Skessuhorn


Skessuhorn - 13.06.2018, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 13.06.2018, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 201814 Fyrir helgi var Innnesvegur á Akra- nesi fræstur og var gamla malbikið endurnýtt á tveimur bæjum í Hval- fjarðarsveit. Þar var því dreift á inn- keyrslur bæjanna og jafnað út. Næst var valtað yfir það og með tímanum mun það jafna sig og festast bet- ur saman. Svona malbik hefur ekki sama burð og það sem notað er á fjölfarna vegi en dugar vel fyrir inn- keyrslur, bílastæði eða vegi þar sem umferð er lítil. arg Endurnýta malbikið Þarna er búið að sturta malbikinu sem fræst var af Innnesvegi í innkeyrsluna á Leirá í Hvalfjarðarsveit. Ljósm. es. Unnin hefur verið tillaga að úti- sviði í Hólmgarði í Stykkishólmi til að nota fyrir tónleikahald og við ýmis önnur hátíðarhöld í bænum. Hugmyndin er að byggja nýtt svið og hellulagt svæði sem mun svo mynda torg fyrir miðjum garðin- um. Heildarstærð torgsins er áætl- uð um 360 fermetrar. Einar Júlíusson, yfirmaður tæknisviðs og skipulags- og bygg- ingarfulltrúi Stykkishólmsbæj- ar, segir einróm vera um tillög- una en þó hafi ekkert verið ákveð- ið um framkvæmdir. „Viðbrögðin hafa verið góð og jákvæð. Vonandi verður ný kostnaðaráætlun gerð þegar ný bæjarstjórn tekur við. Enn sem komið er þá er ekki búið að fastsetja neinar framkvæmdir en það er vissulega brýn nauðsyn fyr- ir svona torgi hér í Stykkishólmi,“ segir Einar í samtali við Skessu- horn. Í tengslum við tillöguna um úti- svið og torg í Hólmgarði eru jafn- framt uppi hugmyndir um að setja á ný upp styttuna af Hafmeyj- unni, að því er fram kemur á vef Stykkishólmsbæjar. Sú stytta var hluti af gosbrunninum sem áður var í Hólmgarði, eða Kvenfélags- garðinum eins og hann er einnig nefndur. glh Hugmyndir um útisvið og torg í Hólminum Séð yfir Hólmgarð í Stykkishólmi. Ljósm. sá. Mikil hreyfing hefur verið á fast- eignamarkaði undanfarna mánuði og að sögn Soffíu Sóleyjar Magnús- dóttur fasteignasala virðist ekkert lát á því í fyrirsjáanlegri framtíð. „Það hefur verið mjög mikið að gera, eignir eru að fara mjög hratt og það vantar alltaf fleiri á skrá,“ segir hún. Soffía hafði aldrei unnið við fast- eignasölu þegar hún stofnaði Fast- eignamiðlun Vesturlands fyrir 25 árum, þann 21. maí 1993. Draum- urinn um að stofna fasteignasölu hafði þó blundað í henni í nokkurn tíma. „Það var eitthvað sem kviknaði innra með mér þegar ég keypti mína fyrstu fasteign 19 ára gömul og ég vissi að þetta var eitthvað sem mig langaði að gera, að selja fasteign- ir. Ég beið þó í nokkur ár og þegar tækifærið gafst opnaði ég mína eig- in fasteignasölu,“ segir Soffía. „Ég stökk því beint í djúpu laugina og sé ekki eftir því.“ Fyrst um sinn í fisk- vinnsluhúsi Soffía ólst upp á Kalastöðum í Hval- fjarðarsveit en flutti á Akranes 19 ára gömul þegar hún keypti sína fyrstu íbúð við Garðabraut 24. Lengi vel vann hún við bókhald eða þar til henni bauðst húsnæði til að opna fasteignasöluna í litlu skrifstofurými í fiskvinnsluhúsi við Ægisbraut. „Þar sem ég hafði ekki mikið milli hand- anna var þetta mikið lán fyrir mig. Þetta fór vel af stað og fljótlega flutti skrifstofan á Kirkjubraut 40 og hef- ur verið þar síðan.“ Soffía á þrjú börn og eitt þeirra er Ragnheiður Rún Gísladóttir en hún starfar einmitt hjá Fasteignamiðlun Vesturlands. „Ragnheiður útskrif- aðist sem fasteignasali árið 2009, á sama tíma og Stefán Bjarki Ólafs- son, systursonur minn, sem starfar einnig hjá mér. Við erum bara þrjú hjá fyrirtækinu svo það er óhætt að segja að þetta sé fjölskyldufyrir- tæki,“ segir Soffía og brosir. Opnaði skrifstofu í Borgarnesi „Fyrst þegar ég opnaði Fasteigna- miðlun Vesturlands langaði mig að selja fasteignir á öllu Vestur- landi, svona eins og nafnið gefur til kynna. Það gekk þó ekki alveg upp. Fasteignasalinn hefur alltaf þurft að skoða sjálfur allar eignir sem koma á sölu og ég gat ekki ferðast reglu- lega út á Snæfellsnes eða í Dali til að meta og skoða eignir. Ég byrjaði því bara hér á Akranesi.“ Í dag hef- ur Soffía fært út kvíarnar og opnað skrifstofu í Borgarnesi í vor, auk þess sem hún er farin að taka á sölu eign- ir víðar í landshlutanum og í Reykja- vík. „Aðstæður hafa breyst töluvert með tilkomu tækninnar og nú á ég auðveldara með að þjónusta mikið stærra svæði og opnaði því skrifstofu í Borgarnesi,“ segir Soffía. Tippex staðalbúnaður Tækniframfarir síðustu ára hafa skipt sköpum í starfi Soffíu. „Þeg- ar ég var að byrja var ég ekki með internet hefur og bara tölvu sem ég gat notað til að skrifa upp texta. Til að fylla inn í alla samninga og önn- ur eyðublöð varð ég að nota ritvél og svo ljósrita. Svo má ekki gleyma faxinu sáluga. Það var því mikilvægt að eiga alltaf nóg tippex,“ segir hún hlæjandi og bendir blaðamanni á tippex á skrifborðinu. „Það geta þó enn komið aðstæður þar sem ég þarf að nota þetta svo ég á þetta alltaf til,“ bætir hún við. Fólk í fasteignaleit í dag fer eink- um á internetið og leitar þar að hús- næði til að kaupa en þegar Soffía var að byrja í þessum geira var það ekki hægt. „Fólk þurfti að koma hingað á skrifstofuna þar sem ég var með möppur fullar af söluyfirlitum með myndum af húsunum. Svo sat fólk hér hjá mér og skoðaði í leit að rétta húsnæðinu fyrir sig. Í dag fer þetta allt fram á netinu og það kemur fyr- ir að ég hitti jafnvel ekki kaupend- ur fyrr en við undirskrift kaupsamn- ings,“ segir hún. Heldur að verðið skríði áfram upp Eins og fyrr segir er fasteignamark- aðurinn á mikilli hreyfingu þessa dagana og Soffía segist vona að markaðurinn fari að finna jafnvægi. „Það er sorglegt að sjá að ungt fólk er ekki að komast inn á markaðinn því verð er of hátt. Það þurfa allir þak yfir höfuðið. Þetta snýst jú um framboð og eftirspurn og á meðan eftirspurnin er meiri en framboð- ið þá heldur verðið áfram að skríða upp. Vissulega eru aðstæður tölu- vert betri hér fyrir fyrstu kaup en á höfuðborgarsvæðinu en verðið á Akranesi og Borgarnesi er þó búið að hækka töluvert undanfarið,“ seg- ir Soffía og heldur áfram. „Á Akra- nesi er t.d mikið framundan í ný- byggingum sem ættu að hafa ein- hver áhrif á markaðinn. Í Borgar- nesi virðist vera sú staða uppi að þörf sé fyrir fleiri nýbyggingar til að koma meiri hreyfingu á markaðinn þar. En allavega er bjart framundan á fasteignamarkaðnum,“ segir Soffía að endingu. arg „Það þurfa allir þak yfir höfuðið“ Rætt við Soffíu Sóleyju Magnúsdóttur fasteignasala Fasteignamiðlun Vesturlands er fjölskyldufyrirtæki í eigu Soffíu Sóleyjar Magnúsdóttur. Hjá Soffíu starfa dóttir hennar og systursonur. Frá vinstri: Stefán Bjarki Ólafsson, Soffía Sóley Magnúsdóttir og Ragnheiður Rún Gísladóttir. Ljósm. aðsend. Fasteigamiðlun Vesturlands hefur verið starfrækt á Akranesi í 25 ár. Ljósm. úr safni. Fyrr á þessu ári opnaði Soffía Sóley Magnúsdóttir eigandi Fasteignamiðlunar Vesturlands útibú í Borgarnesi. Ljósm. úr safni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.