Fréttablaðið - 19.01.2019, Side 108

Fréttablaðið - 19.01.2019, Side 108
Gott og girnilegt Nú er ljúffenga Goða upphengiáleggið komið í umhverfis- vænni umbúðir úr pappa. Því er ekkert mál að flokka og endurvinna. Betra fyrir umhverfið Goði - alltaf góður NÝTT Með góðri sAmvisku Listafólkinu Árna Jónssyni og Geirþrúði Einarsdóttur verður skammdegið að yrkisefni á sýningunni Sólarlampi sem opnuð verður í dag klukkan 17 í Harb­ inger á Freyjugötu 1. Þar er sólarljósi varpað á draumkennda svefnmollu sem fylgir tímabilinu þar sem nóttin er sameinuð deginum. Sýningin er sú fyrsta í sýningaröðinni Rólegt og rómantískt sem samanstendur af sex sýningum á sex mánuðum í Har­ binger fyrri hluta þessa árs. Samhliða myndlist vinnur Árni við leikmyndagerð í leikhúsi og kvikmyndum. Það nýtir hann oftar en ekki í verkum sínum þar sem hann notar vídeó, ljósmyndir og inn­ setningar til að sviðsetja atburði og tilfinningar. Geirþrúður Einarsdóttir er mennt­ aður klæðskeri og hefur starfað sem slíkur og einnig í myndlist,. Hún vinnur út frá formum sem hún finnur í umhverfi sínu og vekja áhuga henn­ ar og efnisval hennar er fjölbreytt. Ókeypis aðgangur er að sýningum í Harbinger og allir eru velkomnir. Sýningin Sólarlampi stendur yfir til 9. febrúar. – gun Sólarlampi, skammdegi og rútínuleysi í aðalhlutverkum BÆKUR Heltekin HHHHH Flynn Berry Þýðandi: Hermann Stefánsson Útgefandi: JPV Fjöldi síðna: 303 Búast má við fjölmörgum þýddum glæpasögum á markað þetta árið, líkt og þau fyrri. Ein af þeim fyrstu, ef ekki sú fyrsta, er Heltekin eftir Flynn Berry. Bókin var valin ein af tíu bestu glæpasögum ársins 2017 af Washington Post og höfundurinn hlaut jafnframt Edgar­verðlaunin fyrir bókina, en þau eru veitt fyrir bestu frumraun skáldsagnahöf­ undar. Sem sagt góð byrjun hjá Berry sem sendi frá sér aðra skáld­ sögu á síðasta ári. Söguþráðurinn er í stuttu máli sá að Nora fer í heimsókn til systur sinnar Rachel sem býr í litlu þorpi í grennd við Oxford. Hún kemur að systur sinni myrtri. Nora er viss um að morðið sé tengt alvarlegri líkamsárás sem Rachel varð fyrir fimmtán árum áður. Nora hefur sína eigin rannsókn og leit hennar að morðingja systur sinnar verður æ þráhyggjukenndari, um leið og ýmis leyndarmál koma upp á yfirborðið. Það verður að segja eins og er að þessi glæpasaga, stendur ekki undir gríðarlegu hrósi. Hún er hins vegar gott byrjandaverk, vel skrifuð og læsileg en hvorki sérlega spennandi né grípandi. Berry tekst þó ágætlega að lýsa flóknu sambandi systra sem byggist á mótsagnakenndum til­ finningum. Þungamiðja sögunnar er sorg Noru. Í glæpasögum eru per­ sónur sem hafa orðið fyrir þungum missi oft furðu fljótar að jafna sig, en hér er sorgin höfð nístandi og yfir­ þyrmandi, sem gerir söguna afar trúverðuga. Nora og Rachel eru dregnar skýr­ um dráttum en hið sama á ekki við um allar persónur bókarinnar. Karl­ mennirnir renna mikið til saman og auðvelt er að ruglast á þeim. Þegar líða tekur á söguna er freistandi að óska þess að meiri spenna færist í verkið. Það gerist ekki en í staðinn kemur höfundur lesendum nokkr­ um sinnum á óvart með fremur óvæntum uppljóstrunum. Lausn morðgátunnar er hins vegar engan veginn óvænt heldur fremur rökrétt. Margt er vel gert í Heltekin sem verður samt aldrei sérlega eftir­ minnileg glæpasaga. Hún ætti þó að stytta unnendum glæpasagna stundirnar. Kolbrún Bergþórsdóttir  NIÐURSTAÐA: Heltekin er læsileg og snyrtilega unnin saga um sorg og þráhyggju en spennu skortir tilfinnanlega. Sálfræðitryllir um sorg og þráhyggju Geirþrúður og Árni glaðbeitt á sýningunni í Harbinger. M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 47L A U G A R D A G U R 1 9 . J A N Ú A R 2 0 1 9
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.