Skessuhorn


Skessuhorn - 06.12.2017, Page 6

Skessuhorn - 06.12.2017, Page 6
MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 20176 Samgöngu- safni að mestu lokað í desember BORGARNES: Stjórn Fornbílafjelags Borgar- fjarðar hefur ákveðið að hafa Samgöngusafnið að mestu lokað í desember, bæði á laugardögum og eins opna húsið á þriðju- dagskvöldum, með þeirri undantekningu að opið verður þriðjudagskvöldið 12. desember. „Þrátt fyr- ir þessa ákvörðun þá verð- ur eftir sem áður möguleiki fyrir hópa að fá að skoða safnið. Í því sambandi þarf að hafa sambandi við Ólaf í síma 663-3374, Gunnar í síma 690-4651 eða Kristján í 862-0774.“ -mm Landsbyggðin komin í Strætóappið LANDIÐ: Frá 1. desemb- er gefst farþegum Strætó kostur á að kaupa ferðir á landsbyggðinni í gegn- um Strætóappið. Hægt er að sækja appið fyrir iP- hone snjallsíma í App Store og fyrir Android snjall- síma í Google Play Store. Hingað til hafa fargjöld í Strætóappinu einungis ver- ið gild innan höfuðborgar- svæðisins. Þessi breyting hefur í för með sér aukna þjónustu fyrir almennings- samgöngur á landsbyggð- inni og mun hún einfalda farþegum útreikning og greiðslur fargjalda. Hægt verður að kaupa ferðir milli allra áfangastaða Strætó á landsbyggðinni, fyrir utan þær leiðir sem eru í pönt- unarþjónustu eins og leið 84 á Skagaströnd eða leið 85 sem gengur á um Hóla og á Hofsós. „Við vekj- um einnig athygli á því að í appinu er einungis eitt al- mennt fargjald sem gild- ir fyrir alla aldurshópa. Ef farþegar vilja nýta sér af- sláttarfargjöld þá er enn hægt að greiða fyrir farið með farmiðum, pening eða greiðslukorti,“ segir í til- kynningu frá Strætó. -mm Matarmarkað- ur á sunnudag STYKKISH: Ljúfmetis- markaðurinn Stykkishólmz Bitter verður haldinn í Ný- ræktinni milli kl. 14:00 og 16:00 sunnudaginn 10. desember næstkomandi. Þar leiða saman hesta sína veitingamenn og matvæla- framleiðendur í Stykkis- hólmi og nágrenni og gefst gestum kostur á að bragða á ljúfmetinu. -kgk Útgáfan út árið S K E S S U H O R N : Skessuhorn kemur út næsta miðvikudag, 13. desember. Jólablað Skessuhorns kemur út í vikunni þar á eftir, mið- vikudaginn 20. desember. Það verður að vanda fullt af mannlífstengdu efni; viðtöl, annálar, kveðjur úr héraði, getraunir og m.fl. Auglýsendum er bent á að skilafrestur í Jólablað rennur út föstudaginn 15. desember. Ekki kemur út blað milli jóla og nýj- árs. Fyrsta blað á nýju ári kemur út miðvikudaginn 3. janúar 2018. -mm Ljósleiðarinn fer víða í ár DALIR: Í fundargerð sveitarstjórnar Dalbyggð- ar frá 29. nóvember sl. kemur fram að Dala- byggð fékk styrk að upp- hæð 50.949.000 krónur til að tengja 153 styrk- hæfa staði við ljósleið- ara. Í fundagerðinni kem- ur fram að ákveðið hafi verið að tengja styrkhæfa staði í Mið- og Suðurdöl- um, Haukadal, Laxárdal, Hvammssveit, Saurbæ og Fellsströnd að Orrahóli. Þá eru eftir 17 styrkhæfir staðir á Skarðsströnd og vesturhluta Fellsstrandar, en sækja á um styrk fyrir þá staði á árinu 2019. -arg Laust fyrir hádegi í gær, þriðjudag- inn 5. desember, var skrifað und- ir samning milli Akraneskaupstaðar og fyrirtækisins Work North ehf. um niðurrif húsnæðis og búnaðar Sem- entsverksmiðjunnar á Akranesi. Það voru þeir Þorsteinn Auðunn Péturs- son, framkvæmdastjóri og eigandi Work North, og Sævar Freyr Þráins- son bæjarstjóri á Akranesi, sem skrif- uðu undir fyrir hönd samningsaðila. Aðspurður segir Þorsteinn ætl- un fyrirtækisins að hefjast handa við verkið eins fljótt og auðið er. „Fram- undan næstu daga er undirbúnings- vinna en ætlun okkar er að hefja nið- urrifið sem allra fyrst, jafnvel gæti verið að einhverjar vélar verði settar í gang fyrir helgi ef vel gengur,“ seg- ir Þorsteinn. „Það er frábært að geta loksins farið að byrja á þessu. Ég er búinn að bíða spenntur eftir þessu í tvo mánuði. Við höfum skilað inn miklu af gögnum og ekkert fyrirtæki hefur farið í gegnum jafn ítarlega skoðun hjá bænum. En við höfum sýnt það á þeim verkum sem við höf- um tekið að okkur hingað til að við vinnum okkar vinnu bæði hratt og vel og með sóma,“ segir Þorsteinn. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri segir ánægjulegt að þessum áfanga sé náð og gengið hafi verið frá samn- ingum. „Það er mjög ánægjulegt að vera komin á þann stað að nú sé hægt að fara að hefjast handa við verkið,“ segir Sævar í samtali við Skessuhorn. „Gangi verkáætlun eftir sjáum við síðan fram á að verkinu verði lokið í lok október á næsta ári,“ bætir hann við. Vegna þeirrar umræðu sem átt hef- ur sér stað um niðurrif Sementsverk- smiðjunnar frá því tilboð voru opnuð í ágústmánuði vill Sævar koma eftir- farandi á framfæri: „Vegna umræðu sem átt hefur sér stað um lægstbjóð- anda er rétt að geta þess að fé bæjar- búa er varið með þeim hætti að um framvindugreiðslur er að ræða. Það þýðir að aðeins er greitt fyrir verkið eftir því sem því vindur fram,“ segir Sævar Freyr Þráinsson að endingu. kgk Skrifað undir samning um niðurrif Sementsverksmiðjunnar Frá undirritun samningsins. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri á Akranesi og Þorsteinn Auðunn Pétursson, framkvæmdastjóri og eigandi Work North ehf., handsala samning- inn. Fyrir aftan þá standa f.v. Lárus Ársælsson, verkfræðingur hjá verkfræðistofunni Mannviti, Rakel Óskarsdóttir bæjarfulltrúi, Sigurður Páll Harðarson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og Einar Brandsson bæjarfulltrúi. Eins og áður hefur verið greint frá í Skessuhorni hefur frá því í haust ver- ið unnið að endurnýjun vatns- og fráveitulagna í Skúlagötu í Borgar- nesi. Samhliða þeirri vinnu er unn- ið að lagningu ljósleiðara í götunni. Eru það Veitur ohf. sem annast verk- ið en Borgarverk ehf. er verktaki við það. Í verkinu felst dýpkun nú- verandi fráveitulagna og tenging ótengdra fráveituheimæða við kerfið. Umsjónarmaður verksins er Berg- steinn Metúsalemsson hjá Mann- viti verkfræðistofu. Hann segir fram- kvæmdir ganga vel. „Staðan er ágæt. Framkvæmdir hófust aðeins seinna en upphaflega stóð til en það gengur vel og verkið er langt komið,“ seg- ir Bergsteinn í samtali við Skessu- horn. „Búast má við því að lagna- framkvæmdum verði lokið í desemb- er eins og áætlanir stóðu til en frá- gangur á yfirborði gæti þurft að bíða fram á vor vegna árstíðar, en það var gert ráð fyrir því í upphafi. Hins veg- ar verður malbikað ef veður leyfir en ef það er ekki möguleiki bíður það vorsins,“ segir Bergsteinn. kgk Framkvæmdir við Skúlagötu ganga vel

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.