Velferð - 01.06.2019, Side 13
Velferð 13
Fyrstu mínúturnar mikilvægar
Það er nefnilega ekki nóg að einungis heilbrigðisstarfsfólk
kunni að bregðast við. Það eru allra fyrstu mínúturnar eftir
hjartastopp sem skipta meginmáli. Liðið geta margar mín-
útur þar til sjúkrabíll og heilbrigðisstarfsfólk mætir á staðinn
og þá getur það verið orðið of seint. Því skiptir í raun engu
hvort þú ert ritari, smiður eða hjartaskurðlæknir, þegar
einstaklingur fer í hjartastopp geta allir viðstaddir bjargað
honum kunni þeir að bregðast rétt við og bregðist strax við.
Endurlífgun má nefnilega veita í þrem einföldum skrefum.
(sjá mynd)
Vitundarvakningin sem alþjóða endurlífgunardagurinn
snýst um, er því fyrst og fremst um að vekja almenning
til umhugsunar hvað miklu máli skiptir að þeir kunni
endurlífgun. Endurlífgunarráð margra landa hafa sett sér
markmið að kenna sem fl estum rétt viðbrögð þennan dag
og fengið heilbrigðisstarfsfólk, Rauða krossinn, sjálfboðaliða
og önnur hagsmunasamtök í lið með sér. Þannig náði breska
endurlífgunarráðið að kenna 195.000 manns endurlífgun í
tengslum við daginn árið 2017 og 238.000 árið 2018.
Endurlífgunarráð Íslands hefur lagt sitt af mörkum á hverju
ári til að vekja athygli á málefninu. Árið 2015 stóð ráðið
fyrir svokölluðu Flash mob í Kringlunni og á Glerártorgi á
Akureyri. Á árinu 2016 var farið í skóla og börnum boðið
uppá kennslu í tengslum við verkefnið „börnin bjarga“. Að
auki hafa fulltrúar ráðsins lagt vinnu í að koma boðskapn-
um á framfæri í ölmiðlum, þýdd hafa verið veggspjöld og
leiðbeiningar í tengslum við daginn og stutt við verkefni sem
stuðla að aukinni fræðslu almennings.
Fræðsla og kennsla til barna og ungmenna
skilar sér vel
Þó yfi rmarkmið dagsins sé ávallt mikilvægi þess að
almenningur kunni endurlífgun, hefur áherslan ekki verið
sú sama á hverju ári. Þannig var 16. október 2016 helgaður
verkefninu „börnin bjarga“ eða „Kids safe lifes“. Evrópska
endurlífgunarráðið hóf verkefnið árið 2015 í þeim tilgangi að
stuðla að innleiðingu endurlífgunarkennslu í grunnskólum
þar sem aðal áherslan væri á hjartahnoð. Sýnt hafði verið
fram á allt að þreföldun á þátttöku vitna meðal þjóða sem
þegar höfðu innleitt slíka kennslu til barna frá 12 ára aldri og
tvöföldun á lifun eftir hjartastopp. Börn hika nefnilega ekki
við að he a hjartahnoð ef á þarf að halda. Ennfremur eru
þau mjög áhugasöm, vekja athygli á málinu við ölskyldu
og vini og kenna jafnvel aðstandendum og breiða þannig
út boðskapinn um mikilvægi málefnisins út í samfélaginu.
Margföldunaráhrif endurlífgunarkennslu til barna eru því
gríðarleg.
Á Íslandi hefur mikil vinna farið fram við að koma endur-
lífgunarkennslu inn í grunnskóla. Kennslan er ekki hluti af
skyldunámsefni barna hér á landi, en hefur þó farið fram í
fjölmörgum skólum í tengslum við val á unglingastigi, áfanga
í lífsleikni og fl eira. Atriði sem nefnd hafa verið að hamli því
að endurlífgunarkennsla sé hluti af námsefninu er skortur
á dúkkum og þjálfun kennara til verksins. Þróunarmiðstöð
heilsugæslu á landsvísu ákvað að taka verkefnið „börnin
bjarga“ upp á arma sína árið 2018 og gera kennsluna hluta
af skyldufræðslu skólahjúkrunarfræðinga um allt land. Búið
er að útbúa kennsluefni og ármagna verkefnið að miklu
leyti, en ármagn fyrir dúkkum vantar þó enn. Verkefnið
hefur verið unnið í samvinnu við ýmsa aðila, svo sem Rauða
Krossinn, Neyðarlínuna og Endurlífgunarráð Íslands, sem
gaf 70 dúkkur til verkefnisins, auk þess sem orvaldsenfé-
lagið styrkti verkefnið. Til stendur að kenna öllum nemend-
um 6. til 10. bekkjar endurlífgun á hverju ári, með sérstaka
áherslu á hjartahnoð. Vonir standa til að þessi kennsla geti
hafi st strax haustið 2019 ef ármagn fæst til dúkkukaupa.
Námskeið í endurlífgun fyrir almenning
Hér á landi er kennsla í grunnendurlífgun að miklu leyti í
höndum Rauða krossins í samvinnu við Endurlífgunarráð
Íslands. Námskeið í endurlífgun fyrir almenning kall-
ast grunnendurlífgunarnámskeið og samanstanda þau af
kennslu í endurlífgun og ýmiskonar leiðbeiningum í fyrstu
hjálp sem gott er að kunna. Hægt er að fi nna námskeiðin
inn á heimasíðu Rauða krossins. Þar má líka sjá kennslu-
myndband um notkun sjálfvirkra hjartastuðtækja fyrir
fullorðna og einnig fyrir börn. Alsjálfvirk hjartastuðtæki eru
einföld í notkun og hefur þeim ölgað hratt á almennings-
töðum undanfarin ár.