Velferð - 01.06.2019, Side 6

Velferð - 01.06.2019, Side 6
6 Málgagn Hjartaheilla Fyrsta tölublaðið var 20 síður og ritstjóri var Alfreð Georg Alfreðsson. Blaðið var veglegt og að hluta prentað í lit og þannig var það fyrstu árin, en svo tók fl jótlega við litprentun á öllu blaðinu, enda hafði tækninni fl eygt fram á þessum tíma. Í ritstjórnargrein þessa fyrsta tölublaðs er í raun fram- tíðarstefna blaðins mörkuð. Þar segir m.a.: Tilgangur blaðsins er að vera málgagn og frétta- bréf landssamtakanna, þ.e. að koma á framfæri fræðslu um hjarta- og æðasjúkdóma og helstu nýjungum í meðferð á þeim, miðla hvers konar upplýsingum um starfsemi samtakanna og að vera tengiliður stjórnarinnar við hina almennu félagsmenn víðs vegar um landið. [...] Áætlað er að blaðið komi út 2svar3svar á ári og mun það verða sent ókeypis til allra félagsmanna og velunnara samtakanna, auk þess sem það mun gefi ð öllum sjúkrahúsum landsins, heilsugæslu- stöðvum, læknastofum, apótekum og fl eiri stofn- unum og aðilum, sem kunna að óska eftir því að það liggi frammi til lesturs. Fjármögnun blaðsins er fyrirhuguð með auglýsingum og sölu styrkt- arlína, og er þetta fyrsta tölublað þannig  ár- magnað. Skemmst er frá því að segja að þessi áform sem ritstjórinn setur fram í leiðara hafa gengið fyllilega eftir. Næsta tölublað var einungis  órar síður en þrjú tölublöð komu út þetta fyrsta ár. Hallur Hermannsson tók við ritstjórn með jóla- blaðinu 1990 en stefna ritstjórnar var óbreytt. Yfi rleitt var reynt að hafa fræðigreinar frá læknum eða öðru heilbrigð- isstarfsfólki í blaðinu,  allað um mataræði og hollustu, þá voru reynslusögur og frásagnir af ýmsum toga og fréttir af  áröfl un og félagsstarfi . Á þessum árum var útlit blaðsins ekki óáþekkt því sem það hefur verið undanfarin ár, með fallega litmynd á forsíðunni og yfi rleitt ekkert annað efni þar, nema jóla-eða hátíðakveðja þegar það átti við. Á 10 ára afmæli LHS 1993 var gefi ð út veglegt 50 síðna litprentað af- mælisblað. Þar var ri uð upp saga landssamtakana og  öldi góðra greina var í blaðinu. Sigurjón Jóhannsson tók við ritstjórn af Halli Hermannssyni 1995, en hafði þá verið í ritnefnd blaðsins um árabil. Sigur- jón var reyndur blaðamaður og kenndi  ölmiðlun í fram- haldsskóla svo hann var á heimavelli, enda átti hann fyrir höndum langan og farsælan starfsferil sem ritstjóri. Fljótlega breytti Sigurjón forsíðunni og gerði hana upplýsinga- og fréttasíðu með fl eiri myndum en áður. Sigurjón lagði mikla áherslu á fréttir frá félögunum og af starfsemi landssamtak- anna, sem hefur reyndar allan tímann verið sterkur þáttur í útgáfu blaðsins. Fyrir bragðið er þar að fi nna traustan heimildabanka um sögu samtakanna og viðfangsefni þeirra í áranna rás. Eggert Skúlason, frétta og blaðamaður tók við ritstjórn Vel- ferðar af Sigurjóni árið 2002. Á árunum 1996 – 2005 komu út 24 tölublöð á ári, oftast þrjú, að vori, hausti og jólablað. Fljótlega eftir að Eggert tók við eða árið 2004 fékk blaðið það yfi rbragð á forsíðu sem hefur haldist síðan, ein mynd sem fl æðir yfi r alla forsíðuna og yfi rleitt ekki annað efni, nema þá yfi rlit um efnisinnihald. Frá árin 2006 hefur Velferð ávallt komið út tvisvar á ári, blað að vori og annað ýmist í nóv- ember eða í desember. Þess má geta að frá árinu 2004 varð breyting á nafni Landssamtaka hjartasjúklnga, LHS, og heita þau nú Hjartaheill. Alfreð G. Alfreðsson var fyrsti ritstjóri Velferðar. Fyrsta tbl. 1999. Útlitið dæmigert á þeim tíma. Sigurjón Jóhannsson, ritstjóri 1995-2002. Eggert Skúlason, ritstjóri 2002-2007. Hallur Hermannson, ritstjóri 1990-1995.

x

Velferð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.