæmi. Það hefur gengið
vel hér á sunnanverðu Vesturlandi
en styrkur okkar er minni á Snæ-
fellsnesi, Vestfjörðum og Norður-
landi. Því munum við efla flokks-
starfið innan kjördæmisins,“ segir
Guðjón S Brjánsson alþingismað-
ur Samfylkingarinnar sem nú er að
hefja sitt annað kjörtímabil, en nú
sem kjördæmakjörinn þingmaður.
Aðspurður um næstu skref við
myndun ríkisstjórnar segir hann að
strax sé hafinn einhvers konar sam-
kvæmisleikur en staðan sé býsna
snúin með marga flokka. „Ég vona
náttúrlega að félagshyggjuflokkar
byrji að ræða saman um myndun
öflugrar stjórnar frá vinstri og að
miðju.“
mm
Fjölbrautaskóli Vesturlands
Innritun á vorönn 2018
Fjölbrautaskóli Vesturlands
Vogabraut 5, 300 Akranesi
Sími 433-2500 skrifstofa@fva.is www.fva.is
Námsbrautir í boði
Stúdentsbrautir – 3 ára brautir
Náttúrufræðabraut
Félagsfræðabraut
Opin stúdentsbraut
Listnámssvið
Tungumálasvið
Viðskipta- og hagfræðisvið
Afreksíþróttasvið
Iðnnám
Húsasmíði
Húsgagnasmíði
Vélvirkjun
Grunndeild bíliðngreina
Rafvirkjun
Sjúkraliðanám
Framhaldsskólabraut
Starfsbraut
Viðbótarnám eftir iðn- og starfsnám
Dagskóli
Innritun fyrir nám í dagskóla á vorönn 2018 fer fram
rafrænt á menntagatt.is eða á skrifstofu skólans dagana
1.-30. nóvember.
Dreifnám
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í húsasmíðanám,
vélvirkjanám og sjúkraliðanám í dreifnámi fyrir vorönn
2018.
Umsóknareyðublað er að finna á heimasíðunni,
www.fva.is og umsóknum skal skilað á skrifstofu skólans
fyrir 1. desember 2017.
Nánari upplýsingar gefa Guðrún Sigríður Guðmundsdóttir,
náms- og starfsráðgjafi, gudruns@fva.is og Jónína
Víglundsdóttir, áfangastjóri, jonina@fva.is.
Ásmundur Einar Daðason o�
Halla Si�ný Kristjánsdóttir
Framsóknarflokki í Norðvesturkjördæmi
Þökkum stuðnin�inn!
Fréttaveita Vesturlands
www.skessuhorn.is
Minnum á óbreyttan skilafrest auglýsinga
Auglýsingar í Skessuhorn þurfa að berast í síðasta lagi á hádegi á
þriðjudögum á netfangið auglysingar@skessuhorn.is.
Auglýsendum er einnig bent á heimasíðuna
www.skessuhorn.is þar sem boðið er
upp á helstu stærðir vefborða.
Nánari upplýsingar í síma 433-5500.