Fréttablaðið - 19.01.2019, Page 6

Fréttablaðið - 19.01.2019, Page 6
Afgreiðslutímar á www.kronan.is Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl. Verð áður 3599 kr. kg - 35% Folaldakjöt af nýslátruðu 2339 kr.kg Folalda Piparsteik innralæri VIÐSKIPTI 365 hf. og aðrir smærri hluthafar í Högum hyggjast setja fram tillögu fyrir aðalfund félags- ins um að kosningar til stjórnar fari fram með margfeldiskosningu ef fleiri eru í framboði en koma til með að skipa stjórnina. Stjórnarkjör fór fram í Högum í gær. Jón Ásgeir Jóhannesson, fjárfestir og stofnandi Bónuss, var meðal frambjóðenda en náði ekki kjöri. Aðalfundur Haga fer fram í júní, og verður þá gengið til stjórnarkjörs á ný. Margfeldiskosning er þegar kosið er beint milli einstaklinga, og er sú aðferð almennt talin minnka bilið milli stórra og smárra hluthafa, þannig að meiri líkur séu á að full- trúar þeirra sem minna eiga komist að. Komið hefur fram í fjölmiðlum að 365 hafi verið meðal þeirra hlut- hafa sem kröfðust margfeldiskosn- ingar fyrir stjórnarkjörið í gær. Kröf- unni var vísað frá þar sem einungis 9,95% hluthafa hefðu sent inn gilda kröfu, en 10% þarf til að knýja fram slíka kosningu. „Með tilkomu tilnefningarnefnda er alveg ljóst að þeir sem ekki hljóta náð fyrir þeirra augum eiga á bratt- ann að sækja. Stofnanafjárfestar eru gjarnir á að kjósa í samræmi við til- lögur nefndanna, og reynslan sýnir að þær byggja mat sitt að stærstu leyti á samráði við allra stærstu hluthafana. Ég tel því algerlega nauðsynlegt að vernda minni hlut- hafa, og margfeldiskosning er lýð- ræðislegasta kosningakerfið sem hlutafélagalögin bjóða upp á,“ segir Jón Ásgeir. Aðspurður hvort minni hluthafar í Högum hyggist freista þess að boða til annars hluthafafundar sagði Jón Ásgeir að slíkt sé ekki á dagskrá hjá honum, að minnsta kosti. „Það er stutt í næsta fund í júní. Við bíðum þangað til, enda tel ég farsælast að stjórnendur og stjórn hafi frið þang- að til til þess að sinna rekstrinum. Ég óska þeim alls hins besta í sínum störfum.“ olof@frettabladid.is Vilja margfeldiskosningu í Högum í júní Smærri hluthafar í Högum ætla að setja fram tillögu um margfeldiskosningu til stjórnar Haga á aðalfundi félagsins sem fer fram í júní. Í slíkri kosningu er kosið beint milli einstaklinga. Jón Ásgeir Jóhannesson fjárfestir náði ekki kjöri til stjórnar Haga á hluthafafundi í gær. Margfeldiskosning er lýðræðis- legasta kosninga- kerfið sem hlutafélagalögin bjóða upp á. Jón Ásgeir Jóhannes- son, fjárfestir og stofnandi Bónuss 9,95% hluthafa vildu margfeldis- kosningu í gær.10% þarf til. Aðalfundur Haga fer fram í júní og verður þá gengið til stjórnarkjörs á ný. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BRETLAND Donald Tusk, forseti leið- togaráðs ESB, og Theresa May, for- sætisráðherra Bretlands, ræddust í gær við í síma um næstu skref í Brexit-málinu. Tusk greindi frá sím- talinu á Twitter en sagði ekki nánar frá því hvað þeim fór í milli. May fundaði að auki með nokkrum ráð- herrum í gær og ræddi við Angelu Merkel Þýskalandskanslara og Mark Rutte, forsætisráðherra Hol- lands, í gærkvöld. Hún býst við því að eiga í frekari viðræðum við evr- ópska leiðtoga um helgina. Erfið pattstaða er nú uppi í Brexit-málinu eftir að breska þingið hafnaði samningi May- stjórnarinnar við ESB á afgerandi hátt. May á að kynna næstu skref ríkisstjórnarinnar á mánudaginn en samkvæmt Rutte er erfitt að sjá fyrir sér breytingar á samningnum sem nú þegar hefur verið teiknaður upp. „Ég sagði henni að ég sæi ekki fyrir mér hvernig ætti að breyta nokkru. Hún býst fastlega við því að Bretar gangi úr Evrópusambandinu þann 29. mars,“ sagði Rutte í gær. Sú dagsetning er settur útgöngu- dagur og þótt stjórnarandstaðan í Bretlandi vilji að henni sé frestað af ótta við samningslausa útgöngu er May ekki á sömu skoðun. Hefur sagt að ríkisstjórninni beri skylda til þess að verða við þeirri kröfu sem breska þjóðin setti fram í þjóðar atkvæðagreiðslunni árið 2016. – þea Theresa May ræðir við ESB-leiðtoga Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. NORDICPHOTOS/AFP STJÓRNSÝSLA „Mér finnst þessi úttekt góð og vönduð af hálfu Ríkis- endurskoðunar. Það sem maður tekur út úr þessari skýrslu er að hún staðfestir það sem Fiskistofa hefur ítrekað bent á,“ segir Eyþór Björns- son fiskistofustjóri um stjórn- sýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á stofnuninni sem kynnt var í gær. Niðurstaðan er að þröngur kostur gerir Fiskistofu illmögulegt að sinna eftirlitshlutverki sínu. Eyþór segir að þau atriði sem Fiskistofa hafi ítrekað bent á séu að koma þurfi til endurskoðunar á regluverkinu til þess að styrkja stofnunina í hlutverki sínu. „Þá þarf að horfa til tækninýj- unga sem getur verið skilvirk og hagkvæm leið til að styrkja eftirlit og það þarf að athuga hvort stofn- unin sé fullnægjandi mönnuð til að takast á við þessi viðfangsefni.“ Mannekla og niðurskurður skín í gegn í skýrslunni því á meðan alvar- legar athugasemdir eru gerðar við frammistöðu og burði stofnunar- innar til að takast á við verkefni sín og framfylgja lögum um stjórn fiskveiða má einnig lesa um að starfsmönnum hefur fækkað um 29 prósent frá árinu 2008. Verkefnum hefur hins vegar fjölgað. Aðspurður hvort þarna séu úrbætur sem Fiskistofa hafi tök á að fara í strax eða hvort til þurfi lagabreytingar og fjármögnun segir Eyþór að vinna hafi staðið yfir í ýmsum þáttum sem þar eru tilgreindir, meira að segja meðan skýrslan var í vinnslu. „Við erum alltaf að reyna að bæta okkur, varðandi samstarf um vigt- un og hafnarvog, einnig að skoða samstarf við Landhelgisgæsluna, vinna með ráðuneytinu að reglum um vigtun. Við erum að vinna í mörgum þessum þáttum sem þarna eru nefndir.“ – smj Fiskistofuskýrslan staðfestir það sem stofnunin hefur sjálf ítrekað bent á Eyþór Björnsson, fiskistofustjóri. 1 9 . J A N Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.