Fréttablaðið - 21.11.2019, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 21.11.2019, Blaðsíða 22
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103, Fanney Dóra elskar sportleg föt sem hún klæðir gjarnan upp með leður- jakka. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Þegar Fanney var yngri lang-aði hana að vera fatahönn-uður. Hún áttaði sig svo á því að það væri erfitt fyrir stelpur í stærri stærðum að finna tískuföt. „Ég byrjaði með bloggið mitt fyrir fjórum árum. Upphaf lega átti það að vera tískublogg en svo sá ég að ég gat það bara ekki. Þess vegna fór ég út í förðun. Það sem mér fannst svo geggjað við förðunina er að allir geta verið málaðir, það skiptir ekki máli hvernig þú lítur út,“ segir hún. Fanney ólst upp úti á landi þar sem henni fannst erfitt að vera klædd eins og hana langaði til. Hún fann fyrir pressu um að vera klædd eins og hinir til að passa inn. „Ég hlakkaði til að f lytja til Reykjavíkur og lét mig dreyma um að geta klætt mig eftir mínu höfði. En þegar ég f lutti þangað áttaði ég mig á því að það kom ekkert með því að búa í stórri borg, það sem þarf er sjálfstraust. Ég áttaði mig á því að maður getur verið eins maður vill vera hvar sem er.“ Það reyndist Fanneyju oft erfitt áður fyrr að finna föt sem pössuðu henni. „Ég man þegar ég var unglingur og fór til Reykja- víkur með vinkonum mínum og við fórum í Kringluna. Ég ætlaði Fylgjendur Fanneyjar á Instagram segja hana hvetjandi.Fanney hefur gaman af að prófa alls konar föt. Það sem þarf er sjálfstraust. Ég áttaði mig á því að maður getur verið eins og maður vill vera hvar sem er. svo að kaupa mér einhver f lott föt en ég fann ekkert. Þar var ekkert fyrir mig,“ segir Fanney. Henni finnst úrvalið af tískuverslunum með fötum í stærri stærðum hafi aukist síðan þá. „Áður keypti ég oft föt á netinu en þegar maður er í ákveðinni stærð þá vill maður geta mátað, ég held reyndar að f lestar konur vilji það. Það er glatað að panta eitthvað sem passar svo ekki þegar það kemur til þín. Mér hefur líka oft fundist sniðin á stærri föt- unum léleg, kannski keypti ég f lík í minni stærð en hún var samt of þröng yfir brjóstin eða handlegg- ina. Ef maður notar „large“ yfir magann er líklegt að maður noti þá stærð líka annars staðar. Mér finnst sniðin oft ekki samsvara sér. En nú er komið betra úrval af tískufötum sem eru sniðin sér- staklega fyrir stærri konur.“ Úrvalið í dag betra en áður Fanney hefur setið fyrir í fötum frá tískuversluninni Voxen sem sérhæfir sig í tískufötum í stórum stærðum. „Þær sáu bloggið mitt og höfðu samband við mig. Ég ákvað að slá til því mér fannst hljóma svo vel að þær væru að selja tískuföt í minni stærð. Það er algengur misskilningur að stelpur í „plus size“ fötum vilji vera í ljótum fötum. Það er alls ekki satt og þarna voru komin f lott föt sem mig langaði að nota.“ Fanneyju finnst að lengi vel hafi það verið viðmótið að „plus size“ stelpur megi ekki tjá sig með fötum. Stærri stelpur sem fylgjast með Fanneyju á samfélagsmiðlum hafa sagt henni að þeim hafi fundist þær þurfa að vera í svörtu og ekki mega vera of áberandi. „Þær hafa sagt mér að eftir að þær fóru að fylgjast með mér hafi þeim fundist þær fá leyfi til að vera áberandi og sýna línurnar án þess að verið sé að setja út á þær.“ Fanney segist ekki hafa neinn sérstakan fatastíl heldur er hún dugleg að prófa eitthvað nýtt. Hún leggur samt áherslu á að fötin sem hún notar séu þægileg. „Ég vil ekki vera að takmarka mig, ef ég sé einhvern annan í einhverju sem mér finnst f lott þá prófa ég það. Ég viðurkenni það alveg að ég er ekki að finna upp hjólið. Mér finnst það ekki vera aðalmálið heldur að aðlaga það sem manni finnst f lott að sjálfum sér og vera maður sjálfur í öllum fötum.“ Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna NETVERSLUN WWW.BELLADONNA.IS FLOTT SPARIFÖT, FYRIR FLOTTAR KONUR 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 1 . N ÓV E M B E R 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R 2 1 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :2 0 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 4 9 -3 9 F 4 2 4 4 9 -3 8 B 8 2 4 4 9 -3 7 7 C 2 4 4 9 -3 6 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 2 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.