Skessuhorn


Skessuhorn - 06.12.2017, Qupperneq 12

Skessuhorn - 06.12.2017, Qupperneq 12
MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 201712 Hjúkrunarforstjóri Silfurtúns SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700 Staða hjúkrunarforstjóra Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns í Búðardal er laus til umsóknar. Silfurtún er lítið heimili með 13 íbúum. Búðardalur er í 160 km fjarlægð frá Reykjavík. Stefnt er að því að viðkomandi hefji störf 1. febrúar 2018. Starfssvið: • Hjúkrun • Ábyrgð á rekstri, daglegri stjórnun og starfsmannahaldi heimilisins • Ábyrgð á faglegri þróun Hæfniskröfur: • Hjúkrunarfræðimenntun • Stjórnunarreynsla • Framúrskarandi samskiptahæfni • Hæfni til að vinna sjálfstætt og skipulega Upplýsingar veitir: Geirlaug Jóhannsdóttir geirlaug@hagvangur.is. Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is Umsóknarfrestur er til og með 10. des. nk. Silfurtún Dvalar og hjúkrunarheimili Hestamannafélagið Dreyri áformar að reisa reiðskemmu á Æðarodda og hefur leitað stuðnings Akraneskaup- staðar vegna fyrirhugaðrar fram- kvæmdar. Bæjarráð Akraness fjallaði um erindi hestamannafélagsins á fundi sínum 16. nóvember. Tók ráðið jákvætt í erindið og var bæj- arstjóra falið að ræða við Hvalfjarð- arsveit um frekari úrvinnslu máls- ins. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar fjallaði svo um málið á fundi sínum 28. nóvember og tók sömuleiðis vel í erindi Dreyra og samþykkti að eiga frekari viðræður við bæjaryfirvöld á Akranesi um reiðskemmu á Æðar- odda. Eins og kunnugt er nær starfs- svæði Dreyra yfir þessi tvö sveitar- félög. Í erindi hestamannafélagsins Dreyra leggja félagsmenn áherslu á að reist verði reiðskemma sem geti nýst þeim um ókomna tíð, að minnsta kosti næstu áratugina. Þess vegna áforma hestamenn að reisa skemmu sem er 25x45 metrar að stærð, en lágmarksstærð fyrir lög- lega reiðkennslu er 25x40 metrar. Yrði reiðskemman staðsett sunnan við félagsheimili Dreyra á Æðar- odda, eða um 20 metrum frá félags- heimilinu. Þannig mætti nýta þá aðstöðu sem fyrir er í félagsheim- ilinu, til dæmis salerni og þess hátt- ar. Í núverandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir reiðhöll austan megin við innkeyrsluna að Æðarodda en ekki sunnan megin við félagsheimilið og því þyrfti að breyta skipulagi svæð- isins. Sveitarfélögin leggi til 51 milljón Er það mat félagsmanna að starf hestamannafélagsins líði verulega fyrir aðstöðuleysi og bygging reið- skemmu sé mjög brýn fyrir fram- tíð félagsins. „Við getum ekki boðið upp á námskeið, skipulegar æfingar, opna æfingatíma eða annað innan- hússstarf fyrir upprennandi knapa. Reiðkennarar vilja ekki koma og kenna þar sem ekki er reiðskemma. Allt slíkt verður að bíða vors og sumars,“ segir í erindinu. Dreyra- félagar vilja bæta úr þessu og eru til- búnir að leggja til mikla vinnu svo byggja megi reiðskemmu á Æðar- odda. Hins vegar sé ljóst að ekkert verði af framkvæmdum án stuðnings sveitarfélaganna. Hafa félagsmenn því farið þess á leit við Akraneskaup- stað og Hvalfjarðarsveit að sveitar- félögin fjármagni um það bil 51 milljón í húsinu eftir réttlátri skipt- ingu sem um semst á milli þeirra. Félagsmenn eru tilbúnir að vinna í sjálfboðavinnu við byggingu hússins og er verðmat sjálfboðavinnunnar um 26 milljónir króna. Stendur vilji félagsmanna til að hefjast handa sem allra fyrst. „Við stefnum að því að verklegar framkvæmdir yrðu á fyrri hluta næsta árs og að húsið yrði full- klárað í september á næsta ári,“ segir í erindi Dreyra. Tilbúnir að reiða fram mikla vinnu Hestamannafélagið Dreyri er eitt fjögurra virkra hestamannafélaga á landinu sem ekki hefur aðstöðu til kennslu og þjálfunar innandyra, að því er fram kemur í erindinu. „Í Landsambandi hestamannafélaga eru 45 hestamannafélög. Fjöldi skráðra félagsmanna í hverju félagi er allt frá 20 og upp í um 1400 fé- laga hjá því fjölmennasta. Af þessum 45 félögum innan LH eru 43 þeirra með virka félagastarfsemi og 39 þeirra hafa til afnota reiðhöll/reið- skemmu.“ Félagsmenn í Dreyra eru um 250 talsins, þar af er um fjórðung- ur félagsmanna börn og ungmenni yngri en 18 ára. „Hestamannafélög hér allt í kringum okkur og fámenn hesteigendafélög innan þeirra eru komin með innanhússaðstöðu, t.d. á Snæfellsnesi,“ segir í erindinu og bent er á að í Stykkishólmi og Ólafs- vík hafi verið reistar reiðskemmur þar sem félagafjöldi í hestamanna- félögunum telji um 25 til 40 manns. „Við teljum að það sé runninn upp okkar tími og tækifæri til að stækka og eflast og okkur verði á næsta ári gefinn sá möguleiki að geta boð- ið hestamönnum á öllum aldri upp á æfingar innanhúss,“ segir í erindi hestamannafélagsins. „Við Dreyra- félagar erum tilbúnir að leggja mikla vinnu á okkur svo þessi nauðsynlegi draumur um innanhúss æfingaað- stöðu fyrir unga fólkið okkar og aðra félaga verði að veruleika. Það að geta stundað íþróttina sína allt árið, bæði inni og úti, skiptir öllu máli við að ná árangri og halda festu og skipu- lagi í starfinu.“ kgk Dreyramenn vilja reisa reiðskemmu á Æðarodda á næsta ári Akraneskaupstaður og Hvalfjarðarsveit hafa tekið vel í áformin Félagar í Hestamannafélaginu Dreyra í skemmtireið frá Æðarodda og inn í þéttbýlið á Akranesi síðasta vetur. Ljósm. úr safni/ gbh.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.