Fréttablaðið - 21.11.2019, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 21.11.2019, Blaðsíða 30
Það var því viðbúið að spiltími minn myndi minnka hjá Leipzig þar sem við vorum orðnir þrír í vinstri skyttustöð- unni hjá liðinu. Úrslitin í deildinni í lok síðasta keppnis- tímabils og byrjun þessa tímabils hafa verið þvílík vonbrigði. Daniel Levy, framkvæmda- stjóri Tottenham Miðað við fjármagn er ótrúlegt hvað hann gerði. Tottenham var topp sex félag. Hann gerði það að topp fjögur félagi. Jamie Carragher, sparkspekingur 2 1 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R22 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT FÓTBOLTI Tottenham Hotspur hefur aðeins unnið þrjá titla á síðustu 28 árum. Það er ekki nóg fyrir eigendur sem hafa byggt nýjan völl og eru með lið fullt af landsliðsmönnum víða að og gæði innan vallar sem utan. Félagið rak stjóra sinn, Arg- entínumanninn Mauricio Pochett- ino, á þriðjudagskvöldið og réð José Mourinho. Mourinho hefur unnið titla alls staðar þar sem hann hefur drepið niður fæti og á að dusta rykið af bikaraskápum Tottenham. Það voru ekki endilega mikil tíðindi að Pochettino hefði verið rekinn heldur tímasetningin á brottrekstri hans. Pochettino hefur aðeins náð í 24 stig í síðustu 25 deildarleikjum. Hann tapaði 7-2 fyrir FC Bayern í Meistaradeildinni og það virtist augljóst eftir úrslita- leikinn gegn Liverpool að Argent- ínumaðurinn væri kominn á enda- stöð með liðið. Leikmenn vildu annaðhvort fara eða ekki semja og spilamennskan var eftir því. Með þessu fylgdu úrslit sem hæfa ekki liði sem spilar á einum flottasta velli Evrópu og telur sig vera eitt af stóru liðunum. En þeir hafa líka litlu eytt í leikmenn. Mourinho mun ekki líða það. Það hefur sagan sýnt. Á þeim fimm árum sem Pochettino var við stjórnvölinn eyddi Tottenham engum stórkostlegum upphæðum og frægt að félagið eyddi engu í 18 heila mánuði. Það mun ekki gerast á vakt Mourinho. Í grein The Athletic kemur fram að Argentínumaðurinn hafi verið búinn að tapa klefanum og leik- menn virtu hann sífellt minna. Þeir voru orðnir þreyttir á kröfum hans og undruðust taktík hans fyrir leiki. Fyrir einn leik fengu þeir einmitt lítil sem engin fyrirmæli og töpuðu. Þó stukku leikmenn til samfélags- miðla og þökkuðu fyrrverandi stjóra sínum fyrir tímann og óskuðu honum alls hins besta. Fyrir tíma Pochettino hafði Tott- en ham aðeins endað tvisvar á meðal fjögurra efstu síðan enska úrvals- deildin hóf göngu sína. Argentínu- maðurinn kom og gerði félagið að einu af stóru félögunum en nú vilja eigendurnir meira. Og leita til Mour- inho sem vinnur bikara hvar sem hann drepur niður fæti. Á að setja bikara í tóma bikarskápa Tottenham kom mörgum á óvart þegar félagið rak Mauricio Pochettino og réð Jose Mourinho. Liðið hefur fengið 24 stig í síðustu 25 leikjum. Liðið spilar á nýjum velli og er með leikmenn í heimsklassa. Eigendurnir vilja ekki bara vera með heldur vinna eitthvað líka. HANDBOLTI Viggó Kristjánsson færði sig fyrr í þessari viku um set innan þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta karla. Viggó sem gekk til liðs við Leipzig í vor ákvað að fara til Wetzlar en hann samdi við félagið til næsta vors. „Ég hafði verið í viðræðum við forráðamenn Leipzig og ég hafði hug á að vera þar áfram. Ég hef verið að spila þó nokkuð í upphafi keppn- istímabilsins og naut mín bæði innan vallar og utan. Þeir sögðu mér hins vegar að þeir ætluðu að veðja á unga þýska skyttu sem er uppalin hjá félaginu,“ segir Viggó í samtali við Fréttablaðið um vistaskiptin. „Það var því viðbúið að spiltími minn myndi minnka hjá Leipzig þar sem við vorum orðnir þrír í vinstri skyttustöðunni hjá liðinu. Wetzlar vantaði vinstri skyttu og spurðist fyrir um hvort möguleiki væri á að ég kæmi þangað. Mér fannst það fín lending að semja við þá fram á vorið og skoða svo stöðuna þegar þegar að kemur með framhaldið,“ segir hann enn fremur. „Þetta er lið sem er um miðja þýsku efstu deildina og ég sé fram á að vera í stóru hlutverki hjá liðinu. Það var svo sem ekki skortur á spil- tíma hjá Leipzig og ég átti til að mynda góðan leik á móti Melsung- en um síðustu helgi. Sú staða var hins vegar líklega að fara að breyt- ast þannig að ég ákvað að breyta til,“ segir þessi f linka skytta. „Það er töluvert öðruvísi að búa í Leipzig sem er stórborg en Wetzler sem er lítill og afar rólegur bær. Umgjörðin hjá Wetzlar er eins og best verður á kosið en bærinn er ekki eins stór og Leipzig. Það er gaman að hafa upplifað báðar hlið- ar af Þýskalandi og að hafa prufað að búa bæði í Austur- og Vestur- Þýskalandi. Við búum flestir í liðinu í sömu blokkinni sem er bara fínt upp á að koma mér inn í hópinn. Ég er að taka við af portúgalskri skyttu hérna sem náði ekki að finna sig,“ segir Viggó sem spilaði sína fyrstu landsleiki þegar íslenska liðið mætti Svíþjóð í vináttulandsleikjum fyrr í þessum mánuði. „Mig langar auðvitað að fara með á Evrópumótið í janúar og vonandi náði ég að standa mig vel í leikjunum á móti Svíum og í næstu leikjum með Wetzlar þannig að ég verði í hópnum þegar þar að kemur. Möguleikinn á að komast í lands- liðið hafði einhver áhrif á þessi félagaskipti en þó ekki úrslitaáhrif. Ég hlakka mjög til þess að sýna mig og sanna með Wetzlar og sjá hvort það skilar mér í EM-hópinn,“ segir Viggó en fyrsti leikur hans með Wetzlar verður á móti Minden á laugardaginn kemur. – hó Sá fram á að fá minni spiltíma hjá Leipzig innan tíðar José Mourinho hefur tekið við stjórnartaumunum af Mauricio Pochettino hjá Lundúnarliðinu Tottenham Hotspur. NORDICPHOTOS/GETTY Viggó vonast til þess að fara með Íslandi á EM. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Mourinho stýrði æfingum í gær enda leikjaprógramm Tottenham ekkert grín. West Ham um helgina en liðin eru engir perluvinir. Mið- vikudaginn 4. desember er það svo Old Trafford, 11. desember fer liðið til Bayern og 22. desember er það Stamford Bridge. Mourinho hefur verið að búa til nýja ímynd af sér með því að sitja í sjónvarpinu og er nánast búinn að þurrka af sér fýlukalla stimpilinn. Eitt er víst, þó að Tottenham sé nú í 14. sæti er liðið skyndilega til alls líklegt. Hvað næst fyrir Pochettino? Argentínumaðurinn hefur staðið sig vel hjá Tottenham þrátt fyrir skor t á verðlaunapening um. Enginn skyldi dæma hann á genginu undanfarna átta mánuði í deildinni. Frá því að hann tók við Totten ham hefur félagið orðið eitt af þeim stóru á Englandi. Það er vissulega laust starf hjá FC Bayern í Þýskalandi, sem vann Tott- enham 7-2 í Meistaradeildinni. PSG hefur lengi horft löngunar- augum til síns fyrrverandi leik- manns en Pochettino spilaði 70 leiki fyrir félagið frá 2001-2003. Thomas Tuchel, sem þar stýrir, gæti þurft að horfa yfir öxlina á sér þó liðið hafi tekið framförum í byrjun tímabilsins. Manchester United hefur einnig horft til hans þótt Ole Gunnar sé enn við stýrið. Þá hefur seinni bylgja Zidane hjá Real Madrid ekki gengið þrauta- laust. Pochettino verður ekki lengi án atvinnu. Í grein The Athletic segir að Arg- entínumaðurinn Pochettino hafi fengið boð frá eiganda félagsins um að segja af sér en neitað. benediktboas@frettabladid.is 2 1 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :2 0 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 4 9 -5 2 A 4 2 4 4 9 -5 1 6 8 2 4 4 9 -5 0 2 C 2 4 4 9 -4 E F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 2 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.