Skessuhorn


Skessuhorn - 13.06.2018, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 13.06.2018, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2018 23 Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á. Auk þess birt- um við lausn á krossgátu síðustu viku. Þeir sem vilja geta sent Skessu- horni lausnarorð/in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15:00 á mánudögum. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta, Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bókargjöf frá Skessuhorni. Alls bárust 62 lausnir við krossgátunni í blaðinu í síðustu viku. Lausnin var: „Hégómamál“. Vinnigshafi er Svava Finnbogadóttir, Leynisbraut 14, 300 Akranesi. Glæsi- legur Loppa Skrapa Mjöður Getur Tók Vottar Varma Sár Tónn 12 Sam- hljóðar Brugðn- ingur Kvaka Sættir sig við Haf Mjak- ast Gleið- gosi Grípa 4 Sigruðu 50 Málmur Hljóp Dorma Datt Fyrir stundu Óða- mála Bið Kjark- laus Svei Til Hetjur Versla Regn Spor Rösk Fórna Suddi Lötur Tónn Tónn Tvíhlj. 2 Brall Tónn Samþ. 7 Bið Freyða Fáni Snjór Gæði Ætla Rauf Lítill Ábreiða Leikni Fólk Eldstó Hás Kvað Svik Skap Pípa Örlát 5 Orka þegar Tvíhlj. Áhald Lesa Sk.st. Órói Tímabil Gætni 8 Hvíldu Leyfist Gælur Sýl Dvelja Fisk Völlur Píla Fljótur Sk.st. Háð Óróleg Fiskur Á fæti Poki Flakk Veisla Rúlluðu Átvagl Hag- leiks- maður 1 Skjóla Fag 9 Fjötur Snið 3 Patína Tónn Freri Léttir Hvíldir 1001 6 Göfgi Planta Ylja Skort- ur 1 2 3 4 5 6 7 8 9 H Ö F U Ð F A G N A Ð U R S Á S A R A R R A R N Ó T L Æ R Ð U R T Á M A G N Ý R T R A U S T A R G A U R A E N D A L A U S A R P R Ó F F R Æ A A N D A R Ú F I N F H R M Æ R A G N I R K A F E Á S A M M A S Ö T R A I L M A R S P É A K A G Y M J A G A U L A T E Æ R S Á S R R N A G A G R Æ N K A E Ð A F Æ R L O F Æ S T B R I M I L L Y F I R S J Ó N N I Ð J A R S T R I K Á N I N G A U M A I K S T A R F A N K E R Ó Ð S L E G A L A N D K N Á H Ó F R Ó A S K Ý A N N H É G Ó M A M Á LL A U S N Ú R S ÍÐ A S T A B L A Ð I Vísnahorn Kennararnir okkar bera sig stundum illa undan laununum sínum og telja þau langt of lág miðað við það andlega erfiði sem þeir þurfa að leggja á sig við að troða einhverri vit- rænni þekkingu í höfuð blessaðra barnanna og unglinganna sem við höfum svitnað við að búa til og ala upp í forskólastærð. Og að sjálfsögðu eru þau öll einstaklega vel heppnuð eintök og ekkert hægt út á þau að setja. Bara einkenni- legt hvað kennurunum gengur illa að mennta þau, sérstaklega í stafsetningarfræðum. Á seinni árum hefur það aukist nokkuð að fólk noti tvö n þar sem eitt á að vera samkvæmt ritúalinu og með þann hóp í huga orti Björn Ingólfsson fyrir nokkrum árum: Á bæ sem stendur austanvert við ánna er eiginkonan jafnan kölluð Rúnna. Og bóndinn oft á fjörurnar við frúnna fer á kvöldin undir skörðum mánna. Hnakkinn sinn hann hefur lagt á Gránna, í hreppsnefndinni er fundur einmitt núnna. frúin heima er mædd að mjólka kúnna og mælast til að nytin fari að skánna. Og karlinn fer af baki rétt við brúnna, sem byggði forðum vinnuflokkur Stjánna, og rekur eins og hugsi hægri tánna í handriðið sem byrjað er að fúnna. í útvarpinu er umræða um trúnna og Ari Trausti að flytja veðurspánna. Aðalregla stafsetningar er að orð skulu staf- sett samkvæmt framburði en þó eru ýmis frávik og túlkunaratriði sem gott og nauðsynlegt er að hafa í huga. Stafsetningaræfingar voru stundum settar í stuðla eða heppilegar vísur notaðar sem stafsetningaræfingar svona eftir því hvernig á það er litið. Sigurkarl Stefánsson orti nokkuð af svona stafsetningaræfingum og gæti vel hafa ort þessar allar en að minnsta kosti þá síðustu: Að næturlagi eygja eyju. Óðar lægja seglin þá. Taka lagið, beygja beygju, beint í skipalægi ná. Tíu kríur tína víur á túni nýja ráðherrans. Eta slý og angalýjur, alveg rýja landið hans. Yxu víur ef ég hnígi og öndin flygi í himininn. Útaf því að það var lygi að Þráinn flygi á Skarphéðinn. Austfirðingar hafa verið einna duglegastir í seinni tíð að halda á lofti flámæli en það var þó ekki síður algengt hér í Borgarfirði og gat valdið vandræðum í stafsetningu samanber kvittunina; ,,Hr NN hefur í dag greitt miðlimsgjald sitt. Fyrir hund ungmennafélagsins JJ gjaldkeri“ En Sigurður Ó Pálsson orti: Högur betur, hart er flet, hér ég set óglaður. Ferer sveta ei sofið get, svona er hetinn maður. Zetan fór stundum í taugarnar á mönnum þó aðrir létu sér hana vel líka en þegar Sverrir Hermannsson lét afleggja hana þótti þó mörg- um sem það erfiði sem fór í að læra tilheyrandi reglur hefði farið fyrir lítið. Einn skólabróðir minn man ég að hafði þann sið í stafsetningar- prófum ef hann var ekki viss, að tauta stundar- hátt fyrir munni sér; ,,Plús st, plús st“. Ef kennarinn sagði ,,Þegiðu“ skrifaði hann zetu, annars ekki. En í minningu zetunnar orti Hermann Jóhannesson: Það var gott þegar landsfeður létu okkur losna við hvimleiða zetu. Því við ritum öll rétt bara ef reglan er sett sem að miðar við minimal getu. En mín hugmynd er hreint ekkert verri. Að hætta að skrifa með erri. Ekkert hálfkák og sút bara henda því út og sjá þá hvað verður úr Sverri. Eftirfarandi vísu lærði ég á skólaárum mín- um en hafi ég einhverntíma heyrt höfundinn nefndan hafa þær upplýsingar lekið úr kollinum á mér eins og alltof margt fleira: Víst er í þér vitið grannt þó verjir klukkustundum að sýna öðrum hvað þú kannt í kílóum og pundum. Reiknikúnstir voru og eru einnig nauðsyn- legar hverjum og einum. Ekki síst ef viðkom- andi skyldi verða viðskila við snjallsíma sinn og öll þau öpp sem þar tilheyra. Þá gætu jafnvel skapast þær aðstæður að hagstætt væri að kunna margföldunartöfluna. Á tímum reiknistokk- anna spurði átta eða níu ára skólastúlka föður sinn sem var verkfræðingur; ,,Pabbi hvað eru 9 sinnum 9?“ Verkfræðingurinn sló dæminu á reiknistokkinn og svaraði; 80,09. Semsagt þessi dæmigerða reiknistokksónákvæmni. En hvað um það: Alltaf hjá mér ástin vex er ég fer að hátta. Þrisvar sinnum þrjátíuogsex? -Það eru hundraðogátta! Einu sinni þótti það nauðsyn hverju barni að þekkja helstu stórfljót heimsins minnsta kosti af afspurn og ég man ekki betur en það hafi verið Ísleifur Gíslason sem lagði sinn skerf til að svo mætti verða. En vegirnir voru vissulega verri þá: Enginn veður yfir Níl án þess vökni kálfi og ekki er hægt að yrkja í bíl. Allt er á reiðiskjálfi. Guðmundur Hagalín mun einnig hafa komið við sögu evrópskra stórfljóta og kynnt sig með þessum hætti: Eg hef farið yfir Rín. Eg hef drukkið brennivín. Ég er hundur, ég er svín. Ég er Gvendur Hagalín. Örn Snorrason orti á sínum tíma Íslandssögu- vísur til að festa í minni merk ártöl sögunnar og þar á meðal þessa: Prestur í Saurbæ var Pétursmögur. Passíusálmana þar til bjó. Sextánhundruð sjötíu og fjögur séra Hallgrímur þjáður dó. Limran var á sínum tíma flutt inn frá Eng- landi eins og fleira gott en það segir samt ekki að allt sé gott sem kemur frá Englandi og ýms- um þykir móðurmálið eiga í vök að verjast fyrir enskuslettum. Bragi Bergmann hefur haft þann sið um árabil að yrkja málverndarlimru á degi íslenskrar tungu 16. nóvember og árið 2004 hljóðaði hún á þessa leið: Vond áhrif frá Engilsax- a ágerast nú til dags. Á tungumál mitt. Ég meina það! SHIT! Það er MÖST að við styrkjum það strax! 2008 árgerðin af málverndarlimrunni hljóð- aði á þessa leið: Málið er veikt, ég er viss um það að við svo á endanum missum það. Dag hvern það deyr og dafnar ei meir ef ensku við dýrkum og DISSUM það! Með þökk fyrir lesturinn Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum 320 Reykholt S: 435-1189 og 849-2715 dd@simnet.is Ferer sveta ei sofið get - svona er hetinn maður

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.