Skessuhorn


Skessuhorn - 06.12.2017, Side 23

Skessuhorn - 06.12.2017, Side 23
MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2017 23 segir Steinþór. Vitabar er op- inn um helg- ar og verður það áfram þar til írski barinn tekur við. „Það hafa ekki ver- ið gerðar nein- ar breyting- ar ennþá og er fyrirkomulag- ið eins og það var áður. Fyr- ir þá sem vilja er hægt að fá að leigja sal- inn hjá okkur fyrir viðburði. Þeir sem hafa áhuga á því mega endilega hafa bara sam- band við mig í tölvupósti á steinthorarna- s o n @ g m a l i . com. Eins ef einhver er að leita að vinnu er ég að leita að starfsfólki,“ segir Steinþór. Aðspurður hvort hann hafi í huga að halda áfram með veitingarekst- ur í golfskálanum segir Steinþór það svo vera. „Já, þetta var rosa- lega skemmtilegt sumar og ég hef mikinn áhuga á að halda áfram með þetta. Það er þó ekki ljóst eins og er, en þetta er allt í samningaferli,“ segir Steinþór að endingu. arg Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Góðir gestir koma fram: Þórunn Antonía - Stúkurnar Eldri kór Grundaskóla og ýmsir Korter í ��l Allur ágóði rennur óskertur til mæðrastyrksnefndar Miðaverð: 1.500 kr Miðvikudaginn Tónbergi kl. 20:00 SK ES SU H O R N 2 01 7 Laus störf hjá Akraneskaupstað Eftirfarandi störf eru laus til umsóknar: Brekkubæjarskóli Kennari, þroskaþjálfi eða iðjuþjálfi (afleysing) Skólaliði Störf í frístund Frístundamiðstöðin Þorpið Frístundaleiðbeinandi Starf í ræstingu Nánari upplýsingar um ofangreind störf er að finna á www.akranes.is Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is SK ES SU H O R N 2 01 7 Styrkumsóknir vegna menningar-, íþrótta- og atvinnumála Auglýst er eftir umsóknum um styrki vegna menningar-, íþrótta- og atvinnumála á árinu 2018. Sótt er um rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar á þar til gerðu eyðublaði. Umsóknarfrestur er til og með 17. desember. Nánari upplýsingar er að finna á www.akranes.is Árlegt jólabingó Kvenfélagsins 19. júní á Hvanneyri og nágrenni var haldið í Landbúnaðarháskóla Ís- lands 24 nóvember síðastliðinn. Aldrei hafa fleiri mætt á bingóið, að sögn kvenfélagskvenna. „Marg- ir góðir vinningar voru í boði og viljum við í Kvenfélaginu 19. júní þakka öllum sem styrktu okkur með góðum vinningum og einnig þeim sem mættu á bingóið. Ágóð- inn af því rennur óskiptur til góðra verkefna innan héraðs,“ segir í til- kynningu kvenfélagskvenna. mm Aldrei fleiri mætt á jólabingó kvenfélagsins 19. júní Eigandaskipti hafa orðið á Vitakaffi við Stillholt á Akranesi, en Bjarni Kristófersson hefur nú selt kaffi- húsið og ætlar að snúa sér að öðru. Skagamaðurinn Steinþór Árnason er nýr eigandi og hyggst hann opna þar írskan pöbb á næsta ári. Um er að ræða svokallaðan „gastropub“ þar sem boðið verður upp á fínni pöbba-matseðil. „Pöbbinn mun fá nafnið The Irish bar og ég stefni á að staðurinn byrji að taka á sig nýja mynd í febrúar og fái þá nýja nafnið. Heildarbreytingin mun þó ekki verða gerð fyrr en í júní þeg- ar ég hef lokið minni vinnu hér í Grundaskóla,“ segir Steinþór þeg- ar blaðamaður heyrði í honum, en hann er yfir mötuneytinu í Grunda- skóla í vetur. Steinþór er fæddur og uppalinn á Akranesi en hafði ekki búið þar í nokkurn tíma þegar hann ákvað að flytja aftur á heimaslóðir í sumar og taka við veitingarekstri í golf- skála Golfklúbbs Leynis. „Þegar ég flutti hingað í sumar var það upp- haflega því pabbi minn veiktist og ég vildi vera nálægt til að passa upp á karlinn. Mér hefur fundist mjög gott að vera þennan tíma á Akra- nesi og langar að festa mig hér,“ segir Steinþór. Hann hefur tölu- verða reynslu af rekstri og stjórnun og ætti nýja verkefnið því ekki að vefjast fyrir honum. „Ég er mennt- aður bakari úr háskóla í Danmörku og er með meistaragráðu í hótel- stjórnun frá háskóla í Sviss. Ég hef átt fimm veitingastaði og kaffi- hús í Reykjavík og hef unnið sem veislu- og veitingastjóri á stærsta hóteli Grænlands. Ég hef líka unn- ið á flottum veitingastöðum víða, m.a. í Danmörku og Noregi, auk þess sem ég hef rekið fjögur hótel á Íslandi. Það er því óhætt að segja að ég hafi prófað ýmislegt í þessum geira,“ segir Steinþór. Fannst vanta írskan bar á Akranesi Steinþór segir hugmyndina að breyta Vitakaffi í írskan pöbb ein- faldlega hafa komið því honum þótti vanta slíkan pöbb á Akranesi. „Þetta lá nú beinast við fannst mér. Írska bari er að finna víða, en ekki á Akranesi í írska „mekkanu“ og ég varð auðvitað að bæta úr því,“ segir hann og hlær. „Stefnan er að bjóða upp á fínni pöbbamat í írskum stíl, t.d. pylsur og kartöflumús, írska böku, pottrétt, fisk og franskar og aðra þekkta rétti. Einnig verður lif- andi tónlist á fimmtudögum, föstu- dögum og laugardögum og að sjálf- sögðu sýnum við frá öllum helstu íþróttaviðburðum. Það er ýmislegt sem ég hef í huga fyrir nýja stað- inn en ekki fyrr en næsta sumar,“ Vitakaffi á Akranesi verður breytt í írskan bar Steinþór Árnason er nýr eigandi á Vitakaffi. Ljósm. úr einkasafni.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.