Hlynur - 15.03.1956, Blaðsíða 14

Hlynur - 15.03.1956, Blaðsíða 14
ég hef mestan unað átt einn í hestastóði. Haraldur Jónasron. Ilann hefir samleið aldrei átt með örgum jeppaskrjóði. Þórmundur Erl'ngsson. Oft á fund í laufgan lund le ða sveinar fögur sprund. Veldur hrund oft ástarund eftir eina nœturstund. Ragnar Jóhannesson. Enn ég má skunda alla stund einsamall á stúkufund. Haraldur Jónasæn. Blíð er hrund með bjarta mund blómstrar gmnd við opin sund. Þórmundur Erl.ngsson. Allt er grafið undir anjó, ísing vafin sérhver tó. Geislatrafi gylltu sló á gullið haf — og jörðin hló. Haraldur Jónasron. L'nd í kafi, létt sem liló, liggur haf í kaldri ró. Þórmundur Erl ngsson. Reyndu að botna rýjan mín. reyndu á skáldafákinn. Reyndu að bœta rímnagrín, reyndu að máta strákinn. Ragnar Jóhannesson. Afbrögð eru upphöf þín orða- fyrir hák'nn. Jón vélsetjari. Til giftra manna Ort (en aldre'. flutt) af einum er heima var, þegar starfsfólk KEA fór skemmtiför í Vaglaskóg síðsumarí'. Varaðu þig í Vaglaskógi vinur er skyggja fer. Þar eru ýmsir álfar á sveimi er enginn maður sér. Þe r eru vísir að hvísla í hljóði svo hjartnæmt í eyra þér. ,,Stundin er þín og nú er næði og njóttu nú lífsins hér.“ Þegar hvíslandi létt í laufi leikur hinn mildi blær. Þegar angandi ilmur skógar sem ölvun að vitund nær þá losnar um margar levndar kendir. og lífið í brjósti hlær. Ilvað verður þá um hversdagsleikann, sem hvarvetna ríkti í gær. Því skal grandvörum giftum mönnum gefið það holla ráð að gæta sín þegar rökkvar í rjóðri og ró er um skógarláð þá skýtur örvunum ástarguð nn — það er í stjörnunum skráð — að þá verði einlægur ásetningur eðlishvötinni að bráð. (Ur Krumma). „Fyrst þurrkar hún, svo skolar hún, og síðast þvær hún“. 14

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.