Skessuhorn


Skessuhorn - 06.12.2017, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 06.12.2017, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 201710 Nýttu nafnið þitt til að skrifa undir bréf til stjórnvalda sem brjóta mannréttindi. Vertu með í bréfamaraþoni Amnesty International í Menntaskóla Borgarfjarðar og í Hugheimum í Borgarnesi föstudaginn 8. desember frá kl. 12 til 20 og í félagsheimilinu X-inu í Stykkishólmi laugardaginn 9. desember frá kl. 14 til 18. Undirskrift þín skiptir meira máli en þú heldur! BREYTTU HEIMINUM! Síðastliðinn föstudag var stór aðgerð í gangi við höfn- ina í Stykkishólmi þegar að- alvélin úr flóabátnum Baldri var fjarlægð úr skipinu og flutt til viðgerðar í Garðabæ. Til að ná vélinni úr skipinu þurfti m.a. að stækka lúgu á bíladekki skipsins og brenna gat á efsta dekkið. Krani frá BS Lausnum var fenginn vestur til að hífa vélina upp úr skipinu. Áður en til þess kom var búið að taka ýmsa lausa hluti af vélinni bæði til að minnka umfang hennar og gera léttari. Þrátt fyrir það var vélin um tólf tonn þeg- ar hún var hífð frá borði og yfir á pall flutningabíls. Að- gerðin gekk mjög vel og er vélin nú komin inn á gólf hjá Framtaki í Garðabæ þar sem skipt verður um ýmsa vél- arhluta, svo sem höfuðleg- ur auk þess sem sveifarásinn verður renndur. Gert er ráð fyrir að viðgerð á vélinni og stilling á henni eftir að hún kemst aftur um borð í skipið taki nokkrar vikur. Bjartsýn- ustu spár gera nú ráð fyrir að í byrjun janúar verði hægt að sigla Baldri að nýju. Meðfylgjandi myndir tók Sumarliði Ásgeirsson á með- an á aðgerðinni stóð. mm Vélin tekin úr Baldri

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.