Skessuhorn


Skessuhorn - 13.06.2018, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 13.06.2018, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 201826 MT: Stefán Gísli með verðlauna- gripinn síðastliðinn sunnudag. „Hvað er skemmtilegast við sumarið?“ Spurni g vikunnar Sigþrúður Jóhannsdóttir: „Gróðurinn og birtan.“ Sigríður Ólöf Valdimarsdóttir: „Útilegur og gott veður.“ Ragnheiður Þ. Benediktsdóttir: „Veðrið, þegar það er gott.“ Sigurlaug Inga Árnadóttir: „Góða veðrið.“ Grímur Björnsson: „Ferðast eitthvert á hjólhýsinu mínu.“ (spurt á Akranesi) Ólafsvíkingar lyftu sér upp í fjórða sæti 1. deildar karla í knattspyrnu eftir 3-1 útisigur á Þrótti R. á föstudagskvöld. Þróttarar fengu óskabyrjun því Hreinn Ingi Örnólfsson kom þeim yfir strax á sjöttu mínútu. Horn- spyrna var skölluð þvert fyrir markið þar sem Hreinn var réttur maður á réttum stað og átti ekki í vandræðum að skora með við- stöðulausu skoti. Leikmenn Víkings Ó. þurftu smá tíma til að finna taktinn eft- ir erfiða byrjun en smám saman komust þeir betur og betur inn í leikinn. Á 38. mínútu fengu þeir tækifæri til að jafna þegar dæmd var vítaspyrna á Þróttara. En Arnar Darri Pétursson markvörður gerði sér lítið fyrir og varði góða spyrnu Gonzalo Zamorano. En Víkingum tókst þó að brjóta ísinn skömmu síðar. Kwame Quee átti góða stungusendingu sem ætluð var Ingibergi Kort Sigurðssyni. Arnar Darri kom út úr markinu og ætlaði að hreinsa boltann frá. Hann skaut hins vegar beint í Ingiberg, þaðan sem boltinn féll fyrir hann og átti Ingibergur ekki í vandræðum með að skora í autt markið. Staðan var því jöfn í hálfleik, 1-1. Síðari hálfleikur byrjaði með látum þegar Gonzalo sendi bolt- ann inn í teiginn þar sem Nacho Herreras henti sér á hann kom kom Víkingi yfir. Þróttarar fengu dauðafæri skömmu síðar og eftir því sem leið á sóttu þeir stífar. En það voru Ólafsvíkignar sem skor- uðu. Á 59. mínútu kom löng send- ing fram völlinn. Boltinn hrökk af varnarmanni Þróttara og á Pape Mamadou Faye sem slapp einn í gegn og kláraði færið listilega vel. Fleiri mörk voru ekki skoruð og lokatölur því 3-1, Víkingi Ó. í vil. Liðið situr í fjórða sæti deilarinnar með tíu stig, jafn mörg og Hauk- ar í sætinu fyrir neðan. Næsti leik- ur Víkings fer fram í kvöld, mið- vikudaginn 13. júní. Er það lang- þráður heimaleikur. Liðið mætir Leikni R. á spánýjum gervigras- velli í Ólafsvík. kgk/ Ljósm. úr safni. Víkingur Ó. klifrar upp töfluna Skagamenn halda áfram góðri byrj- un sinni í 1. deild karla í knatt- spyrnu þetta sumarið. Á föstudags- kvöld tóku þeir á móti ÍR og unnu öruggan 3-0 sigur. ÍA var mun sterkara liðið allan fyrri hálfleikinn en tókst þó ekki að brjóta ísinn fyrr en á 39. mín- útu þegar þeir fengu aukaspyrnu úti á vinstri kanti. Ragnar Leósson sendi boltann fyrir markið, beint á kollinn á Hafþóri Péturssyni sem stangaði hann í netið. Staðan 1-0 í hálfleik. Skagamenn komu ákveðnir til síðari hálfleiks og hefðu hæglega getað bætt tveimur mörkum við fyrsta korterið. Fyrst átti áður- nefndur Ragnar Leósson þrumu- fleyg af 30 metrunum sem small í samskeytunum. Skömmu síðar var það Stefán Teitur Þórðarson sem smellti boltanum í þverslána eftir undirbúning Bjarka Steins Bjarka- sonar. Stefán Teitur skaut síðan yfir úr dauðafæri aðeins mínútu síðar. Gestirnir máttu prísa sig sæla að vera aðeins einu marki undir en það átti eftir að breytast. Stefán Teitur skoraði annað mark Skagamanna á 86. mínútu með góðu skoti fyrir utan teig í bláhornið. Það var síð- an Garðar Gunnlaugsson sem inn- siglaði 3-0 sigur ÍA á 88. mínútu. Markvörður gestanna náði ekki að grípa fyrirgjöf frá vinstri og boltinn féll fyrir Garðar sem kláraði vel. Með sigrinum tylltu Skagamenn sér í toppsæti deildarinnar með 16 stig eftir fyrstu sex leikina og hafa þeir tveggja stiga forskot á HK í sætinu fyrir neðan. Efstu liðin tvö mætast einmitt í deildinni í kvöld, miðvikudaginn 13. júní. kgk ÍA fór létt með ÍR Hafþór Pétursson nýbúinn að koma ÍA yfir gegn ÍR. Ljósm. gbh. Kvennalið Skallagríms í körfu- bolta er á fullu um þessar mund- ir að styrkja lið sitt fyrir komandi átök á næsta tímabili. Liðið hef- ur þegar samið við Ara Gunnars- son til að þjálfa liðið áfram, eins og greint er frá hér að neðan, og nú hafa tvær stúlkur einnig skrifað undir samninga og því skuldbundið sig félaginu næsta vetur. Þetta eru þær Árnína Lena sem kom seint inn í liðið á síðasta tímabili og spil- ar stöðu bakvarðar. Hún ætlar að halda áfram með liðinu. Auk þess hefur Karen Dögg Vilhjálmsdóttir samið við Skallagrím, en hún spil- ar stöðu miðherja. Báðar eru þær frá Njarðvík og spiluðu þar saman í einhver ár og því kunnugar því að vera liðsfélagar. glh Borgnesingar sækja liðsstyrk Árnína (t.h.) og Karen innsigla sam- starfið með handabandi við formann meistaraflokk kvenna, Ragnheiði Guð- mundsdóttur. Ljósm. Skallagrímur. Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur endurnýjað samning sinn við Ara Gunnarsson sem tók fyrst við kvennaliðinu eftir minnis- stætt tap á móti Njarðvíkurstúlk- um í undanúrslitum Maltbikarsins í Laugardalshöll á síðasta tímabili, þá undir stjórn Spánverjans Ric- ardo Gonzalez Dávila. Ari náði að snúa blaðinu við eftir slæmt gengi um miðbik Íslandsmótsins. Liðið komst í úrslitakeppnina þar sem núverandi Íslandsmeistarar Hauka slógu Borgnesinga úr leik í und- anúrslitum. Ari er vel kunnugur herbúðum Skallagríms og spilaði sjálfur með meistaraflokki karla í efstu deild í um áratug. glh Ari Gunn áfram hjá Skallagrími Ari Gunnarsson. Ljósm. úr safni. Þórshöfn í Færeyjum er kannski ekki fyrsti stað- urinn sem manni dytti í hug að fara til að hlaupa maraþon. En þau Rán Kristinsdóttir, Fannar Baldursson, Ari Bjarna- son og Fanný Berit Svein- björnsdóttir í Ólafsvík eru á öðru máli. Þangað skelltu þau sér í hlaupa- og skemmtiferð fyrstu helgina í júní. Höfðu þau Rán, Fannar og Ari ákveðið snemma í vor að skrá sig í hálft maraþon, þar sem þau höfðu heyrt svo vel af þessu hlaupi látið. Hlaupið í Þórshöfn er götuhlaup og því tölu- vert af brekkum í því og hlaupið bæði upp og nið- ur. Að sögn þeirra var hlaupið mjög skemmtilegt og mæla þau klárlega með því að taka þátt, enda mjög auðvelt að fljúga þang- að. Aðeins tekur rúman klukkutíma að fljúga til Færeyja frá Reykjavík. Á hlaupaleiðinni var fólk að hvetja, kindur á vappi og stemmn- ingin var því mjög skemmtileg að sögn Ránar, Fannars, Ara og Fann- ýjar. Voru þau einnig einstaklega heppin með veður, þó sérstak- lega á hlaupadaginn þar sem þau hlupu í sól og blíðu. Rúmlega 700 manns voru skráðir í hlaupið að þessu sinni og voru þátttakendur frá 25 þjóðum. Alls hlupu 12 Ís- lendingar þetta árið. Fannst þeim vel staðið að hlaupinu og voru al- sæl með frændur okkar enda eru Færeyingar léttir og skemmtilegir og lausir við allt stress. Sagði Rán að einn Færeyingurinn hefði orðað það þannig að þeir væru nú ekkert að kippa sér upp við það að mæta 30 mínútum of seint. „Nú er bara að finna næsta hlaup og setja sér ný markmið,“ sagði Rán að lokum en þess má geta að þau Rán og Fann- ar hafa undanfarin ár staðið fyrir Snæfellsjökulshlaupinu en það fer fram í áttunda skipti 30. júní næst- komandi. þa Ólsarar á hlaupum í Færeyjum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.