Fréttablaðið - 21.11.2019, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 21.11.2019, Blaðsíða 14
Þegar maður er ungur að aldri, þá gildir einu af hvoru kyninu, er forvitnin ein af driffjöðrunum við að rannsaka heiminn. Það er gaman að fylgjast með börnum vaxa úr grasi, sjá þau læra með tímanum hvernig umhverfi þeirra virkar, hvaða hættur eru til staðar og hvernig beri að varast þær. Við sem eldri erum og höfum þegar gengið þessa vegferð vitum að nauðsynlegt er að hafa „vit“ fyrir þeim yngri og passa að þau fari sér ekki að voða. Þetta á við um flesta hluti í umhverfi okkar. Margir þeirra eru áhugaverðir sökum litar, hljóðs eða hreyfingar og hver kannast ekki við barnið sem fer að snerta sjónvarpsskjáinn sem sameinar alla þessa þrjá hluti í einum. Líklega er það þess vegna sem það er jafn góð barnapía og raun ber vitni og er örugglega ofnotað í þeim tilgangi víðast hvar. Að sama skapi eru spjaldtölvur í dag með snertiskjái og hafa þannig tekið forystuna í barnapíuhlutverkinu á mörgum heimilum með þeirri vídd sem þær bjóða upp á við að fanga huga barna okkar. Allt er þetta eðlilegt út frá því sem börn veita athygli, en sem betur fer eru þau ekki stöðugt í slíkum tækjum og leita því á vit ævintýranna. Fikt og ýmist brölt, mestmegnis sakleysislegt, en í sumum tilvikum lífshættulegt. Það á sérstaklega við um lyf sem þau geta fundið víða á heimilum fólks, fæðubótarefni og vítamín sem líta út eins og sælgæti er klár- lega mjög spennandi fyrir litla einstaklinga að gleypa, því af eðlis- ávísun nota börn munninn til að átta sig á umhverfi sínu. Við sjáum það reglubundið hérlendis að börn hafa komist í tæri við þessi efni og geta þau þá þurft á bráðri aðstoð að halda. Nokkrar ráðleggingar eru afar einfaldar en geysilega öflugar sem forvörn, líkt og að geyma lyf og bætiefni þar sem börn komast ekki að þeim. Jafnvel þó það séu engin börn á heimilinu dagsdaglega. Læstar hirslur, háir skápar, ekki í veskjum og þannig mætti lengi telja. Það er býsna langt og flókið mál að telja upp allt það sem getur valdið skaða og hvernig, en gott er að muna það að skammtastærðir eru háðar líkamsþunga í f lestum ef ekki öllum tilvikum. Það er því augljóst að eitthvað sem er ætlað fullorðnum sem er 10-20 sinnum þyngri en barn getur ekki verið hollt, hið sama á við um bætiefni og vítamín. Göngum því varlega um þessi efni og komum sameigin- lega í veg fyrir að þau valdi skaða hjá óvitanum. Að þessu sögðu má ekki gleyma þeirri staðreynd að börn eldast og verða að unglingum og þrátt fyrir að maður skyldi ætla að þau þekktu hætturnar eiga sér samt stað lyfjaeitranir hjá þeim. Ástæðan er kaldranaleg og sorgleg, en þekkt er að vísvitandi inntaka til sjálfsskaða á sér stað í þessum aldurshópi. Við sjáum það á Íslandi sem annars staðar að áföll, vanlíðan, einelti og ýmsar aðrar ástæður, jafnvel ástarsorg, leiða til þess hörmulega gjörnings að ungur maður eða kona reynir að svipta sig lífi með lyfjum. Nauð- synlegt er að sporna við því að slíkt geti gerst með upplýstri og opinni umræðu, styðja og aðstoða þá sem líður illa og beina þeim í réttan farveg. Hér gildir þó ekki síst sama reglan og hjá óvitunum að lyf eru hættuleg, þau eru ætluð ákveðnum einstaklingi og engum öðrum. Sá hinn sami ber ábyrgð á öryggi sínu og þeirra sem í kringum hann eru. Börn og hættur heimilisins Teitur Guðmundsson læknir Höfum eldmóð fyrir réttindum barna Sigríður Heiða Bragadóttir er skólastjóri Laugarnesskóla sem er réttindaskóli UNICEF. Hvað þýðir það að vera rétt- indaskóli og hvað hefur það að segja fyrir skólann? „Eitt af skilyrðunum fyrir því að vera réttindaskóli er að hafa eldmóð fyrir réttindum barna. Við höfum þennan eldmóð,“ segir Sigríður Heiða og bætir við að það sé lögð áhersla á að börn viti hvaða rétt þau hafa. „Við segjum þeim að þau fæðast með þessi réttindi og þau eiga þessi réttindi; það getur enginn tekið þau af þeim. Við kennum þeim um þau réttindi sem þau eiga. Um leið og þau vita það, vita þau að öll önnur börn hafa sömu réttindi og þau sjálf,“ segir hún. Hlustað á rödd nemenda „Þetta snýst ekki bara um að börnin þekki réttindi sín heldur líka að starfsfólk skólans viti hvaða rétt þau hafa,“ segir Sig- ríður Heiða og vísar til Barnasátt- málans. „Eins og 12. greinin; að hafa rétt til að tjá sig og hafa skoðun á hlutunum er mikilvægt fyrir okkur sem skólasamfélag. Að þau viti það sjálf að þau hafa rétt á að hafa skoðun á hlutunum og það sé hlustað á þau,“ segir Sigríður Heiða. Mikið er unnið með nemenda- lýðræði í skólanum eins og til dæmis í réttindaráði og hug- myndaráði. „Við erum líka með umhverfisteymi. Við hlustum á rödd nemenda á mörgum stöðum. Þetta hefur líka áhrif á stefnuna okkar. Við höfum verið að endurskoða skólastefnuna með Barnasáttmálann að leiðar- ljósi,“ segir hún. Kennt í gegnum ævintýri Það að vera réttindaskóli skilar sér því inn í allt starfið og eru réttindin tekin inn í aðra kennslu. „Þetta er kennt samhliða öðru eins og til dæmis í gegnum bókmenntir og ævintýri. Það er aldeilis verið að brjóta á Ösku- busku,“ segir hún. Skilar þetta sér út fyrir skólann? „Við vitum að það er verið að brjóta á réttindum barna og ég segi það að þegar þau eru með- vituð um hvað rétt þau hafa þá er það von mín og trú að þau stígi fram og segi frá ef það er verið að brjóta á rétti þeirra. Þau viti það að þetta er ekki rétt og láti vita þegar verið er að brjóta á rétti þeirra,“ segir Sigríður Heiða en henni finnst þetta vera mikil- vægur þáttur. „Þau eiga rétt á að vera örugg og njóta verndunar og við vitum að það er ekki alls staðar svo- leiðis. Það eru börn sem halda það að það sé hægt að taka af þeim réttindi ef þau gera eitt- hvað sem þau eiga ekki að vera að gera,“ segir hún. „Þú verður að vera með vissu um þetta. Um leið og þú veist að þú ert með þessi réttindi veistu að aðrir í kringum þig eru líka með sömu réttindi. Þegar við tölum um eitthvað sem mætti betur fara á skólalóðinni, þá notum við þessa orðræðu. Við eigum rétt á því að vera örugg.“ Frumkvæði frá nemendum „Þau eru svo hugmyndarík og frjó og réttsýn. Það er svo gaman að vinna með þeim eins og í rétt- indaráðinu og eins þegar ég fer á fund með hugmyndaráðinu. Mér finnst þau hafa þroskast í þessu samtali og vera meðvitaðri,“ segir Sigríður Heiða og nefnir sem dæmi að nokkrir nemendur hafi ákveðið að vera með kjöt- lausan september. Nemendurnir fengu því grænmetisfæði í mötu- neytinu en umhverfisáhrifin voru þeim efst í huga. Sumir héldu þessari tilraun áfram. Elstu börnin eru enn fremur búin að velta matarsóun fyrir sér að undanförnu og vigta matinn. „Þetta er það sem þau vilja og er að frumkvæði þeirra,“ segir hún. Sigríður Heiða segir að ein stúka í 6. bekk hafi bent á að þegar þú bendir á aðra séu þrír puttar sem bendi á þig. Skila- boðin í því eru að það er í lagi að benda á aðra en það verður líka að hugsa um hvað maður sjálfur getur gert. Er ekki ákveðinn kraftur í því þegar frumkvæðið kemur frá nemendunum sjálfum? „Þegar við tölum við þau, nálgast þau hlutina á annan hátt en við. Við erum föst í kassa en þau eru það ekki,“ segir Sigríður Heiða um muninn sem geti verið á börnum og fullorðnum. „Að vera réttindaskóli er gríðarlega mikilvægt og það er mín trú að það skili sér í öllu starfi hjá okkur.“ Það er mjög mikil- vægt að við erum jöfn en ekki eins. Lára Rún Eggertsdóttir Það er auðveldara að tjá sig þegar þú ert búinn að heyra meira um Barnasáttmálann. Jón Illugi Benediktsson Sigríður Heiða Bragadóttir. Áhrif Sjónarmið barnanna eru tekin alvarlega og hafa áhrif á stefnu-mótun þar sem við á. En á endanum mun þetta örugg- lega gerast. Ef við hættum þessu ekki,“ segir Hlynur sem hefur enn áhyggjur af þessum málum. „Ég held mikið upp á Umhverf- ishetjuna, hún kom einu sinni í skólann til okkar,“ segir Hlynur en krakkarnir plokkuðu með henni. „Við hendum plasti, f isk a r nir borða plastið, við borð- u m f i sk a n a ,“ seg ir K r ist ín en henni líst ekki vel á þessa hringrás. Þarf ekki að stoppa þetta? „Ef við viljum að það sé friður á jörðinni eigum við ekki að vera að berja krakka. Ekki lemja aðra þangað til þeir eru sammála,“ segir Kristín. Allir fá að tjá sig Ráðin í skólanum eru mikilvæg svo raddir nemenda fái að heyrast. Hlynur segir að hann hafi viljað vera í réttindaráði svo hann „geti hjálpað skólanum og líka til að fá köku“. Laugarnesskóli hefur haldið nemendaþing og finnst Jóni það mikilvægt „svo allar raddir fái að heyrast“. Þeim finnst ekki lýðræðislegt að einn ráði öllu. „Laugarnesskóli hugsar mikið um að allir fái að tjá sig,“ segir Lára. Jón segir að hugmyndaráðið sé sniðugt og það sé eitt hugmynda- ráðsblað í hverjum bekk sem krakk- arnir geti skrifað hugmyndir sínar á. „Eins og vítateig á gervigrasið,“ segir Lára en sú hugmynd kom frá krökkum. Hvað skiptir ykkur máli í skóla- starfinu? „Frímínútur, matur,“ segir Krist- ín. „Mér finnst skipta máli að við fáum hollan mat og að við megum stundum vera inni í frímínútum þegar það er vont veður,“ segir Hlynur. „Námið og að læra að vinna með öðrum,“ segir Jón. „Mér finnst mikilvægt að við erum að fá bestu lestrarstund í heimi í morgunsöngnum. Að lesa textann í laginu,“ segir Lára. „Mér f innst yndislestur vera besta lestrarstundin,“ segir Hlynur. Læra af leik Ef það væri eitthvað eitt sem þið gætuð breytt í skólanum, hvað væri það? „Betri sundkennslu. Kannski er það bara út af því að ég æfi sund. Ég klára næstum strax en ég má ekki fara upp úr,“ segir Kristín. „Lengri enskukennslu. Svo líka að hafa bjartara, það er svo drungalegt eins og í kjallaranum,“ segir Lára. „Í fullt af verkefnum eins og í íslensku og stærðfræði er alltaf bara eitt verkefni. Það væri betra ef það væri hægt að velja létt eða aðeins erfiðara,“ segir Jón. Hlynur vildi óska sér að það mætti „hoppa ofan í laugina og fara svo aftur upp úr“, í skólasundi. „Það er svo gaman að hoppa ofan í laugina.“ Talið berst í framhaldinu að því að þau vilja fá f leiri tækifæri til að leika sér. „Og líka fá oftar frjálsa tíma,“ segir Hlynur. „Eins og þjálfar- inn minn í f im- le i k u m , h a n n lætur okkur gera mikið og erfitt en samt leyf ir hann okkur líka að leika okkur,“ segir Jón. „ M a ð u r l æ r i r stundum svo mikið af því að leika sér. Maður lærir af því að hafa frjálsa tíma. Maður lærir ekki bara af því að fara í stærðfræði,“ segir Lára og á lokaorðin: „Mér finnst það vera skylda að leyfa börnum stundum að leika sér fyrir utan að fara bara í frímínútur.“ ÁheyrnBörn njóti áheyrnar og hlustað sé á sjónarmið þeirra. TILVERAN 2 1 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R14 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 1 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :2 0 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 4 9 -2 B 2 4 2 4 4 9 -2 9 E 8 2 4 4 9 -2 8 A C 2 4 4 9 -2 7 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 2 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.