Velferð - 01.06.2019, Side 5

Velferð - 01.06.2019, Side 5
Velferð 5 Stofnfundur Landssamtaka hjartasjúklinga (LHS)var haldinn í Domus Medica 8. október 1983. Mættu til fundarins 230 stofnfélagar og var það umfram bjartsýnustu vonir. Fyrstu stjórn LHS skipuðu Ingvar Viktorsson, formaður, Alfreð G. Alfreðsson varaformaður, Björn Bjarman ritari, Jóhannes Proppé gjaldkeri og Sigurveig Halldórsdóttir. Lög fyrir sam- tökin voru samþykkt á stofnfundinum. Markmið LHS var frá upphafi að standa fyrir  áröfl un, til þess að vinna að markmiðum samtakanna með fræðslu um hjartasjúkdóma, upplýsingaöfl un og miðlun, styrkja menntun sérfræðinga og að efl a samvinnu við önnur samtök hjartasjúklinga. Í upphafi var hafi st handa um  áröfl un, fyrst með sölu minningarkorta, sem gekk strax vel. Næst var safn- að fé til að kaupa hjartasónartæki og þá hjartaþræðingar- tæki, og síðan tók hvert verkefni við af öðru. Fljótlega eftir stofnun samtakanna var tekið upp kynningar- og upplýsingastarf í húsnæði Hjartaverndar að Lágmúla 9. Var samstarf þessara tveggja samtaka mjög gott að þessari starfsemi. LHS kom sér upp eigin skrifstofuaðstöðu 1985 í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. Þegar hér var komið sögu var talið brýnt að koma málefnum hjartasjúklinga betur á framfæri og fá að gang að prentmiðli, sem þá var helsti og næstum eini vettvangurinn til kynningar- og upplýsinga- starfs. Blaðið Reykjalundur, sem gefi ð var út af SÍBS, birti grein eftir Ingólf Viktorsson árið 1984 um fyrstu ár LHS og fl jót- lega eftir það var LHS boðið að vera þáttakandi í útgáfu SÍBS frétta og birta þar efni um starfsemi sína. Blaðið yrði sent ókeypis til allra félaga SÍBS og LHS. Þessi boði var tekið með þökkum, enda töldu landssamtökin sig enn ekki hafa bolmagn til eigin útgáfu. Var fréttapistill frá LHS fastur liður í SÍBS fréttum á næstu árum, sem þar með bárust til félags- manna. Á aðalfundi 1985 var samþykkt að ráða starfsmann á skrif- stofu samtakanna. Var Hallur Hermannsson ráðinn og jafn- framt tók hann sæti í ritnefnd SÍBS frétta. Var sá vettvangur nýttur eftir föngum til að færa félagsmönnum fréttir af starfi LHS. Samstarfi ð við SÍBS um útgáfu SÍBS frétta gekk mjög vel og var LHS hagstætt. Þar var opin leið til að koma fréttum af starfseminni til félagsmanna, en þeim fór ört  ölgandi, voru orðnir 1.400 á aðalfundi 1989. Þar að auki hafði LHS ekki þurft að bera neinn kostnað af útgáfunni. En þrátt fyrir allt var þetta ekki sérstakt málgagn landssamtakanna og SÍBS var aðalútgefandi SÍBS frétta. Því var ekki óeðlilegt að fl eiri möguleikar yrðu skoðaðir. Á fi mm ára afmælisári LHS kom upp hugmynd um að gefa út eigið blað í tilefni afmælisins. Blaðið hlaut nafnið Velferð og kom fyrst út árið 1989. Sú útgáfa gekk mjög vel og var ákveðið að halda henni áfram. Velferð var strax ætlað að vera málgagn og fréttabréf samtakanna og var blaðið frá upphafi  ármagnað með auglýsingum, og sent öllum félagsmönnum og velunnurum, auk þess sem því var dreift á sjúkrastofnanir og biðstofur. Skemmst er frá því að segja að blaðið Velferð hefur komið út óslitið síðan og alla tíð gegnt því hlutverki sem því var í upphafi ætlað. Þannig var blaðið strax gagnleg fréttaveita og einnig var afl - að  ár með auglýsingum í blaðið. Má með réttu segja að það hafi aldrei verið baggi á samtökunum, sem nú heita Hjarta- heill, heldur þvert á móti stutt  árhagslega við reksturinn auk þess að vera fréttaveita og upplýsingamiðill. Allt frá upp- hafi hefur verið árlegur ágóði af útgáfunni. Pétur Bjarnason Velferð í þrjátíu ár Fyrstu fréttir af LHS voru í SÍBS fréttum hjá SÍBS. 

x

Velferð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.