Fréttablaðið - 21.11.2019, Blaðsíða 18
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Jón Þórisson jon@frettabladid.is,
MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Það blasir við
að þetta
ríkisstjórnar
samstarf er
lýjandi fyrir
flokkinn.
Áhersla
Barnasátt
málans á
þátttöku
barna er eitt
mikilvægasta
framlag hans
til að vald
eflingar
barna.
Í dag verður fyrsta barnaþingið sett í Hörpu með sér-stakri hátíðardagskrá. Á þinginu verða börn í aðal-hlutverki, fulltrúar úr ráðgafarhópi umboðsmanns
barna munu sjá um fundarstjórn á hátíðardagskránni
í dag og hópur barna sem valinn var með slembivali
úr þjóðskrá mun leiða umræður um þau málefni
sem á þeim brenna á þingi barna á morgun. Verndari
barnaþings er frú Vigdís Finnbogadóttir og verður hún
viðstödd hátíðardagskrá og setningu þingsins.
Barnaþingið er skipulagt af umboðsmanni barna
en á síðasta ári samþykkti Alþingi breytingar á lögum
um umboðsmann barna þar sem kveðið var á um að
umboðsmaður barna boði annað hvert ár til barna-
þings þar sem farið verði yfir stöðu og þróun í mál-
efnum barna á helstu sviðum samfélagsins en gert er
ráð fyrir því að niðurstöður þingsins verði kynntar
ríkisstjórn og hlutaðeigandi ráðherrum. Það er emb-
ættinu mikill heiður að fá að standa að svo metnaðar-
fullu verkefni sem án efa mun valda straumhvörfum í
samráði við börn hér á landi. Embættið vinnur einnig
að tillögum að aðgerðaráætlun um samráð við börn
fyrir ríkisstjórnina, samkvæmt samningi við félags- og
barnamálaráðherra, og mun barnaþingið verða mikil-
vægur þáttur í samráði við börn á komandi árum.
Í gær var haldið upp á þrjátíu ára afmæli Barnasátt-
málans með margvíslegu móti, meðal annars héldu
margir grunnskólar lýðræðisþing nemenda. Þetta er
afar jákvæð þróun en innleiðing Barnasáttmálans
gerir kröfu um aukna samfélagslega þátttöku barna og
aðild þeirra að ákvarðanatöku í nærsamfélagi þeirra.
Áhersla Barnasáttmálans á þátttöku barna er eitt
mikilvægasta framlag hans til að valdeflingar barna.
Segja má að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um mótun
sérstakrar aðgerðaráætlunar um þátttöku barna og
ákvörðun Alþingis um að halda skuli barnaþing annað
hvert ár með þátttöku barnanna sjálfra, sé ein mikil-
vægasta gjöf þeirra til íslenskra barna, nú þegar því er
fagnað að 30 ár eru liðin frá því að Barnasáttmálinn
var samþykktur.
Barnaþingið mun valda
straumhvörfum
Salvör Nordal
umboðsmaður
barna
Þegar stofnað var til núverandi ríkis-stjórnarsamstarfs voru ekki aðrir skyn-samlegri kostir í boði. Vitað var að þetta samstarf yrði áhættusamt fyrir Vinstri græna en flokksmenn bitu á jaxlinn. Þeim fannst ýmislegt á sig leggjandi til
að formaður þeirra yrði forsætisráðherra og Katrín
Jakobsdóttir hefur staðið sig með mikilli prýði í því
embætti. Það er þó orðið deginum ljósara að þessi
ríkisstjórn er einnota. Henni verður kastað í næstu
kosningum. Þetta hljóta Vinstri grænir að vita og
helsta áhyggjuefni þeirra hlýtur að vera hversu
mikið þetta ríkisstjórnarsamstarf hefur skaðað þá.
Á bjartsýnisdögum sínum á velmeinandi fólk sem
ekki styður Sjálfstæðisflokkinn það til að hugsa sem
svo að þessi stærsti f lokkur landsins sé ekkert svo
slæmur. Það er til dæmis fínt að trúa á frjálst framtak
einstaklingsins meðan viðkomandi er ekki að svína
á öðrum. Það er líka allt í lagi að einhverjir auðgist
meir en aðrir meðan þeir skila sínu til samfélagsins
en eru ekki að skjóta gróðanum undan. „Það má
alveg vinna með þessum flokki eins og öðrum,“
hugsar bjartsýnismaðurinn. En það bregst vart að
þegar þessi hugsun er farin að hreiðra um sig, gera
og segja forystumenn Sjálfstæðisflokksins hluti sem
ekki er hægt að sætta sig við.
Hið skelfilega Samherjamál kom upp og formaður
Sjálfstæðisflokksins lét hafa eftir sér í erlendu blaði
að í því máli væri spilltum stjórnvöldum í Namibíu
hugsanlega um að kenna. Rétt eins og Samherja-
menn hafi ekki átt annan kost en að ganga inn í spillt
kerfi og vinna innan þess þar sem það sé eiginlega
eina leiðin til að geta grætt í landi eins og Nami-
bíu. Þannig gerast nú bara kaupin á eyrinni, hugsar
frjálshyggjufólkið í Sjálfstæðisflokknum, sem lítur
svo á að gróði sé alltaf góður.
Formaður Samfylkingarinnar, Logi Einarsson,
ákvað að forvitnast á þingi um skoðun forsætisráð-
herra á þessum orðum fjármálaráðherra landsins.
Forsætisráðherra svaraði spurningu hans ekki beint.
En það er ómögulegt annað en að ætla að Katrínu
Jakobsdóttur hafi verið brugðið vegna þess viðhorfs
sem opinberaðist í orðum manns sem hún ákvað
á sínum tíma að ganga til samstarfs við. Það getur
heldur ekki verið að henni þyki eðlilegt að sjávar-
útvegsráðherra landsins, Kristján Þór Júlíusson,
sitji sem fastast á ráðherrastóli, þrátt fyrir að vera
tengdur Samherja ofur sterkum böndum.
Allir vita að Vinstri grænir hefðu í stjórnarand-
stöðu gagnrýnt Bjarna Benediktsson af sömu hörku
og Samfylkingin vegna orða hans og jafnframt
þrumað að sjávarútvegsráðherra yrði að stíga til
hliðar. Flokksforysta Vinstri grænna gerir það vitan-
lega ekki, hún ætlar sér að þrauka í ríkisstjórnar-
samstarfi sem er orðið þrúgandi fyrir f lokkinn.
Hinir almennu flokksmenn hljóta að vera miður sín.
Skiljanlega.
Það blasir við að þetta ríkisstjórnarsamstarf er
lýjandi fyrir f lokkinn og dregur úr honum þrótt og
kjark. Fjölmargir kjósendur hans eru farnir að líta í
aðrar áttir.
Samstarfið
– við Laugalæk
Ekkert hveiti
Ekkert soyja
Enginn sykur
Ekkert MSG
Íslenskt kjöt
Íslensk
framleiðsla
Osta-
pylsur
sem slá
í gegn.
Mannasættir óskast
Enn einn stólaleikurinn er
hafinn, nú um stól ríkissátta-
semjara. Bryndís Hlöðvers-
dóttir hverfur á braut um
áramótin og verður enn
merkilegri embættismaður
en áður. Viðkomandi þarf
að fylla stórt skarð enda er
mikið að gera í húsakynnum
sáttasemjara. Það er einn
augljós valkostur á lausu, það
er mannasættirinn Ólína Þor-
varðardóttir.
Mjög gagnlegt
Ríkisútvarpið hefur aldrei
haft það opinbera hlutverk
að stuðla að læsi þjóðarinnar.
Þvert á móti tryggir RÚV að
ólæsir landsmenn eigi greiðan
aðgang að upplýsingum í
útvarpi og sjónvarpi. Það er
hins vegar áhyggjuefni að
ólæsir einstaklingar sjái um
að stjórna batteríinu. Síðustu
sex ár hefur staðið í lögum:
„Ríkisútvarpið skal stofna og
reka dótturfélög.“ Þessa stafa-
súpu hefur engum í stjórninni
tekist að leysa á öllum þessum
tíma. Ráðuneytið kann hins
vegar að lesa og var f ljótt
að átta sig á að ráða sama
spunameistara og LÍN. Var
fyrirsögnin „Gagnleg úttekt
Ríkisendurskoðunar á rekstri
Ríkisútvarpsins“. Fyrsta
niðurstaðan er að fara þurfi
að lögum. Mjög gagnlegt.
bjornth@frettabladid.is
2 1 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R18 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN
2
1
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:2
0
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
4
9
-5
2
A
4
2
4
4
9
-5
1
6
8
2
4
4
9
-5
0
2
C
2
4
4
9
-4
E
F
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
4
8
s
_
2
0
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K