Fréttablaðið - 19.01.2019, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 19.01.2019, Qupperneq 22
L istin að grisja og endur-skipuleggja með jap-önsku KonMari-aðferð-inni er sögð vera  lykill að nýju og betra lífi í sjónvarpsþáttum sem hafa slegið í gegn á Netflix, Tidying up with Marie Kondo. Í þáttunum aðstoðar Marie Kondo fólk við að koma reiðu á heimili sitt með athyglisverðum aðferðum. Marie Kondo hefur skrifað fjórar bækur um skipulagningu og tiltekt sem hafa selst í milljónatali víða um heim. Vinsælust bóka hennar er: The Life-Changing Magic of Tidying Up: The Japanese Art of Declutt ering and Organizing (2011). Bókin kom út í íslenskri þýðingu á síðasta ári og kallast á íslensku; Taktu til í lífi þínu. Marie segist hafa haft áhuga á því að hafa reiðu á hlutunum í kringum sig frá barnæsku. Hún segist hafa fengið vitrun á unga aldri um að hún ætti að ein- blína á að finna þá hluti sem hún vildi nærri sér. Að greina þá hluti sem veita henni ánægju og hafa þá í heiðri á heimilinu. Kon-Marie aðferðin Marie segir aðferð sína við tiltekt, KonMari, innblásna af sjintótrúnni. Hugmyndafræðin að baki henni er í raun einföld. Þegar heimilið er orðið snyrtilegt, hlutirnir færri og skipu- lagið betra þá segir hún að það rofi til í huganum. Sjálfstraustið aukist og færni til að leysa verkefni lífsins verði betri. Framkvæmdin er ekki flókin og felst í því að fara í gegnum hvert her- bergi og safna þar hlutum saman í hrúgu. Og grisja. Halda aðeins þeim Af hverju eru allir að laga til? Hvað er málið með Marie Kondo? Er í alvör- unni lífsbætandi list að laga til? Sóley Dröfn Davíðsdóttir segir fólk ekki alltaf hafa tök á því að hafa stöðugt hreint í kringum sig. Marie Kondo hefur slegið í gegn með einföldum ráðum til fólks um tiltekt. MYND/NORDICPHOTOS hlutum eftir sem kveikja á tilfinn- ingum. „Sem veita þér ánægju og vellíðan. Ef hlutur sannarlega kveikir gleðitilfinningu þá muntu ekki vera haldinn kvíða um hvort þú átt að halda honum eða ekki, segir Marie. Hún segir að fólk ætti ekki að halda í hluti vegna þess að þeir gætu komið að góðum notum síðar. Hlutur geti verið góður, nothæfur og jafnvel fal- legur. En ef hann kveikir ekki á til- finningum þá er hann það í raun og veru ekki. Þá  segir Marie kominn tíma til að þakka  fyrir notin og kveðja. „Segðu takk við hlutinn sem þú ætlar að losa þig við,“ segir Marie. Marie trúir því að snyrtimennska geti leitt til alheimsfriðar. „Með því að horfast í augu við hlutina þína, horfist þú í augu við sjálfa þig,“ segir hún. „Það mun gera þig og alla í kringum þig hamingjusama.“ ÞEGAR FÓLK ER ÞUNGLYNT Á ÞAÐ OFT ERFITT MEÐ AÐ HAFA SIG Í ÝMISLEGT, SVO SEM ÞRIF OG LÍÐUR SVO ENN VERR MEÐ SIG EFTIR ÞVÍ SEM VERKEFNIN HRANNAST UPP. Sóley Davíðsdóttir Litur ársins er kóralbleikur Á hverju ári gefur lita- ráðgjafar- fyrirtækið PAN- TONE út lit ársins. Í ár er það kóralbleik- ur litur 16-1546 Living Cor- al. Fallegur en náttúrulegur og hlýr litur. Fáðu þér stæðilega plöntu í stofuna Stórar og sterkar fíkusplöntur eru sífellt vinsælli kostur á íslenskum heimilum. Enda fallegar og bæta loft- gæði til muna. Þær eru til í mörgum tegundum og ein sú eftirsóttasta er Ficus elastica eða gúmmítré. Sígrænt tré sem getur orðið ansi hávaxið. Blaðstilkurinn er ávalur og blöðin inn- rúlluð þegar þau eru ung og umlukt rauðleitu hlífðarblaði. Stórar gúmmí- plöntur eru ekki oft til í íslenskum blómaverslunum en eru væntanlegar í blómabúðina Fjórar árstíðir. Súr saga í heimalestri Sláðu tvær flugur í einu höggi. Sjúklega súr saga: Íslandssaga frá öndvegissúlum til Internetsins er skemmtileg aflestrar fyrir skólakrakka sem þurfa að lesa upphátt heima fyrir foreldrana. Fjölskyldan getur rifjað upp sögukunn- áttuna í leiðinni. Ekki auðvelt fyrir alla að hafa hreint á heimilinu Sóley Dröfn Davíðsdóttir, sál- fræðingur og forstjóri Kvíðameð- ferðarstöðvarinnar, segir að fólki líði klárlega verr sé allt í óreiðu. Það sé hins vegar ekki einfalt mál fyrir alla að taka til. „Ég myndi segja að fólki líði klár- lega verr ef allt er í óreiðu, en þegar fólk er þunglynt á það til dæmis oft erfitt með að hafa sig í ýmislegt svo sem þrif og líður svo enn verr með sig eftir því sem verkefnin hrannast upp og enn erfiðara verður að hafa sig í það sem þarf að gera, eftir því sem óreiðan er meiri. Þannig myndast auðveldlega vítahringur,“ segir Sóley og bætir því við að fólk verði oft rosalega ánægt með sig ef það nær að taka til og hafa fínt í kringum sig. „Svo á fólk með ADHD oft mjög erfitt með að taka til, óreiðan bara færist til og menn eru svona á „on“ og „off“ í tiltekt, taka sig til og reyna að skipuleggja allt, slaka svo á og allt fer á annan endann mjög fljótt. Þeir sem ganga vel um hafa vanið sig á ákveðna hluti, svo sem að ganga alltaf jafnóðum frá eftir sig og grípa alltaf eitthvað með sér í hvert sinn sem þeir t.d. fara fram í eldhús. Gott er að innræta börnum þetta svo þau tileinki sér góða vana í þessum efnum,“ segir Sóley. „Óreiða tekur orku frá fólki í þeim skilningi að fólk fer endurtekið að leiða hugann að dótinu og draslinu sem er úti um allt. Því er talað um að fólki nái meiri hugarró ef minna af dóti er í kringum það,“ segir Sóley og eins og Marie mælir hún með því að fólk hafi færri en fleiri hluti í kringum sig og þá sem höfða til fólks. „Óreiða tekur orku,“ segir Sóley. Sóley er í ítarlegra viðtali um tiltekt og vellíðan á Plússíðu Fréttablaðsins. Fréttablaðið +Plús er eingöngu í Fréttablaðs-appinu eða í PDF-útgáfu blaðsins sem er aðgengileg á frettabladid.is. +PLÚS Ráð frá Marie Grisjaðu fyrst – skipuleggðu svo Marie ráðleggur fólki eindregið að ljúka við að grisja áður en hlutunum er fundinn staður á heimilinu. Taktu til á þínu svæði Hver og einn fjölskyldumeðlimur ætti að hafa sitt eigið afmarkaða svæði sem hann ber ábyrgð á að halda hreinu og skipulögðu.  Leyfðu krökkunum að vera með Marie segir mikilvægt að for- eldrar leyfi börnum að ákveða sjálf hvaða hlutir veita þeim gleði og hvaða hlutir geri það ekki. Byrjaðu á fötunum Byrjaðu á því að safna hverri einustu flík sem þú átt og setja þær saman í hrúgu. Haltu hverri flík upp og veldu þær úr sem veita þér gleði. Spurðu þig: Verð ég glöð að eiga þessa flík þegar veður er rétt til að nota hana? Greindu á milli Gerðu greinarmun á milli Verð að eiga og Gott að eiga. Tökum sem dæmi einna dýrustu flíkurnar í fataskápnum. Hafir þú aðeins notað þær í örfá skipti, þá er mögulega ástæðan sú að þær veiti þér ekki jafn mikla ánægju og þú hélst og því kannski kominn tími til að finna þeim nýja eigendur sem kunna betur að meta þær. 1 9 . J A N Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R22 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð HELGIN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.