Skessuhorn


Skessuhorn - 06.12.2017, Síða 28

Skessuhorn - 06.12.2017, Síða 28
MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 201728 Kveikt var á jólatrjám á Hellissandi og í Ólafsvík á sunnudaginn í góðu en þó snjólausu veðri. Á Hellissandi var kveikt á jólatrénu sem er stað- sett við Röstina klukkan 16.30 og var opið í Röstinni. Þar var Kven- félag Hellissands með heitt kakó, pönnukökur og lagtertur til sölu. Í Ólafsvík var kveikt á jólatrénu á Sáinu klukkan 17.30 og söng Barnakór Snæfellsbæjar ásamt því að Trausti Leó og Kristbjörg Ásta sungu nokkur vel valin jólalög. Á báðum stöðunum var fjölmenni og komu jólasveinarnir í heimsókn og gáfu börnunum nammipoka og mandarínur við mikla kátínu barnanna. af Ljósin kveikt á jólatrjám í Snæfellsbæ Jólasveinarnir vöktu mikla kátínu barnanna sem vildu ólm láta mynda sig með þeim. Það voru ekki aðeins börnin sem vildu láta mynda sig með jólasveinunum, hér er Heiðrún Hulda Haraldsdóttir með þeim á mynd. Barnafjölskyldur létu sig ekki vanta á svæðið eins og sjá má. Margt var um manninn í Skalla- grímsgarði í Borgrnesi á fyrsta sunnudegi í aðventu. Þá voru ljós- in tendruð á jólatré Borgarbyggðar. Barnakór Borgarness hóf athöfn- ina með flutningi á nokkrum jóla- söngvum undir stjórn Steinunn- ar Árnadóttur við undirleik Hall- dórs Hólm. Gunnlaugur A. Júlí- usson sveitarstjóri hélt stutt erindi og sagði frá heiti og merkingu að- ventukertanna og Andrea Jónsdótt- ir spilaði nokkur jólalög á saxófón við undirleik Jónínu Ernu Arnar- dóttur. Eftir að ljósin á trénu voru kveikt, birtust svo jólasveinar sem dönsuðu í kringum jólatréð með gestum og gáfu börnunum mandar- ínur. Nemendur 9. bekkjar Grunn- skólans í Borgarnesi buðu upp á heitt kakó. mm/ Ljósm. gaj Jólaljósin á trénu í Borgarnesi Síðastliðinn föstudag voru ljósin tendruð á jólatrénu í Hólmgarði í Stykkishólmi. Tréð er sem fyrr gjöf frá Drammen, vinabæ Stykkishólms í sunnanverðum Noregi. Tréð var að þessu sinni óvenjulegt að því leyti að það óx upp í einkagarði í Dram- men. Ríkharður Hrafnkelsson, sem starfar hjá Stykkishólmsbæ, segir um tilurð þess að tré þetta varð fyr- ir valinu: „Það er íslensk kona sem starfar á sjúkrahúsinu í Drammen. Hún á vinkonu og samstarfsfélaga sem átti tré í garðinum hjá sér sem þurfti að fjarlægja. Höfðu þær sam- band við kommúnuna í Drammen og úr varð að stjórnvöld þar þáðu tréð og sendu til Íslands. „Þetta var góð gjöf og tréð er eitt það falleg- asta sem prýtt hefur Hólmgarð,“ sagði Ríkharður. mm/ Ljósm. sá Jólatréð í Stykkishólmi úr heimagarði í Drammen Margt var um manninn á Akra- torgi síðdegis á laugardaginn þegar jólaljósin á Akratorgi voru tendruð við hátíðlega athöfn. Skólakór skipaður yngri nem- endum Grundaskóla hóf athöfn- ina með flutningi á nokkrum jóla- söngvum undir stjórn Valgerðar Jónsdóttur. Lokalag kórsins var nýtt jólalag, Torgið ljómar, sem var sérstaklega samið af Valgerði fyrir þetta tilefni. Sigríður Indriðadóttir, forseti bæjarstjórnar, sagði frá uppruna trésins á torginu og aðstoðaði af- mælisdrengina Birki Hrafn Theo- dórsson og Björn Leó Aronsson, sem báðir urðu sjö ára gamlir þennan dag, við að kveikja ljósin á jólatrénu. Jólatréð sem prýðir torgið í ár var gróðursett um 1980 í landi Stóru-Fellsaxlar norðan við Akrafjall. Eftir að ljósin á trénu voru kveikt, birtust nokkrir þræl- villtir jólasveinar sem virtust ekki alveg átta sig á því að þeirra tími væri ekki kominn. Þeir létu það ekki á sig fá og tóku nokkur lög með mannfjöldanum og laumuðu mandarínum í lófa barnanna áður en þeir hurfu aftur á braut. mm/ Ljósm. emg. Tveir afmælisdrengir tendruðu ljósin á jólatré Skagamanna Mikill mannfjöldi var saman kominn á Akratorgi í prýðilegu veðri. Þeir Birkir Hrafn Theodórsson og Björn Leó Aronsson tendruðu ljósin á trénu en þeir áttu bátir sjö ára afmæli þennan dag. Slökkvilið Grundarfjarðar fór ný- verið í árlega heimsókn í þriðja bekk grunnskólans. Þá fræddu slökkvi- liðsmenn krakkana um mikilvægi eldvarna og hvernig á að bregðast við ef þau verða vör við eld í heima- húsi. Að lokum var krökkunum boðið niður á slökkvistöð þar sem slökkvibíllinn var skoðaður í bak og fyrir. Það er ljóst að þessir krakkar munu taka eldvarnir heima hjá sér til skoðunar. tfk Þriðji bekkur í eldvarnarfræðslu Kveikt var á ljósum jólatrésins í Búðardal á mánudaginn. Sam- kvæmt hefðinni var dansað og sungið í kringum tréð, að þessu sinni undir hljóðfæraleik Kristjáns Inga Arnarssonar. Jólasveinar skil- uðu sér til byggða með látum, sír- enuhljóð glumdu og hasarljós log- uðu þegar þeir mættu í bæinn á bíl frá Björgunarsveitinni Ósk. Eft- ir skemmtunina bauð Skátafélag- ið Stígandi upp á heitt kakó með rjóma og piparkökur í Dalabúð. sm Hátíð í Búðardal

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.