Skessuhorn


Skessuhorn - 13.06.2018, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 13.06.2018, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 20186 Nýr stjórnar- formaður Mjólkursamsöl- unnar L A N D I Ð : Elín M. Stef- ánsdóttir bóndi í Fellshlíð í Ey ja f j a rðar- sveit hefur tek- ið við stjórn- arformennsku hjá Mjólkur- samsölunni og verður jafn- framt fyrsta konan til þess að gegna hlutverki stjórnarfor- manns hjá fyrirtækinu. Elín og eiginmaður hennar Ævar Hreinsson búa að Fellshlíð í Eyjafjarðarsveit og hafa verið bændur þar síðan 2002. Hún hefur setið í stjórn Auðhumlu og Mjólkursamsölunnar síð- astliðin 6 ár. Breytingar urðu nýlega á fulltrúum Auðhumlu í stjórn MS í kjölfar aðalfund- ar Auðhumlu, sem er aðaleig- andi MS og hefur stjórn MS skipt með sér verkum. Ágúst Guðjónsson og Þórunn Andrésdóttir eru nýir aðal- menn í stjórn, en Þórunn var áður varamaður. Þau komu í stað Jóhannesar Torfason- ar og Jóhönnu Hreinsdóttur, sem tók sæti í varastjórn. Þá var Björgvin R. Gunnarsson kosinn varamaður í stjórn í stað Sæmundar Jóns Jóns- sonar. Egill Sigurðsson, sem verið hefur stjórnarformað- ur frá árinu 2008, mun sitja áfram í stjórn fyrirtækisins, auk þess að sitja í stjórn nýs dótturfélags MS um erlenda starfsemi. -mm Innkalla Stellu í gleri LANDIÐ: Vínnes ehf. hef- ur, í samráði við Heilbrigðis- eftirlit Reykjavíkur, innkallað 330 ml glerflöskur af bjórn- um Stellu Artois. Ástæðan er sú að flöskurnar gætu inni- haldið gleragnir. Innköll- un á bjórnum nær aðeins til eininga sem renna út 6. des- ember 2018 og 7. mars 2019 og voru keyptar í verslun- um Vínbúðarinnar eða í Frí- höfninni á Keflavíkurflug- velli eða Reykjavíkurflug- velli. Vörur sem falla undir innköllunina hafa þegar ver- ið teknar úr sölu Vínbúðanna en mögulegt er að neytend- ur eigi óopnaðar bjórflösk- ur með þessum tveimur dag- setningum. Þeim sem kunna að eiga bjór í flöskum með ofangreindum dagsetningum er bent á að neyta þeirra ekki heldur skila til Vínness ehf. eða í næstu Vínbúð ÁTVR og fá nýja í staðinn, að því er fram kemur í tilkynningu Matvælastofnunar. -kgk Eldur í bát í Ólafsvík SNÆFELLSBÆR: Eldur kviknaði í Brynju SH í Ólafs- víkurhöfn í gær þegar miðstöð bátsins bilaði. Kviknaði eldur- inn í olíumiðstöð í vélarrúmi í bátnum. Mikill reykur var og byrjuðu slökkviliðmenn að reykræsta um leið og komið var á staðinn. Minniháttar tjón varð á bátnum og enginn slasaðist. Meðfylgjandi mynd tók Alfons Finnsson, fréttaritari Skessu- horns í Ólafsvík, af slökkviliðs- mönnum að störfum við höfn- ina í gær. -glh. Rólegt hjá lögreglunni Síðasta vika var nokkuð róleg hjá Lögreglunni á Vesturlandi. Um 40 ökumenn voru stöðvaðir fyrir að aka of hratt en töluvert fleiri voru teknir af myndavélun- um. Tvö minniháttar fíkniefna- brot komu inn á borð þar sem handlagt var smávegins kanna- bis, neysluskammtar. -arg Ólafsvíkurvöllur vígður SNÆFELLSBÆR: Í kvöld leikur Víkingur Ó. fyrsta heimaleik sumarsins í 1. deild karla í knattspyrnu þegar liðið mætir Leikni R. Sem kunnugt er hefur verið unnið að því að leggja völlinn gervigrasi síðan í haust. Nú er þeirri vinnu lokið og fyrsti heimaleikurinn fram- undan. Af því tilefni er boðið til hátíðardagskrár fyrir leik. Dag- skráin hefst í Sjómannagarðin- um kl. 17:30. Klukkustund síðar verður gengið yfir á Ólafsvíkur- völl þar sem vígsluathöfn hefst. Leikur Víkings Ó. og Leiknis R. hefst síðan kl. 19:15. -kgk Að kvöldi þriðjudags í síðustu viku var haldinn kynningarfundur um breytt deiliskipulag Sementsreits- ins á Akranesi. Breytingin á skipu- laginu felur í sér að heimilt verði að rífa Sementsstrompinn. Endan- leg ákvörðun þess efnis verður tek- in í bæjarstjórn að loknu formlegu skipulagsferli. Byrjað var á að rifja upp niður- stöður ráðgefandi skoðanakönn- unar um framtíð strompsins sem fram fór í íbúagátt á vef Akranes- bæjar dagana 18.-24. apríl síðast- liðna. Alls tjáðu 1095 íbúar á Akra- nesi hug sinn í könnuninni og var niðurstaðan sú að 94,25% greiddu atkvæði með því að strompur- inn yrði felldur en 5,75% vildu að hann fengi að standa áfram. Niður- stöðurnar þessar voru kynntar bæj- arráði á fyrsta fundi eftir að kosn- ingu lauk. Ráðið lagði til að þær yrðu hafðar til hliðsjónar við frek- ari skipulagningu á Sementsreit. Skipulags- og umhverfisráð fól síð- an sviðsstjóra að undirbúa skipu- lagsbreytingar reitsins í þá veru að heimilt verði að fella strompinn. Þær breytingar voru til kynningar á fundinum. Stykki fyrir stykki Næst var greint stuttlega frá hug- myndum verktaka varðandi tækni- lega útfærslu á niðurrifi stromps- ins. Verði ákveðið að strompurinn skuli víkja áformar verktaki ekki að fella strompinn heldur rífa hann. Það verði gert með því að saga ofan af honum í stykkjum sem krani ræður við að láta síga til jarðar, þar til 27 metrar standa eftir. Þá verði beltavélar notaðar til að brjóta nið- ur það sem eftir stendur. Áætlaður kostnaður vegna niðurrifs stromps- ins með þessum hætti er um það bil 23 milljónir króna, að því er fram kom á fundinum. Formlegar athuga- semdir mikilvægar Sjónarmið bæði með og á móti því að strompurinn yrði felldur komu fram á fundinum. Ítrekað var á kynningunni að engin ákvörð- un hefði verið tekin um framtíð strompsins. Aðeins væri að fara af stað skipulagsferli sem heimilaði niðurrif hans. Endanleg ákvörðun um framtíð strompsins yrði tekin í bæjarstjórn að undangengnu lög- bundnu lýðræðislegu deiliskipu- lagsferli. Það ferli mun að lágmarki taka 14 vikur. Bæjarstjórn gæti því tekið endanlega ákvörðun um framtíð Sementsstrompsins í fyrsta lagi um miðjan september. Þeir sem eru andvígir því að strompurinn verði felldur, hafa aðrar athugasemdir við skipulags- breytinguna eða vilja einfaldlega koma sjónarmiðum sínum á fram- færi voru hvattir til að gera form- legar athugasemdir við skipulags- breytinguna þegar hún verður aug- lýst. Íbúar gætu haft áhrif með at- hugasemdum sínum. Mikilvægt væri að þær athugasemdir væru settar fram með formlegum hætti svo hægt væri að taka þær til greina í skipulagsferlinu. kgk Kynntu breytingar á skipulagi Sementsreits Gera ráð fyrir heimild til að rífa strompinn Sementsstrompurinn gnæfir 68 metra yfir byggðina á Akranesi og hefur verið eitt helsta kennileiti bæjarins undanfarna sex áratugi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.