Velferð - 01.06.2019, Side 10
10 Málgagn Hjartaheilla
skilaboð um hvar næsta hjartastuð-
tæki sé að fi nna. Það er aðallega tvennt
sem bjargar sjúkling um sem fara í
hjartastopp. Það er að fá hjartahnoð,
að það sé gert fl jótt og rétt og ekki vera
hræddur um að beita hnoðinu, því það
er í raun engar líkur á að maður geti
gert skaða. Mögulega geta brotnað
rifbein, sem er bara minni háttar mál
í stóra samhenginu. Alls ekki hika við
að byrja að hnoða og gera það af þrótti
eftir því sem hægt er. Hitt atriðið er að
fá rafstuðtæki sem allra fyrst.
Fyrstu viðbrögð mikilvæg
Þetta eru fyrstu nauðsynlegu
viðbrögð in og þau geta skipt sköp-
um. Síðan koma yfi rleitt sérhæfðir
sjúkra fl utningamenn eða heilbrigðis-
starfsfólk á staðinn. Ef sjúklingurinn
hefur náðst í gang er hann fl uttur á
sjúkrahús og þá hefst næsta stig með-
ferðarinnar, sem er sérhæfð endurlífg-
un sem getur innifalið ýmsar ly agjafi r
og t.d. hjartaþræðing ef grunur leikur
á að orsökin sé kransæðastífl a. Oft er
tekin sneiðmynd af höfði til að ganga
úr skugga um að ekki sé blæðing í heil-
anum. Síðan hefst gjörgæslumeðferð
sjúklings ins, sérstaklega ef um er að
ræða meðvitundarleysi. Það er alltaf
ótti við skemmdir á heila, því hann þol-
ir mjög stuttan tíma án blóðfl æðis. Sem
dæmi má nefna, að við blóðtappa í heila
stöðvast fl æði í einni æð, sem er mjög
alvarlegt, en við hjartastopp stöðvast
allt blóðfl æði til heilans. Sé ekkert að
gert er stutt í óafturkræfar skemmdir.
Hlutverk hjartahnoðsins er ekki síst að
halda blóðfl æði til heilans. Ef tekst að
koma hjartanu í takt með rafstuði þá
tekur það sjálft við dælingunni, sem er
auðvitað það æskilegasta.
Kæling hjálpar
Oft hefur orðið einhver skerðing, því
sjúklingar geta verið meðvitundarlaus-
ir í einhvern tíma. Þá hafa verið reyndar
ýmsar aðferðir til að minnka skaða. Ein
aðferðin er t.d. kæling, að kæla sjúk-
linginn allan. Það sést mjög greinilega
að þegar heilinn er kældur þá minnkar
orkunotkun heilans sem getur numið
allt að 10% fyrir hverja gráðu sem kælt
er. Þannig er maður að hvíla heilann á
meðan hann er að jafna sig. Ennþá er
nokkuð umdeilt hversu mikil kæling er
heppileg og hefur verið talað um allt frá
33° upp í jafnvel 36°. Öll kæling virðist
þó hjálpa og það er afar mikilvægt að
geta haft hitastjórnun á heilanum eftir
hjartaáfall.
Eitt frægasta dæmið um kælingu er
af kollega mínum, konu sem var í
NorðurNoregi ásamt fl eiri læknum að
kenna endurlífgun. Þau fóru á skíði í
frítíma sínum þar, hún féll í á og kóln-
aði niður í 13,6°, sem er eitt lægsta
þekkta hitastig sjúklings sem þó bjarg-
aðist. Líkur benda til þess að hún hafi
verið látin í allt að tveimur tímum, en
endurlífgun tókst vel og líklegt var
talið að þessi mikla kæling hafi bjargað
heilastarfsemi hennar. Þessi saga sem
er afar merkileg verður ekki rakin hér
frekar, en þessi kona náði góðri heilsu
og hefur m.a. komið hingað til lands og
fl utt fyrirlestur hér.
Að lokum vil ég árétta nokkur atriði.
• Hringið strax í 112 ef hjálpar er
þörf
• Ekki hika við að beita hjartahnoði
af krafti og festu
• Sækið endurlífgunarnámskeið ef
þið hafi ð möguleika á því
• Kynnið ykkur hvar hjartastuðtæki
eru staðsett nálægt ykkur
• Munið alltaf að fyrstu viðbrögð
geta bjargað mannslífi
Sími 555 3100 www.donna.is
Ný vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
Skjót fyrstahjálp, hjartahnoð
og hjartastuðtæki björguðu lífi mínu
Ég lifði af