Hlynur - 15.07.1956, Page 4

Hlynur - 15.07.1956, Page 4
STARFSMANNABLAÐ KEA er fjörugt og þróttmikið Fyrir rúmum tveim árum síðan ákvað starfsmannafélag KEA að hefja útgáfu starfsmannablaðs og var kosin ritnefnd til að koma málinu á laggirnar. Rit- nefndin hóf starfið með því að efna til samkeppni um nafnið á blaðinu. Þátt- takan varð mjög almenn, og bárust um 90 nafnatillögur. Valið var nafnið „Krummi“, en það var Þóra Vilhjálms- dóttir, sem átti tillöguna um það. Rit- nefndin hóf síðan útgáfu blaðsins, en í henni áttu sæti Finnbogi S. Jónasson, Jóhannes Oli Sæmundsson og Sigmund- ur Björnsson. Afgreiðslumaður blaðs- ins var Ingólfur Björnsson. Fyrsta blaðið kom út í október 1954 og var því fylgt úr hlaði af Jakobi Frí- mannssyni, kaupfélagsstjóra. Krummi kemur út 6—7 sinnum á ári og flytur ýmsar frétt- ir af félagsstarf- inu, kvæði og sög- ur, viðtöl við starfsfólkið, hug- leiðingar um sam- vinnumál og fleira. Þá hafa komið fram í því ýmsar tillögur viðvíkj- andi félagsstarf- inu. sem hafa verið hinar athyglisverð- ustu og hrundið hefir verið í fram- kvæmd. Má þar nefna bókasafn félags- ins, en stofnun þess er nú í athugun. Hugmyndin um það kom fyrst fram á síðum Krumma. Þegar blaðið hafði komið út í um hálft ár var Gunnlaugur P. Kristinsson, starfsmaður á aðalskrifstofu KEA, feng- inn t;l að vera ritstjóri þess. Ritnefnd var þó starfandi áfram, úr henni gekk þá Sigmundur Björnsson, en í hans stað kom Daníel Kristinsson. Þá tók og Hall- dór Ásgeirsson, við afgreiðslunni í stað Ingólfs Björnssonar. Krummi e>r hinn vandaðasti að öllum frágangi, þróttmikið og fjörugt blað, sem vafalaust mun marka sín spor í sögu Starfsmannafélags KEA. Skólakaupfélög erlendis Meðal frétta frá I.C.A., Alþjóðasam- bandi samvinnumanna, greinir frá því að í British Guiana liafi nemendur í skólum landsins komið á fót sínum eig- in kaupfélögum, sem verzla með allar skó'anauðsynjar. Hefir starfið gengið víðast mjög vel, og hafa sum félaganna jafnvel getað lánað fátækum nemend- um fé til námsins. Gunnlaugur 4

x

Hlynur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.