Fréttablaðið - 21.11.2019, Blaðsíða 16
Nyrst á Ströndum milli Furufjarðar og Þaralátursfjarðar og skammt frá frið-landinu á Hornströndum, er skemmti-legt náttúrufyrirbæri sem heitir Kanna. Þessi risavaxni steindrangur stendur lengst úti á nesi sem kallast
Furufjarðarnúpur og er fjarri mannabyggð. Það er
nokkurra klukkustunda ganga að Könnu, hvort sem
gengið er að henni úr Furufirði eða Þaralátursfirði, en
gönguleiðin er á köflum nokkuð torfarin. Göngufólki
er þó launað erfiðið því Kanna er með stórkostlegustu
náttúrufyrirbærum á Ströndum.
Þegar komið er að drangnum að vestanverðu úr
Furufirði blasir gatið við og nafnið Kanna virðist
einkar viðeigandi. Skammt frá er mun nettari og
mjórri drangur sem heitir Kerling, en eiginmann
hennar, Karlinn, er að finna aðeins norðar í Bolungar-
vík og er sá klettur rytjulegri í lögun og snúnari. Ofan
á Könnu er þykk grasþekja sem hýsir mergð sjófugla
sem með driti sínu tryggja góða sprettu. Skemmtilegt
er að skoða Könnu beggja vegna Furufjarðarnúps,
en til þess þarf að sæta sjávarföllum því á f lóði nær
sjór upp að klettum sem fara verður fram hjá. Þetta
magnar upplifunina líkt og falleg fjaran og umhverfið
allt.
Þegar komið er austur fyrir Kerlingu og horft er í
átt að Könnu sést að hún líkist helst risastórum fíl
með myndarlegan rana. Þeim sem fyrr á öldum gáfu
drangnum nafnið Kanna er þó fyrirgefið enda ósenni-
legt að þeir hafi nokkurn tíma heyrt talað um, hvað
þá séð, skepnuna fíl, nema þá auðvitað sjófuglinn fýl
(múkka) sem haldið getur til á kolli Könnu. Hægt er
að komast að Könnu gangandi frá Hornbjargsvita á
tveimur dögum, sem er stórkostleg gönguleið. Þaðan
má síðan ganga áfram suður í Reykjarfjörð nyrðri á
einum degi eða bæta við nokkrum göngudögum og
halda alla leið suður í Ófeigsfjörð. Annar valkostur og
fljótlegri er að taka bát frá Norðurfirði í Reykjarfjörð
nyrðri og ganga þaðan yfir í Þaralátursfjörð
og áfram út að Könnu. Það má gera í langri
dagsferð ef haldið er aftur sömu leið til
baka en við mælum með göngu áfram
í Furufjörð að Hornbjargsvita, eða að
halda yfir Skorarheiði í Hrafnfjörð.
Kanna sem
hægt er að fíla
Er þetta fíll
sem stefnir að
steindrang-
anum Kerlingu?
Kanna séð úr
austri.
MYNDIR/TG
Það verður að sæta sjávarfjöllum til að komast leiðar sinnar en Kanna stendur yst á Furufjarðarnúpi.
Kanna séð úr
vestri en falleg
fjaran og fugla-
líf magna upp
stemninguna.
Tómas
Guðbjartsson
hjartaskurð-
læknir og
náttúruunnandi
og Ólafur Már
Björnsson
augnlæknir og
ljósmyndari
TILVERAN
2 1 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R16 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
1
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:2
0
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
4
9
-3
E
E
4
2
4
4
9
-3
D
A
8
2
4
4
9
-3
C
6
C
2
4
4
9
-3
B
3
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
4
8
s
_
2
0
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K